Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.05.1958, Blaðsíða 11
list, raderingu og steinprent, ég skil það vel núna hversvegna Kurt Zier sagði svo oft að einhverjir okkar ættu að gefa sig að listiðn- aði. Hann sagði það oft við mig. Það voru allir að mála. Ég byrjaði að vefa þegar ég kom heim frá Kaupmannahöfn. Það var eiginlega tilviljun. Ég fór á vefnaðarnám- skeið hjá Guðrúnu Jónasdóttur í Steinahlíð, og ég hef ekki snúið mér frá því aftur. Ég get tjáð mig miklu betur í þessu efni held- ur en með penslum eða öðru. Hefurðu ekki lítinn tíma til þess nteð húsmóðurstarfinu? Þetta er í rauninni róleg vinna, nema að því leyti að öll slík vinna lætur mann aldrei í friði. Aíér finnst í rauninni ég liafa góðan tíma. Ef ég hugsa um eitthvert verkefni og set mér að gera það, geri ég það og annað verður þá útundan. Hvaða band og liti notarðu? Ég nota æfinlega íslenzkt ullarband. En ég er ekki alltaf ánægð með útlit þess. Litar þú aldrei sjálf? Nei, ég lita ekki sjálf. Þá rnundi ég engan tíma liafa til þess að vefa ef ég ætti að gera það með heimilisstörfunum. En vitanlega væri það miklu skemmtilegra og það er al- drei að vita hvert þessi vinna leiðir mann. Notarðu ekki jurtaliti? Nei, ég hef ekki gert það. Þú notar mikið svart? Svart liefur bætzt við litaskalann í vefnum eins og í málverkum. Einu sinni las ég við- tal við erlenda vefnaðarkonu þar sem hún sagði að auðvitað notaði hún ekki svart. Það getur verið hættulegur fitur að nota. En allir litir breytast í afstöðu til annarra lita. í einu teppi sem var á sýningunni sýnist svarti liturinn brúnn við hliðina á bláu og rauðfjólubláu. Teiknarðu fyrst? Já, það geri ég alltaf, en teppið verður oft frábrugðið teikningunni, það breytist í vefn- um. Hefurðu orðið fyrir áhrifum frá gömlum veggteppum? melkorka Myndvejnaður eftir listahonuna Ekki á annan liátt en góðir hlutir hafa áhrif á mann. En það er svo skrítið, segir Ásgerður, að teppi hafa alltaf haft áhrif á mig. Hversvegna þau hanga á vegg en eru ekki á gólfi veit ég ekki, líklega er það af skyldleikanum við málaralistina, þar sem vaninn er að hengja myndir á vegg. Ég spyr listakonuna hvort liún liafi strax fundið að þarna væri hennar verksvið og efniviður? Já, það finnst mér segir hún. Eða það vona ég. í nafni Melkorku þakka ég svo fyrir við- talið og óska Ásgerði gæfu og gengis í starfi sínu. Funclui' lialclinn í Menningar og fi'iðaisamtökiun ís- lcnzkra kvenna þriðjudaginn 25. marz 1958, skorar á ríkisstjórnina að tramkvæma viljayfirlýsingu Alþingis frá 28. marz 1956 og vinna að tafarlausri brottför er- lencls hers af íslandi. Jafnframt noti ríkisstjórnin rétt (Islands) á næsta ári til endurskoðunar Atlantshafs- handalagssamningsins með úrsögn íslands fyrir augum, og leiti þegar eftir tryggingu stórveldanna á ævarandi hlutleysi íslands. (Samanber tryggingu atómvelda á hlutleysi Sviss). 47

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.