Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 18
H A N NY RÐIR AltarisklœÖi frd Sönduin. Eftir beiðni vestfirzkrar konu flytur þátturinn í þetta skipti efni alls annars eðlis en venja er til, myndir af nokkrum gömlum dúkum þ. e. a. s. tvö altarisklæði og tvær ábreiður, allt geymt í Þjóðminjasafninu. Akjós- aniegra hefði kannske verið að sýna önnur dæmi um listfengi og handiðnað fyrri alda, en við nánari athug- un reyndist myndakostur býsna takmarkaður, en tfmi of naumur til að láta búa til nýjar myndir. Leitazt hef- ur verið við að fá sýnishorn af sem flestum aðferðum og það er von okkar að lesendur muni hafa gaman af. En safninu þökkum við fyrir góða aðstoð. Efri myndin sýnir altarisklæði, síðan 1955 á Þjóð- minjasafninu, áður í eigu danskrar konu í Randers á Jótlandi, en faðir hennar hafði ungur hvalveiðimaður eignazt það á kirkjustaðnum á Söndum í Dýrafirði. Dúkurinn er útsaumaður með ullarbandi í sex litum á hörlérefti, ýmist krosssaumur og fléttusaumur. f súlnagöngum eru þrjár myndir úr píslarsögu Krists: 54 AltarisklaÖiÖ frtcga frá Hólum. MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.