Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 16

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 16
livað góður skáldskapur er og hvers vegna hann er góður. Þeim er þörf á leiðbeining- um um val lesefnis og á tilsögn við að greina sundur það, sem vel er gert og það, sem miður hefur tekizt. Þeim er þörf á að sjá með dæmum, hvernig góðir höfundar byggja sögur og gera ljóð að ljóði. Auðvit- að myndu margir reynast tornæmir á þessi fræði, en það eru þeir á fleiri fræði, og þyk- ir þó borga sig að leiðbeina þeim þar nokk- uð. Vissulega gætu leiðbeiningar í þessu efni orðið handahófslegar og farið mönnum misjafnfega úr liendi, en svo er um allar leiðbeiningar og öll menntastörf. Þó að ýms- ir kynnu að reynast tornæmir, myndi koma í ljós, að hinir eru miklu fleiri, sem hægt er að leiðbeina, og það er ekki hægt að gefa neinum þýðingarmeiri gjöf en kenna hon- um að njóta listar og það í hvaða listgrein, sem er. Þetta ættu a. m .k. jjeir foreldrar að skilja, sem óska börnum sínum alhliða menningar. Einnig ættu skólafrömuðir og kennarar að skilja jDetta, en það er nú síður en svo, að þeir geri það. Að þessu sinni skal það aðeins fullyrt, sem hægt er að sanna með uggvænlegum dæmum: Meirilduti þeirra bóka, sem bernskunni er fenginn í hendur, þegar hún hefur öðlazt lestrartækni, hefur ekki list- rænt gildi á nokkurn hátt. Þar að auki hef- ur Iiann ekki uppeldislegt gildi í aðrar áttir nema þá helzt neikvætt. Þegar ég tek þann- ig til orða, hef ég einkum í huga eina teg- und jjeirra bóka, sem bernskunni eru helg- aðar, en það eru skáldsögurnar. Hver ein- asti réttsýnn maður, sem nennti að gera sér }>að ómak að kynna sér þetta, hlyti að sjá, að sögur ætlaðar þessu unga fólki eru und- antekningarlítið gjörsneyddar allri list og öllum skáldskap og sé þar um einhvern boð- skap að ræða, er liann venjulega þveröfug- ur við það, sem kristin þjóðfélög og marg- lofaðir lýðræðishættir boða. Flestar eru j)ess- ar sögur niðurrif félagslegra siðgæðishug- mynda, en dýrkun einstaklingshyggju og grimmdar. Sögur þessar eru undantekning- arlítið undirbygging að lestri reyfara og morðsagna. Þetta láta kennarar óátalið og foreldrar láta sig það engu varða. Ég skrifaði í fyrra grein um barnabækur í tímaritið Melkorku. Mér til nokkurrar furðu varð ég var dálítillar þykkju vissra manna vegna greinarinnar. Sú þykkja stafar af misskilningi og að nokkru leyti af því, hve orðið barnabók er teygjanlegt hugtak. Hver maður ætti að sjá, að þar og einnig hér er talað um bækur eldri barna og Jró sérstaklega skáldsögurnar. Ævintýrin nefndi ég ekki og eru þau þó ekki allt í sómanum, a. m. k. sum. Vissulega hefði ég getað nefnt undantekningar um nokkra íslenzka höf- unda. Ég hefði t. d. getað nefnt Ragnheiði Jónsdóttur, sem skrifað hefur ágætar skáld- sögur fyrir það aldursskeið, sem hér um ræðir, en hefði ég gert })að, hefði ég líka, sem betur fer, orðið að nefna fleiri, síðan hefðu Jaeir, sem ég nefndi ekki, tekið til sín J)á sneið, sem ég hafði ekki kjark til að senda ])eim. Grein mín í fyrra hafði þann tilgang einan að vekja fólk til umhugsunar um efni hennar. Henni var ekki ætlað að innihalda ritdóma um verk einstakra manna. Það er alvarlegt mál fyrir svo fámenna þjóð, sem okkur íslendinga, ef þeim fer fækkandi, sem notið geta listar í bókmennt- um, en hinum fjölgar, sem aðeins lesa reyf- ara og léttmeti ýmiskonar. Þetta kemur ekki eins að sök lijá stærri þjóðum, enda er sú Jrróun orðin þar fyrir löngu. Það er eftir- tektarvert t. d. á öðrum Norðurlöndum, að flestar sígildar bækur eru þar gefnar út í litlu stærri upplögum en hér er títt, J)rátt fyrir margfalda íbúatölu þeirra landa móts við okkar land. Að vísu getur komið fyrir, að þannig bækur seljist þar í risaupplögum á okkar mælikvarða, en það heyrir til und- antekninga. Ástæðan er sú, að tiltölulega iítill hluti þjóðanna kaupir bækur af þess- ari gerð. En vegna fjölmennis þeirra, þótt fámennar séu móts við það, sem meira er, liafa })ær til þessa átt nægilega stóran stofn, 52 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.