Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 5
í hundrað ára minningu Selmu Lagerlöf Eftir Ingu Þórarinsson Hinn tuttugasta nóvember 1858 fæddist Selma Lagerlöf á óðalinu Márbacka í Vermalandi. Foreldrar hennar voru Erik Gustaf Lagerlöf og Louise Wallroth. Faðir- inn var, að sögn Selmu, glaðlyndur maður og skemmtinn. Löjtnant Lagerlöf var þar að auki gestrisinn og gefinn fyrir veizlur og gleðskap. Móðirin var vinnugefin og skyldti- rækin, dóttir nýríks iðjuhölds. Selma Lager- löf gat rakið ættir sínar til sænskra stór- skálda eins og Tegners og Geijers og lengra fram til Önnu Maríu Lenngren. Hún var einnig skyld Fröding. Þau hittust einu sinni í boði með öðru æskufólki, en virðast ekki hafa haft áhuga á að stofna til neinna kynna. Sem barn var Selma sú óásjálegasta í hópi systkina sinna, hún var fædd með nijaðmargalla sem gerði hana halta ævilangt og olli þjáningum, ef hún ofreyndi sig. Fað- ir hennar var allsráðandi í fjölskyldunni, og börnin lærðu snemma að taka tillit til óska hans. Selma lærði ung þá list að hafa stjórn á sjálfri sér. Þegar hún var um fermingu, fór mjög að síga á ógæiuhlið fyrir löjtnant Lag- erlöf. Hinar djörfu áætlanir hans að nota peninga konu sinnar til að breyta litla, vina- lega búgarðinum liöfðu misheppnazt. Hann var farinn að heilsu, reyndi að halda við glaðlyndi sínu með brennivíni og skipaði kvenfólkinu og börnunum að vona hið bezta, þótt framtíðarhorfurnar væru skugga- legar. Selma vissi, að hún bjó yfir hæfileikum til að lijálpa fjölskyldu sinni. Hún vildi verða rithöfundur. Þegar hún var lítill krakki og gat ekki tekið þátt í leikjum liinna barn- anna, hafði hún átt margar ógleymanlegar stundir hjá ömmu sinni, sem sagði henni Melkorka Selma Lagertöf, kynstrin öll af sögum, er síðar urðu henni ómetanlegur brunnur hugmynda og anda- giftar. Snemma hafði Selma sýnt að hún gat ort kvæði við hátíðleg tækifæri, og mönnum var ljóst að þessi litla, halta og óásjálega stúlka sem sat og vermdi sætið sitt á fjöl- skyldudansleikum var gædd óvenjulegum gáfum. Fjölskylduráðið ákvað að Selma skyldi fara í skóla og verða kennslukona. Árið 1885 fékk hún stöðu við stúlkna- menntaskólann í Landskrona, og þar var hún kennslukona í tíu ár. Hún stundaði 77

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.