Melkorka - 01.07.1950, Qupperneq 13
Friðarsókn
þjóðanna
Heimsfriðami'eyfingm teluv í tlag
helming allra íbúa jarðar og eru
því volclugustu friðarsamtök sem
nokkru sinni hafa verið uppi í
heiminum. Menn og konur um all-
an heim af öllum stéttum, trúar-
flokkum, ólíkustu kynþáttum og
stjórnmálaskoðunum hafa skipað
sér undir merki friðarins til alls-
herjar- og úrslitabaráttu gegn því
að kjarnorkuvopnum verði beitt
ef heiminum verður enn á ný Friðardúfati. Myndin er gerð af listmdlaranum Picasso og gefin heimsfriöarhreyfingunni
hrundið út í styrjöld.
Kjarnorkuárásin á Híróshima og Nagasaki í lok síð-
ustu styrjaldar eða fyrir réttum fimm árum, þar sem
250 þústindum friðsantra borgara, þar á meðal börn,
gamalmenni og konur, var tortímt í einu vetvangi og
þúsundir urðu örkumla það sem eftir var ævinnar — er
heiminum ennþá í svo fersku minni að heimsfriðar-
ltreyfingin hefur fyrst og fremst einbeitt allri starfsemi
sinni að þvi að slíkar skelfingar endurtaki sig ekki.
Það er engin tilviljun að í þessari baráttu eru kon-
urnar alls staðar fremst í fylkingu. Konurnar og mæð-
urnar sem lifðu ógn og grintmdaræði sfðustu styrjaldar
hrópa nú til kynsystra sinna um allan heim að leggja
friðaröflum ntannkynsins lið.
Það var á þingi Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra
kvenna og menntamanna f Parfs 1949 að heimsfriðar-
hreyfingin var skipulögð. A þessu þingi voru fulltrúar
frá 600 miljónum manna af öllunr þjóðurn, fulltrúar al-
þjóðasamtaka verkalýðskvenna og fjölda annarra kven-
félagasamtaka ásamt heimsfrægum visindamönnum,
kirkjunnar mönnunt og mennta- og listamönnum.
I marzmánuði síðastiiðnum var haldin friðarráðstefna
í Stokkhóhni mcð, fulltrúum fyrir 1000 miljónir manna,
eða fyrir helming alls mannkyns, og var þar samþykkt
ávarp svohljóðandi:
Vér heimtum skilyrðislaust bann við kjarnorku-
vopnum, vopnum til að skelia og myrða með
friðsaman almúga.
Vér krefjumst þess að komið sé á ströngu alþjóð-
legu eftirliti til tryggingar því, að þessu banni
verði framfylgt.
Vér álítum að hver sú ríkisstjórn, sem fyrst beitir
kjarnorkuvopnum gegn hvaða þjóð sem er,
fremji brot gegn mannkyninu og geri sig seka
um stríðsglæp.
Vér heitum á alla góðviljaða menn hvarvetna um
helm að undirrita þetta ávarp.
Hin mikla alda heimsfriðarhreyfingarinnar hefur nú
einnig borizt liingað til íslands. T. d. hefur prestastefna
íslands, sambandsþing kennara, Samband sunnlenzkra
kvenna og Samband vésturskaftfellskra kvenna, þing
Stórstúku Islands og Jónsmessumót sósíalista á Þing-
völlum tekið upp merki friðarins hér á landi.
Einnig var friðarráðstefna haldin i Reykjavík 29. júní
með fulltrúum verklýðsfélaga, kvenna og æskulýðssam-
taka, ásamt menntamönnum og listamönnum úr ýms-
um greinúm. I ályktun ráðstefnunnar segir meðal ann-
ars:
„Ráðstefnan lýsir yfir trausti sínu á því að almenn-
ingur heimsins sé fær um með samtakamætti sínuni að
forða heiminuin frá styrjöld og lieitir á hvern góðvilj-
aðan íslending að taka undir friðarákall þjóðanna og
s\na friðarvilja sinn i verki ineð því að undirrita Stokk-
hólmsávarpið utn bann við notkun kjarnorkuvopna í
hernaði til múgmorða á fpðsamri alþýðu."
Engin jrjóð á jafnt sem íslendingar líf sitt undir því
að friður haldist í heiminum. í kjarnorkustyrjöld getur
ísland orðið fremst í víglínu og vofir þá ógnarhætta yf-
ir þjóðinni. íslenzkar konur jnunu því einhuga styðja
Stokkhólmsávarpið með undirskrift sinni. Þ. V.
MELKORKA
39