Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.07.1950, Blaðsíða 10
ur, sem höfum fætt börn inn í heiminn — til lífsins að því að við héldum — fyllumst skelfingu? En hvað getum við íslenzku konurnar gert? Við finn- um okkur fáar og smáar við lilið miljónanna. Mikkel Borgen, blaðamaður við danska blaðið Fami- líu sjórnalinn, segir meðal annars: Eitt getum við Dan- ir gert, þó við séum lítil þjóð og vanmegnug, við getum hvert og eitt einasta okkar, hvar sem við erurn stödd, talað á móti því að þriðja heimsstyrjöldin verði hafin. Við verðum stöðugt að mótmæla því. Það sama getum við íslenzku mæðurnar einnig gert, og því ekki feðurnir lika? Við hljótum öll sem eitt, að mótmœla öllum stríðsundirbúningi og allri þátttöku Islands i sliku, vegna barnanna okkar, fæddra og ófæddra, vegna hugsjónarinnar um manninn og lífið. Það er manninum ósamboðið að jafna deilur sínar með morðvopnum. En mótmæli hvers og eins ná þó lillum árangri ef þeir ekki sameinast. Sameiningin gerir hina mörgu, smáu volduga og sterka. íslenzka alþýðan, foreldrar, konur og karlar, verður að sameinast miljónunum í heiminum, sem aðeins óska eftir friði. Og við höfum sögu að segja þeim. Við höfum engan lier og engan vopnaburð. Við höfum kennt börnunum okkar að virða lífið. Við höfum aldrei þurft að óttast að sonum okkar yrði fyrirskipað að myrða meðbræður sína. Engu að síður hafa þessir synir getið sér frægð, þó það sé ekki á vígvelli við mannvíg. Þeir hafa getið sér frægð við mikil afrek að bjarga mannslífum. Það þykir okkur íslenzku mæðrunum góð frægð og eftirsóknar- verð. Við erum stóltar af slíkum sonum og óskum þess eins að í framtíðinni þyki sú frægð bezt og eftirsóknar- verðust í ölluin heimi. Að því viljum við stuðla. Katrín Pálsdóttir. Eigum við að vera pólitískar? Eftir Halldóru O. Guðmundsdóttur Það þótti mikill sigur þegar íslenzkar konur unnu, eftir harðsnúna baráttu, hin svokölluðu „pólitísku" réttindi — kosning- arrétt og kjörgengi — og það var það. Því var, þar með, „slegið föstu“ að með því væri og fengið að fullu jafnrétti kvenna og karla. En lítum svo á hina raunhæfu hlið, tök- um til dæmis verkamanninn — þar á ég við bæði karlmanninn og kvenmanninn, sem þurfa að lifa af vinnu sinni og það trúi ég sé undantekningarlaust. Samkvæmt taxta Verkamannafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík er lágmarkskaup í almennri vinnu kr. 3,08 í grunnkaup eða kr. 9,24 miðað við hin lögbundnu 300 stig, en samkvæmt taxta Verkakvennafélagsins Framsóknar, sama stað, er við hreingern- ingar og uppskipun á saltfiski kr. 2,20 í grunnlaun (kr. 6,60) við aðra fiskvinnu kr. 2,05 (kr. 6,15) en fyrir alla aðra vinnu kr. 2,00 í grunnl. eða kr. 6 með sömu vísitölu. Getur nokkur með sanngirni haldið fram að þetta sé jafnrétti? Mér þykir ólíklegt að nokkur verkakona finni ekki til þess hve óréttlátur þessi mikli munur á launum er, og með tilliti til þess að karlmanninum er sízt oflaunað eru þetta smánarlaun. Eg vil vekja athygli á að Verkakvennafé- lagið Framsókn hefur 35 ára baráttu að baki með hundruðum félagskvenna og þó er jafn langt frá að jafnrétti Iiafi náðzt og raun ber vitni um. Ég býzt við að konur í launastétt hafi fylgzt með frumvarpi Hannibals Valdimars- sonar á Alþingi í fyrra vetur og undirtektir og afgreiðslu þess svo að ég ætla ekki að fjölyrða um það. Það sem fyrir mér vakti með línum þess- um var að leitast við að vekja athygli og um- liugsun okkar kvenna á viðhorfi og þátt- töku okkar í lífsbaráttunni, hve langt er í land að fullt jafnrétti liafi náðzt enda þótt Kvenréttindafélagið starfi með hundruðum 36 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.