Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 11

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 11
verk kennaranna, að kynna börnunum góð- ar bækur. Þú segist ekki hafa verið i kennaraskól- anum. Nei, ég tók gagnfræðapróf á Akureyri einhverntíma í fyrndinni. Mig langaði ekki til að halda áfrani námi í menntaskóla og öfundaði engan, sem „hélt áfram“. Ég gat ekki hugsað mér að reikna einu algebru- dæmi fleira. En mig langaði til að læra ís- lenzku. Væri ekki ágætt að láta háskólanám hefjast undir eins að loknu gagnfræðaprófi? Er það ekki skrítið, að nemandi, sem vill t. d. lesa íslenzk fræði og tungumál, skuli vera neyddur til að eyða vinnu í stærðfræði, eðlisfræði og efnafræði? Menn segja, að stærðfræðin örvi gáfurnar yfirleitt, skerpi minnið og geri, ef til vill, fleiri kraftaverk. IJetta er fullyrt, en er alveg ósannað mál. Líklega hefur aldrei verið reynt að sanna það með tilraunum. Nei, mig langaði ekki til að halda áfram í menntaskóla. En seinna var ég í lýðháskólum á Norðurlöndum. Það var mikill skaði, þegar héraðsskólarnir okk- ar voru allir felldir inn í landsprófsbáknið. Hefurðu eitthvað fleira að segja um harnaskólana? Já. Ég vil láta afnema þetta mannvonzku- lega einkunnakerfi. Það virðist helzt ætlað til þess að pína treggáfuð börn. Það væri hægt að ímynda sér, að Jesúítar liefðu fund- ið það upp. Það er ógleymanleg sjón að sjá heimskasta barnið gráta yfir prófseðlinum. Og svo eru uppeldisfræðingarnir að tala um, að alit beri að forðast, sem vekur van- máttarkennd barnsins. Áður fyrr var börn- unum raðað á kirkjugólfi eftir bókviti. Sú pynding lagðist niður, en einkunnir voru teknar í staðinn. Mildin á langt í land. Ef ég mœtti minnast á skáldsögur — það er langt síðan kom út bók eftir þig. Utgefendur hafa ekki álit á mér. En eins °g ég segi, er ég fyrst og fremst farkennari. Og svo hef ég gaman af heyvinnu. Við vor- um að þuiTka alian septembermánuð á Uanganesi í haust. Annars var ég í síld á Melkorka Raufarhöfn, meðan síld var. Ég hef reynt ýmsa vinnu, en kann bezt við heyskapinn. Stundum hjóla ég norður á Langanes. Ég hef hjólað nær alla akvegi landsins. Er ekki Heiðarfjallið i sveitinni þinni? Jú, þar ber stórhýsi „verndaranna" við himin. Á ég annars að lofa þér að heyra vísu, sem ort var íyrir norðan? Það er ætt- jarðarsöngur um Langanes. (Ég vona, að höfundurinn kæri mig ekki): Þökk fyrir garnla, góða daga, gott er að minnast æskuhaga, þegar við áttum okkar skaga, og enginn gat án dóms og laga hreykt sér uppi á okkar fjöllum, yfir grónum þúfnavöllum, bjóðandi, að við flatir föllum fyrir tylligjöfum öllum. Við skálkinn ekkert þarf að þrefa. Þú átt ekkert til að gefa, býrð til lög með byssu og hnefa. Burt af okkar fjalli! Englar munu ekki verja þig falli. í viðtali því ei ég átti við Oddnýju Guðmundsdóttur þótti mér ekki koma nógu skýrt fram, að Oddný er ekki einungis mikilhæfur kennari, hún er líka góður rithöf- undur. Oddný er svo hlé'dræg, að lnin vill helzt ekki tala urn ritstörf sín né halda fram þeim verkum st'n- um. Þetta er skaði, því Oddný er einhver bezta konan er við eigum á því sviði. Fyrsta smásaga hcnnar kom út í tímaritinu Iðunni 1933, þegar Oddný var hálfþrítug að aldri. Sfðan hafa birzt eftir ltana sögur og ljóð í fjölmörgum tímaritum. Fyrsta skáldsagan, Svo skal böl bæta, kom út 1943, en hún hefur gcfið út þrjár síðan: Veltiár 1947, Tveir júnídagar 1949 og A þvi herrans ári 1954. Um stíl Oddnýjar segir Gunnar M. Magnúss í rit- dómi, sent hann skrifaði um síðustu bók hennar í Þjóð- viljantnn: „Allt, sem frá hennar hcndi kemur í rituðu máli, bcr vitni ágætri alliyglisgáfu. Höfundurinn sér oft atburði í tvennskonar ljósi: þjóðfélagslegu og æfin- týralegu, og bregður tíðum yfir frásögnina léttu háði.“ Auk þessara ritstarfa hefur Oddný fengizt við þýð- ingar og nægir að nefna ágæta þýðingu hennar á skáld- sögu Remarks, Vinunum, þá starfaði hún um tíma við dagblaðið bjóðviljann. V. D. 83

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.