Melkorka - 01.12.1946, Side 17

Melkorka - 01.12.1946, Side 17
Sjálfsagt hefur og mörg móðirin átt þá sem nú í svo ströngu að stríða við ýmiss konar annir, að lílill tími vannst til viðtals við börnin. Þá hefur sennilega mörg móðirin gripið til þess ráðs að hafa yfir fyrir börn sín það sem hún kunni af sögum og kvæðum, ævintýrum, þulum og vers- um og ef til vill svo bætt ýmsu við frá eigin brjósti. Við að hlusta og nema gleymdu svo börn- in hinum ytri þrengingum, en bárust inn í ævin- týralönd, þar sem kóngssonurinn dansaði við Helgu í öskustónni eða þá að þau svifu á töfra- klæði um himingeiminn. Kyrrð færðist yfirbarna- hópinn. Hvert af öðru settust börnin í nánd við hina starfandi móður. En af vörum hennar streymdi lind hins lifanda máls ýmist í bundnu eða óbundnu máli. Islenzk tunga, lífæð þjóðar- innar í þúsund ár, flutti lífsmögn þjóðarandans frá móður til barns, frá kyni til kyns. Á þennan hátt veitti móðirin frjómagni andans til barns síns á sama hátt og hún hafði áður nært það líkamlega af sínum eigin lífsþrótti. íslenzkar mæður fyrri tíma hafa áreiðanlega verið bók- staflega mæður þess máls, sem börn þeirra töluðu og þökk sé þeim fyrir það starf. Oft hefur íslenzkan átt í vök að verjast. Dansk- ir verzlunarþjónar voru um eitt skeið meiri hátt- ar menn í augum fávísrar alþýðu og dönsk tunga töluð á svonefndum betri heimilum í Reykjavík. íslenzkir menntamenn þýddu að vísú góðar bæk- ur úr erlendum málum, en ekki á mál, sem kallast gæti með réttu íslenzk tunga. En máttur hins tal- aða orðs, móðurmáls íslenzkrar alþýðu, var svo mikils megandi, að það varð annar þátturinn í endurreisn málsins samslungið hinu forna rit- máli. Svo var íslenzkum mæðrum fyrir að þakka.' Enn hefur íslenzk tunga gengið í gegnum eld- raun, sem eigi verður um sinn séð, hver áhrif kann að hafa. Flökku-orðtæki setuliðstímabilsins virðast raunar óðum þverra, þá er fækkar í landi hinn erlendi her. En framtíðin á eftir að sýna, hvort mál vort hefur engan skaða beðið af sam- neytinu við hið erlenda setulið. Úr því verður eigi skorið til fulls fyrr en þau taka að vaxa úr grasi hörn þeirra kvenna, sem enn eru ungar, enda mest undir mæðrunum komið sem fyrri, hversu fara kann. Þótt nú að þakka beri íslenzkum mæðrum það, að íslenzk tunga lifir enn með þeirri þjóð, er þetta land byggir, getum vér nútímakonur eigi miklazt af því né talið oss það til ágætis. Dýr- mætur arfur er að vísu mikilsverður þeim, er hann hlýtur. En því aðeins verður erfinginn að þeim fjársjóði ágætur, að arfurinn rýrni ei né missi verðgildi í hans höndum. Þess vegna er ung- um mæðrum og mæðraefnujn hér mikill vandi á höndum. Dæmi formæðranna krefst þess, að ís- lenzkar mæður allra tíma viti hér skyldu sína. En því miður er talsverða raunasögu að segja af því, hversu ungar stúlkur búa sig undir þetta lífsstarf, sem þó er einn af dýrustu og fegurstu þáttunum í hinu marglofaða móðurldutverki. Margar ungar stúlkur hera svo litla virðingu fyrir málinu, að þeim virðist þykja fínt að krydda tal sitt ýmsum orðskrípum og fávíslegu meiningarleysi. Ungar sveitastúlkur, sem uppaldar eru við sæmilega hreint mál, virðast standa í þeirri trú, að þær séu eigi hlutgengar til þess að taka þátt í félagslífi æskulýðsins í kaupstöðunum nema með því móti að heimska sig í tali á þennan hátt. Eitt af því, sem ekki má þá gleyma, eru margvíslegar ákall- anir og upphrópanir. Yel má vera, að ungum pilt- um falli þetta vel í geð og þyki það mjög „kven- legl“. En er hitt ekki meira um vert fyrir ykkur ungu mæður og mæðraefni, að þið verðið þess um komnar að kenna börnum yðar íslenzka tungu? Eg vona fastlega, að til sé allstór hópur ungra kvenna sem skilur, hver háski móðurmál- inu er búinn, ef þær hirða ekki um að vanda mál sitt né það að komast svo langt í þekkingu á móð- urmálinu, að þær kunni skil á einföldustu lög- málum þess. Vonandi kunna íslenzkar konur svo sóma sinn, að þær telji sér skylt að gegna enn hinu göfuga hlutverki formæðra sinna að kenna börnunum hreint mál og fagurt. Yonandi kemur aldrei til þess, að það verði talið rangmæli að kenna fagurt íslenzkt mál við móðurina. Metnað- ur íslenzkra æskukvenna ætti að vera sá að standa formæðrunum framar í þessu efni, því að aldrei hefur fyrr verið svo hlúð að æskukonum þessa lands fyrr, hvað menntun og menningu alla snerlir. Að endingu þetta: Ungu stúlkur! Leiðið nú MELKORKA 49

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.