Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 12

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 12
Fjölþætt og merk sýníng á vegum Æskulýðsráðs «i Ul, rfu Dagana 3. til 14. október var í Listamannaskálanum merk sýning. Það var híbýla- og tómstundasýningin Með eigin höndum. Æskulýðsráð Reykjavíkur gekkst fyrir sýningunni í samráði við einstaklinga og félaga- samtök. Sýning þessi er einn liðurinn í fjölþættum störfum Æskulýðsráðs til að beina unglingum inn á réttar og þroskavænlegar brautir, en leiða alhygli þeirra frá götunni og hinum alræmdu „íssjoppum". Á sýningunni var fjöldi handunninna gripa úr basti, tágum, perlum, ísaumaðir og ofnir munir, brúður og fleira. Fjölbreytni var mikil, enda tilgangurinn að hver fyndi þar eitthvað við sitt hæfi og gæti þar valið sér tómstundastarf til gagns og gamans. Til að vekja enn betur áhuga æskumanna þeirra er sýninguna sóttu voru daglega dagskraratriði bæði til skemmtunar og fróð- Þetta er eitt af licrbergjunum á sýningunni. Það er ris- herbergi, œtlað tveimur stúlkum. Gunnar Theódórsson húsgagnaarkitekt og stúlkur úr Kvenskátafélagi Reykja- víkur sdu um herbergiÖ. leiks. Hinir færustu menn voru fengnir til að kenna margvíslega tómstundaiðju. Ennfremur voru kvik- myndasýningar og listkynning. Hinn hluti sýningarinnar, híbýlasýningin, vakti mikla athygli. Það voru átta unglingaherbergi búin húsgögnum og sáu átta ungir húsgagnaarkitektar um þau. Þarna gat að lita skemmtilegar nýjungar í híbýla- prýði. Þá voru fyrirlestrar um hentugan klæðnað unglinga og var fatnaður til sýnis. Þetta er í fyrsta skipti að viðfangsefni og áhugamál æskumanna eru kynnt hér a landi og er vel, að menn eru farnír að gera sér ljóst, að ekki er nóg að fa unglingum fé í hendur og láta þá einráða um að cyða því. Það þarf að leiðbeina þeira í einu og öllu, til að þeir síðar geti staðið d eigin fótum. Æskulýðsráð og aðrir er að sýningunni stóðu eiga skilið heiður og þakklæti. V. D. Nokkrar unglingstúlkur virða fyrir sér nokkra muni á sýningunni. 84 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.