Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 20
MORTEN NIELSEN:
Við erum ein
Morten Nielscn var 21 árs gamall háskólastúdent er
hann gaf út Ijóðabók „Krigere uden Vaaben". Árið
eftir myrtu nazistar hann, sama ár og við endurreist-
um lýðveldið. ,
1945 gaf Poul la Cour út „I'.fterladte Digte" af
Morten Nielsen. Ljóðið sem birtist bér er úr þeirri
bók.
Vilborg Dagbjartsdóttir.
Við erum ein.
Við eigum aðeins hvort annað.
Láttu þig dreyma um sumarið.
Það rignir i nótt.
Sojðu í faðmi minum.
Kannske er þetta siðasta nóttin.
Þeir vilja okkur illt.
Finndu hvað ég er heitur.
Vertu litil, láttu þig dreyma.
Það ert þú, sem þeir hiða eftir
með hlaðna riffla
andspœnis veggnum þarna.
Það rignir i nótt.
Myrkrið er kvíða grátt
Eg gef þér andartaks gleymsku
og hverfulan draum.
- 17. umf. Prjónið 13 (3) umf. *Næsta umf: prj 2 sm,
sl. Þrjár umf án úrtöku*, endurtakið frá * til *. Nú eru
6 1 á prjóninum. Næsta umf: prj 2 sm, 2 sl, auk. i
næstu 1, 1 sl. Þrjár umf án úrtöku. Næsta umf: prj 2
sm, sl. Næsta umf: sl. end. prj 2 sm. Endurtakið þessar
tvær umf unz 2 1 eru eftir, prj 2 sm, garnið slitið.
Fæturnar (rautt garn, 2 stk.). Fitjið upp 3 1, prjónið
3 umf. — 4. umf: auk. í tveimur fyrstu lykkjunum, 1 sl.
— 5. umf: sl. — 6. umf: auk. í fyrstu 1, 2 sl, auk. f næstu
1, 1 sl. Endurtakið 5. og 6. umf unz 17 1 eru á prjónin-
um. Því næst er ein 1 tekin úr f byrjun og enda næstu
umf og annarrar hverrar umf þangað til 3 1 eru eftir.
Tvær umf, fellið af.
Nefið (rautt garn). Fitjið upp 8 1 og prjónið 4 (2) sm.
Næsta umf: prj 2 sm, 4 sl, prj 2 sm. Þrjár umf án úr-
töku. Endurtakið þessar 4 umf, unz 2 1 eru eftir, þær
prjónaðar saman. Garnið slitið. Prjónið annað stykki
eins.
Saumið sarnan hliðarstykkin, fyrst lykkjurnar sex sem
voru felldar af, þá baksauminn og upp mn böfuðið að
úrtökunum yfir nefinu. Nú er framstykkið saumað við,
oddinn undir nefinu. Stoppið vatti í dýrið að neðan
og saumið fótastykkið við. Vængirnir eru festir við
hliðarsaumana, fyrst uppfitjuðu lykkjurnar og þv( næst
5 (2,5) sm niður á við. Saumið fæturnar við. Stykkin
tvö í nefið eru saumuð saman á skáhliðunum, nefið
stoppað og saumað við höfuðið. Saumið með svörtu
garni meðfram nefinu eins og sést á myndinni. Saumið
augun með rauðu garni.
92
MELKORKA