Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 6

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 6
vinnu sína af kostgæfni, skyldurækin eins og hún var, og tók þátt í saumaklúbbum bæj- arins, það var eina skemmtunin sem hálf- fertug kennslukonan átti völ á. Það var á þessum árum, á síðkvöldum og þegar hún átti leyfi frá störfum og dvaldi hjá ein- hverjum vini sínum eða ættingja, að Gösta Berlings saga varð til, fullbúin í sinni end- anlegu mynd 1890. Vermlenzku sögurnar sem hún mundi frá barnæsku sinni urðu uppistaðan í þessu skáldverki sem er svo ó- viðjafnanlegt sambland af ferskleika og til- finningasemi. Eókin hlaut ekki einróma viðurkenningu þegar í stað, þeir gagnrýn- endur, sem mest kvað að, fóru um hana heldur niðrandi orðum, og það liðu nokkur ár áður en hún náði traustum vinsældum. Nokkrum árum seinna skrifaði Georg Bran- des, að hann hefði uppgötvað sænska skáld- konu sem gædd væri merkilega sérstæðri og ósvikinni gáfu. Fröding hafði mörgum ár- um áður farið mjög lofsamlegum orðum um Gösta Berlings sögu í vermlenzkum blöðum, en hann var þá ungur og gersam- lega áhrifalaus. Árið 1894 kynntist Selma rithöfundinum Soffíu Elkan í Stokkhólmi, og Soffía varð síðan nánasti vinur hennar til æviloka. En þessi vinátta færði Selmu meira af áhyggj- um en gleði. Hún eignaðist aðra vini seinna, sem studdu hana og hjálpuðu henni, en hún tók alltaf mest tillit til hinn- ar fallegu og taugaveikluðu Soffíu og reyndi að telja kjark í hana við ritstörfin. Soffía var ferðafélagi hennar, þegar hún dvaldi á ítalíu, þar sem hún safnaði efninu í helgi- sögur sínar, og Soffía fór einnig með henni til Palestínu, þegar hún heimsótti afkom- endur Dalafólksins til að safna efni í meist- araverk sitt Jerúsalem. Árið 1905 tókst Selma á hendur það geysi- erfiða starf, að skrifa lesbók fyrir barnaskól- ana og skyldi bókin kenna sænskum börn- um að þekkja land sitt. Auk þess vildi hún efla tilfinningar lesanda síns fyrir skyldum og heiðri. Selma Lagerlöf er móralisti, hún vill og trúir að hún geti bætt mannfólkið. Eftir tvö ár var bókin um hið dásamlega ferðalag Nils Holgeirssonar tilbúin, og erf- iði hennar hafði ekki verið til einskis. Bók- in dreifðist um allt landið og lagði bráðlega leið sína út í heim, hún hefur verið þýdd á 40 tungumál og í Tokío í Japan hefur meira að segja verið reist myndastytta af Nils og Marteini gæsastegg. Hún jók á vel- vild í garð Svía sem kom sér sérstaklega vel eftir sambandsslitadeiluna við Norðmenn. Keisarinn af Portúgal (Föðurást í ísl. þýð.) sem fjallar um föðurástina og vísdóm vit- firringsins kom út 1914 strax eftir að stríð- ið brauzt út. í þeirri bók kemur Selma sjálf fram sem lítil og spurul óðalsfröken, er kemur í heimsókn til Jans í Skrolyrka. Fjöl- skylduboð hafa verið fyrirmyndin að veizl- unni þar sem Jan syngur sönginn sinn og reynsla Selmu sjálfrar af því að vera fræg manneskja — hún fékk Nobelsverðlaunin 1909 — hefur lagt til efnið í hugleiðingar Jans um frægðina. Meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð fékk Selma mörg bónarbréf frá sínum fjölmörgu þýzku lesendum. Fólk notfærði sér oft henn- ar eigin sögur, talaði um sýnir og opinber- anir þar sem Selma var útvalin til að vera hinn frelsandi engill. En Selma hafði nú öðrum skyldum að gegna. Hún hafði notað hluta af Nóbelgullinu til að kaupa aftur bernskuheimili sitt Márbacka, og hún var ekki síður stórhuga en faðirinn í áætlunum sínum að færa út kvíarnar og byggja upp. Búrekstur Selmu varð þó aldrei neitt fram- úrskarandi, eignirnar gleyptu aðeins meira og meira af sívaxandi tekjum hennar. Árið 1930 lét hún byggja hvíta súlumprýdda hús- ið sem nú er Márbacka og minnir í fáu á bóndabæinn með torfþakinu í tíð foreldra hennar. Minningum sínum frá bernsku- heimilinu hefur hún bjargað frá gleymsku í bókinni um Márbacka og þar lætur hún persónutöfra föðurins koma fram. Hún gaf út tvær bækur enn með endurminningum sínum, sú síðasta kom út 1932, þegar Selma 78 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.