Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 3

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 3
MELKORKA TÍMARIT KVENNA Ritstjórn: Nanna Ólafsdóllir, Reykjahlið 12, Reykjavik, simi 1)156 . Þóra Vigfúsdóltir, Þingholtsstrceti 27, Rvik, simi 15199 Utgefandi: Mdl og menning HERNAM OG LANDHELGI Kftiv Nönnu Ólafsdóttur. Vafalaust hafa einhverjir trúað því 1949, er við gengum í Atlanzhafsbandalagið, að það yrði okkur vörn gegn árás óvina, ef við eignuðumst einhvers staðar slíka. Það sjón- armið var túlkað af geysilegum krafti, og einnig samstaðan með „vestrænum" þjóð- Um, „lýðræðisþjóðunum", og hvað þau nú kalla sig nýlenduveldin, sem mynda kjarna þess hernaðarbandalags, sem kennir sig við Atlanzhafið. Það lá svo mikíð á að ganga í Atlanzhafs- bandalagið, að þingmennirnir fengu ekki einu sinni svigrúm að átta sig, og þá gafst þjóðinni ekkert tóm til umræðu um málið. Þrír ráðherrar, einn úr hverjum flokki, SjálfstæðisfL, Framsóknarfl. og Alþýðufl., ílugu vestur til Bandaríkjanna, og hefur ís- lenzkum embættismönnum aldrei legið svo mikið á í erindum fyrir ísland. Þeir komu aftur með þau skilaboð, að þeir í Washing- ton viðurkenndu, að ísland hefði ekki her °g ætlaði ekki að stofna hann. Ennfremur, að ekki kæmi til mála, að erlendur her eða berstöðvar yrðu á íslandi á friðartímum. Sumir treystu þessum orðum, aðrir ekki. Það kom líka brátt í ljós, er við höfðum gengið í bandalagið, að skilning okkar á 'iugtakinu friðartímar mátti draga í efa. Okkur var m. a. segja gert skiljanlegt (af Ml'LKORKA vinunum fyrir vestan), að mjög væri hæpið að friðartímar yrðu nokkru sinni staðreynd í þessum heimi. Svona mikilvæga þekkingu hefðum við h'klega aldrei öðlazt nema með þátttöku okkar í hernaðarbandalaginu fræga. O? ekki voru liðin nema tvö ár frá inngöngu okkar í bandalagið á þeim for- sendum, að við hefðum ekki her og ætluð- um ekki að stofna hann né að leyfa her eða herstöðvar í landinu á friðartímum, er er- lendur her liafði setzt að í landinu, með samþykki meirihluta alþingis. Þetta gekk gökhum næst. Það var stríð hinum megin á hnettinum, í Kóreu. Þar áttu hlut að máli sálufélagar okkar í liernaðarbandalaginu. Síðan hala þeir sífellt átt í stríði einhvers staðar á afmörkuðum svæðum, Viet-Nam, Alsír, Kýpur, Kenya, Egyptalandi, víða í Suður-Ameríku, og svo „undarlega" vill til, að einmitt bandalagsríki okkar stunda þessi þrotlausu stríð og alltaf af eiginhagsmuna- ástæðum, vegna ásælni í auðlindir annarra ríkja eða togstreitu að halda valdaaðstöðu í löndum annarra þjóða. Nú hefur eitt þess- ara nýlenduvelda, „vestræn vinaþjóð", og félagi í hernaðarbandalaginu, snúizt gegn sjálfum okkur, og hyggst hún ræna okkur iiskimiðum okkar. Önnur „vinaþjóð", sem situr með lier sinn í landi okkar, horfir að- 75

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.