Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 9
sem Buddlia prédikaði fyrir 2500 árurn. Þar hittum við tíbetbúa sem voru á pílagríms- ferð. Þeir voru orðnir rykugir af að ganga í marga mánuði, klæddir í svartar ullardræs- ur og svo sterk af þeim ullarlyktin að allt umhverfis þá lyktaði einsog fjárrétt. Einn þeirra fór inn í Búddhamusterið að gera bæn sína, kveikti á reykelsi, þuklaði bæna- festi og þuldi, fleygði sér svo nokkrum sinn- um flötum á gólfið. I musterinu er líka búddamunkur á bæn. Hann hefur flóka- niottu fyrir framan sig og kastar sér í sífellu flötum fram og teygir úr Iiandleggjunum á gólfinu. Ég held hann hafi gert þetta hundr- að sinnum meðan við stóðum við. Svona bænahald lilýtur að vera ógurlegt erfiði. Stundum gerir hann hlé til að þurka af sér svitann. Þegar athöfninni er lokið var hann svo aðframkominn og titrandi að hann átti erfitt með að setja á sig armbandsúrið og gleraugun. Við vorum aftur í Nýju Dehli 26. janúar á þjóðhátíðardegi indverja. Mikinn hluta dagsins horfðum við á hersýningar, skraut- sýningar og skrúðgöngur. Þarna sáum við Nehru forsætisráðheiTa í fyrsta sinn; vorum kynnt fyrir honum og þeir Halldór töluðu saman nokkra stund. Ég tók eftir að hann var með Ijósrauða rós í hnappagatinu og aðra í hendinni. Seinna um daginn hefur ■ndlandsforseti móttöku í hallargarðinum, þar voru samankomin tvö þúsund manns og veitt te og kökur. Oft hafði ég undrast hvað mdverskt kvenfólk getur verið fínt og fall- egt en aldrei einsog nú. Allar voru í skart- >nu og hver um sig gaf ástæðu til að horft Va2ri á liana af aðdáun. Það líður senn að endalokum þessa ferða- Ngs í Indlandi og margs er að minnast. Við höfum eignast marga vini og kunningja hér. Nlikið þótti okkur gaman að kynnast Krip- alanihjónunum. Þau eru töfrandi manneskj- Ur með nútíma sjónarmið á öllum hlutum °g bestu menntun sem hægt er að fá. Bæði eru virkir starfsmenn í þjónustu menningar °g þjóðlegrar viðreisnar, hann sem bók- Vklkorka menntamaður, formaður indversku aka- demíunnar, hún sem listakona einsog hún á kyn til, en Nandita Kripalani er dóttur- dóttir indverskaþjóðskáldsins Rabindranath Tagore. Hún hafði verið ellistoð afa síns og eftirlæti. Hún er munsturteiknari og lielgar vefurunum starf sitt, ljær Joeim ný munstur og nýjar hugmyndir, ferðast meðal þeirra og vinnur að endurbótum á starfsskilyrðum þeirra á öllum sviðum. Hún starfar lijá rík- isstofnun í Dehli sem rekin er á svipuðum grundvelli og hemilisiðnaðarfélögin á Norð- urlöndum, enda Iiafa þau verið tekin til fyrirmyndar í þessum efnum. Síðasta daginn í Dehli er okkur boðið til hádegisverðar á heimili Nehrus forsætisráð- herra. Höll hans er umlukt stórum garði. Roskin mjög virðuleg og menntuð dönsk frú tekur á móti okkur; hún sér um heimil- ið fyrir hann. Við erum ein gesta með fjöl- skyldunni, en Jrau eru yngri systir Nehrus, sem er þar í heimsókn, dóttir lians, tengda- sonur og tveir dóttursynir, stálpaðir dreng- ir, sem eru nýkomnir úr skíðaferð í Kasmír. Nehru er lítill maður, að heita má sköllótt- ur, ræðinn og gamansamur á kyrlátan hátt. Hann veit talsvert um ísland og segist hafa verið boðinn þangað fyrir nokkrum áruin, en því miður ekki haft tök á að Jnggja boð- ið. Hann talar um skáldskap og ritstörf, seg- ist hafa of lítinn tíma til ritstarfa síðan hann hætti að vera í fangelsum, og talar næstum með öfund um Churchill sem hann segir að hafi heila skrifstofu af sekretérum sér til að- stoðar. Undir borðum segir Nehru frá ýms- um tignum gesturn sem gist hafa höll hans og minnist meðal annarra á Dalai Lama og bróður hans, sem hann sagði að hefðu verið forvitnir og gxeindir menn, en frúrnar í samkvæminu kunna sögur af Jrví að Jreir hafi verið nokkuð kyndugir. Hann sagði að næst Jregar hann færi langferð, þá ætlaði hann til Tíbet, sagði að sig langaði nú mest til að hitta fólk sem ekki væri of „sophisti- cated“ (yfir sig menntað). Ljómar nú andlit- ið á Halldóri að vera aftur staddur í húsi 45

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.