Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.12.1946, Blaðsíða 10
Akureyri Helga út Eyjafjörð, en í skipinu áttum við að stúa fiski í lest. Margir voru viðkomustaðir, fiskur tekinn í mörgum stöðum báðum megin fjarð- arins. Þetla var erfið og vandasöm vinna og krafðist mikillar vandvirkni, þar sem hlaðið var saman miklum fiski og allt þurfti að vera eftir föstum reglum. Fáar stúlkur fengust til þessarar vinnu, enda fáum hent, öðrum en þeim, sem kunnu til þessa verks. Okkur var boðið 20 aura tímakaup og settum við upp að greitt væri í peningum. Verk- stjórinn gekk að þessu möglunarlaust. Eftir viku- vinnu í skipinu komum við heim. Fórum við þá fram á, að fá útborgað kaupið eftir gefnu loforði. Verzlunarstjórinn kvað verkstjórann ekki hafa haft leyfi til að lofa þessu kaupi í peningum, en eftir langt þras fengum við það þó greitt. Ég sagðist gefa eftir að taka út eitt stykki ex- port handa mömmu minni, hitt vildi ég fá í pen- ingum, og það fékk ég, því ég var ekki á því að láta mig. — Fóru verkakonur úr þessu að gera hærri kröfur til vinnulauna? — Smám saman fóru konur að vakna til með- vitundar um það, að þær voru órétti beittar og kröftum þeirra væri varið meira í þarfir atvinnu- rekenda en þeirra sjálfra og heimila þeirra. Nokkrum sinnum kom það fyrir að konur á viss- um vinnustöðum tóku sig saman og kröfðust hærri launa. En oftast gekk það í basli að fá því framgengt, sökum þess, að margar þeirra voru hræddar um að missa af vinnu, ef þær sýndu þá mannslund, að láta ekki skammta sér úr hnefa. Eitt atvik er mér minnisstætt í sambandi við þessa óskipulögðu haráttu. Sumar eitt vildi 42 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.