Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 20
Fjórða heimsþing kvenna haldið í Vín í sumar Eftir Ásu Ottesen Á árunum milli styrjaldanna voiu víða starfandi frið- arhreyfingar. Friðarsamtök kvenna störfuðu í flestum löndum Evrópu. í Þýzkalandi t. d. voru þessi samtök einn öflugasti andstæðingur Hitlers. Og hvað eftir ann- að vöruðu forustukonur þeirra við nasismanum. En þær töluðu fyrir daufum eyrum enda var það fyrsta verk Hitlersstjórnarinnar að banna þessi samtök og fyrsta konan sem tekin var af lífi eftir valdatöku Hitl- ers var varaformaður þessata samtaka. Það var í fang- elsum Nazista að konur sem starfað höfðu í friðarsam- tökunum heitstrengdu, ef þær kæmust lífs af, að beita sér fyrir alþjóðasamtökum, sem ynnu að auknum rétt- indum kvenna og barna og alheimsfriði. Af þessunr aðilum var A.L.K. (Alþjóðabandalag lýð- ræðissinnaðra kvenna) stofnað eftir aðra heimsstyrjöld- ina 1. des. 1945, og hefur þessum samtökum tekist að verða sú stofnun sem þeim var ætlað í upphafi. Innan vébanda þess starfa konur með ólíkar lífsskoðanir og af ólíkustu trúarbrögðum og kynþáttum að einu sameig- inlegu marki: verndun friðarins, auknum réttindum til handa konum og börnum, skilning á kjörum hver ann- arra og frelsi fyrir þá sem undirokaðir eru. Og í fyrsta sinn í sögunni hefur A.L.K. tekist að sameina konur úr austri, vestri, norðri og suðri, konur úr allri heimshyggðinni tim sameiginleg hagsmunamál. I júní i sumar, dagana L—5., verður 4. heimsþing kvenna haldið í Vín. Fyrsta mál á dagskrá þess er hlut- verk og skyldur konunnar á okkar tfmum og hlutverk ALK. Undir þetta heyrir varðveizla friðarins, barátta kvennanna fyrir auknum skilningi og vináttu milli þjóðanna, betri lífsafkomu fjölskyldnanna, verndun á réttindum kvenna og uppeldi barnanna. Annað mál á dagskrá er samþykkt nýrra laga fyrir ALK, kosning stjórnar og fulltrúaráðs. Til þess að fá sem mestan árangur á hverju sviði hefur verið ákveðið að deila umræðuefninu í þrennt, þannig að þrjár deildir mynd- uðust og málefnunum deilt á þær og svo gætu þátt- takendur valið á milli deildanna eftir því á hvaða mál- um þær hefðu mestan áhuga eða kæmu þeim og þeirra landi að mestu gagni, því einungis er hægt að vera þátttakandi í einni deild. 1. áeitd: jjaliar um varövcizlu friöarins og verndun lífsins, undir þetta heyrir baráttan gegn nothun atóm- vopna og tilraunum nteð þau, hagnýting kjarnorkunn- ar til friösamlegra nota til aö gjöra lif mannanna betra og rikara. 2. deild: fjallar um réttindainál kvenna þ. e. rcttinn til starfa, sömu launa fyrir sömu vinnu, mrcöra- og barnavernd og pólitísk og lagaleg réttindi kvenna. 4. deild: fjallar um menntun barna og unglinga og upþehli í anda friðar og vináttu milli þjóðanna. Þegar við lítum á þessa dagskrá kemur eðlilega sú spurning fyrst i hug: er nokkur nauðsyn á því að eiga hlutdeild að þessu þingi? Það gæti virzt sem við hefð- um engu við að bæta, við sjálfar og börn okkar hefðum öll þau réttindi sem um er talað, en stingum við fæti og horfum í kringum okkur. Málefni fyrstu deildar fjallar um varðveizlu friðarins. Höfum við ekki mikl- um skyldum að gegna á þeim vettvangi, erum við nógu skeleggar í baráttu gegn herstöðvum á íslandi? Höfum við gert allt sem í okkar valdi stendur til að vekja fólk og opna augu þess? Gerum við okkur nógu ljósa grein fyrir þeirri hættu sem áframhaldandi dvöl hersins licf- ur? Getur okkur órað fyrir afleiðingum þess, að vera stökkbretti til árása á systur okkar og börn þeirra um heim allan? F.g hugsa að fæstar okkar hafi í alvöru krufið málin til mergjar og spurt sig samvizkuspurn- inga um þessi mál. Vonandi gerum við okkur ljóst að rödd okkar má aldrei þagna. Með rógi og upplögnum sökum verður barist á móti okkur. En barátta okkar verður að vera því einbeittari, fyrsta og aðalverkefni okkar er að koma hernum úr landi. Með hliðsjón af reynslu okkar sem hersetinnar þjóðar trúi ég að við höfum okkar orð að segja á heimsþingi kvenna. Málefni 2. deildar, réttindamál kvenna, hvernig er með þau? Við höfum pappírssamþykkt um sömu laun fyrir sömu vinnu, enginn veit hve langur tími líður þangað til þessi lög verða raunhæf. Rétt til vinnu höf- um við, en sá galli er á gjöf Njarðar, að sá réttur tak- markast af þjóðfélagslegum ástæðum. Sé konan gift kemur til greina samsköttun hjóna sem gerir það að verkum að annaðhvort hjónanna verður að hætta vinnu sinni eða greiða okurskatta sem oftast verða til þess að konan hættir starfi sínu hversu hæf sem hún annars er til þess. ilorið saman við þjóðit Asíu og nýlendanna og hálfnýlendanna þá stöndum við ákaflega vel að vígi í 56 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.