Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 13

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 13
SVEITAKONAN Ejtir Sigríði Björnsdóttur frá Hesti SÍÐARI GREIN í fyrri grein minni um sveitakonuna lýsti ég henni um og eftir aldamótin. Eins og að líkum lætur, hafa þær stórfelldu hreytingar á lífi eins.taklinga og þjóða, sem orðið hafa þessa síðustu áratugi, ekki farið framhjá sveitum þessa lands. Miklar og merkilegar breyt- ingar liafa þar orðið ekki síður en annars staðar. Það má að vísu segja, að starfssvið konunnar breytist ekki svo mikið, en framkvæmdamöguleik- ar á starfinu og fleira, sem því viðvíkur, getur þó breytzt og hefur líka gert það. Það er einkum tvennt, sem ég álít að hafi tekið miklum hreytingum hvað sveitakonunni viðvíkur. Það er, að nú hefur hún öðlazt meiri menntunar- möguleika og meiri þægindi. Þó að námsmöguleikar kvenna hafi verið og séu enn stórum lakari en karlmanna, þá hafa þó möguleikar opnazt fyrir þeim, sem áður voru lokaðir, bæði til menntunar og annars þroska. Þetta hefur strax sett mark sitt á hana. Sú undir- okaða þjónslund og minnimáttarkennd, sem oft auðkenndi þær húsmæður þessa lands, sem aldr- ei sáu út fyrir baslið, er að hverfa með öllu úr sögunni. Sjálfsmat hennar hefur aukizt. Mikið hefur það líka aukið henni öryggi, hve störf hennar, húsmóðurstörfin, eru nú meira metin en áður var. Það var oftast talin aukavinna að prýða og snyrta heimilið. Mörg konan varð að hafa það í ígripum eða á hlaupum. Á því hefur orðið stórfelld breyting. Aukinn þrifnaðar- og fegurðarsmekkur þjóðarinnar hef- ur átt þar drjúgan þátt í. Þægindi hafa og aukizt mjög mikið þessi síðustu ár. Gömlu, köldu og dirnmu bæirnir hafa þokað fyrir öðrum betri og hentugri húsakosti. Vélanotkun til heimilisstarfa SigríSur Björnsdótlir hefur aukizt stórum frá því sem áður var, þó að betur megi, ef duga skal. En því miður knýja örðugleikar á dyr þessara ungu kvenna, örðugleikar, sem lítt voru þekktir fyrir nokkrum áratugum, það er fólksekla, sem þjakar nú mjög sveitum lands. Stóru, mannmörgu heimilin eru að mestu leyti eða alveg úr sögunni. Heilar byggðir eru að tæm- ast að vinnandi fólki. Heimilin eru oftast ekki annað en fjölskyldan, lijón með börn sín. Þessi vinnuekla hvílir þungt á heimilunum, en líklega þó allra þyngst á húsmóðurinni, sem bæði verður að gæta hús og barna, eða með öðrum orðum, að sjá um heimilisþarfir bæði utan húss og innan. Ég get ]>ó ekki látið vera að ímynda mér, að unga nútímakonan eigi hægra með að yfirstíga þessa örðugleika en formóðir hennar, og sýnir hún með því, hvað í henni býr, og hverra átaka megi af henni vænta. Enginn vafi er á því, að þessi flótti fólksins úr sveitunum til kaupstaðanna er fullkomið áhyggju- efni allra þeirra manna, er sveitunum unna. En lausn þeirra mála, verður tæplega sú, að fólkið hverfi aftur til að gerast vinnumenn og vinnu- konur á sveitabæjunum eins og áður var. Ef sveit- irnar eiga framtíð fyrir sér, sem ég vona og veit MELKORKA 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.