Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóttir, Reykjahlið 12, Reykjavik, sitni 13156 . Þóra Vigfúsdóttir, Þinghollsstrccti 23, Rvik. simi 15199 Utgefandi: Mál og menning ^ALLDÓRA B. BJÖRNSSON: í skjóli Skarðsheiðar Þegar ósköpin dundu yfir okkur fyrir nærri tuttugu árum og voldugar þjóðir úti í heimi Itlésu til stríðs ffieira og ferlegra en í nokkurt annað sinn tókum við kreppuhrjáðar og skólitlar konur í Ingólfsbæ saman fáar föggur okkar tneðan vágaul sírennunnar skar loflið stungum blautum ungbörnum í poka °g héldum með pasturslitlum langferðabíl um tæpan veg í burtu. há var enn nokkurt öryggi til enn mátti leita griða bjá landi okkar 1 mannabyggðum dali milli fjalla. Eða hvað? Að áliðnu sumri fann heyvinnufólk sprengjubrot i slegnu heyi engjanna hjá Skarðsheiði þar sem kálfarnir sváfu stundum síðdegislúrinn °g barnið gekk berfætt með flösku í sokk a teiginn til afa síns. hað var þá ekki fjær — afingarföndur leið'ra hermanna í þetta sinn °g við gátum aðeins lofað guð að voði sá hafði geigað hjá harni t tíma eða rúmi. Það var þá daga senr fagur si'mgur flugvélanna yfir heiðinni fékk falskan tón það grúfði myrkur ótti yfir landinu því stórar þjóðir börðust til úrslita en sjá: í þann tíma eignaðist fólkið í fyrsta sinn hlý föt og heila skó og það var matur handa öllum. Og það voru fögur loforð: þrauka þetta af og það verður aldrei frarnar stríð aldrei nokkurntíma. En það hefir ekki reynzt nóg því nú tæpum tuttugu árum seinna er allt það sem vofði yfir börnum okkar orðið hégómi einn hjá vöggugjöf vopnaeigendanna til barnabarna okkar. Hver er þeirn skjól? Lítt dugir þeini Skarðsheiðin til varnar ef vetnissprengjur tæta vígdrekahreiður Suðurnesja. Þeim er sárt um lífin sem hafa alið þau þess vegna er bæn okkar nú: látið ekki eitra fyrir okkur þessa fögru jörð skilið okkur heldur fátæktinni aftur með sína vondu skó við erum ckki hræddar við hana seljið ekki jörð barnanna fyrir stundarfé losið okkur við gildruna sem lokkar dauðann til landsins þeirra. Melkorka 39

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.