Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 15
að ég hætti að vinna var ég eins og fiskur á þurru landi — en nú er ég farin að kunna vel við „iðjuleysið"! En Landsspítalanum sendi ég mínar beztu árnaðaróskir. Ég hef orð á því við Kristbjörgu um leið og ég kveð hvað íbúðin hennar sé falleg og Iivað hún hafi komið sér vel fyrir og þar að auki blasi Esjan við úr norðurgluggunum hennar og allur Skerjafjörðurinn ef gengið er steinsnar frá húsinu. Já, ég veit það, segir Kristbjörg brosandi. En þú gleymir því að ég er Norðlendingur, alin upp við Kinnarfjöllin, á Húsavík við Skjálfanda. Þ. V. Fjórða heimsþing Alþjóðasambands lýðræðissinnaðra kvenna var haldið í Vínarborg 1.—5. júli í sumar. T'ingið sátu á fjórða hundrað fulltrúa frá 76 þjóðum og voru friðar- máliu og réttindamál kvenna aðalmál þingsins. Frú Cotton, forseti sambandsins, setti þingið og hvatti konur að fylkja sér til baráttu með friðaröflum heims, krefjast þcss að vígbúnaði verði hætt og framleiðsla atómvopna bönnuð sem og önnur vopn til fjöldamorða. Scx íslenzkar konur voru mættar sem fulltrúar á þing- inu. Guðrún Einarsdóttir frá Menningar-og friðarsam- tökum kvenna og er hún ritari félagsins, Vigdís Finn- bogadóttir, cand. mag., Bríet Héðinsdóttir, stud. mag. og frá Akureyrardeiid M. F. Í.K. Steinunn Bjarman, frá Mæðrafélaginu Ragnheiður E. Möller, varaformaður, frá Kvcnfélagi Sósíalista Friðrikka Guðmundsdóttir. Hér á eftir birtist ávarp til þingsins frá íslenzka full- trúanum, Guðrúnu Einarsdóttur. Oóðir áhcyrendur. Enn einu sinni mætum við konur til heimsþings. Sameinaðar eru konur geysilegt afl, sem miklu fá á- orkað. Verkefnin eru óþrjótandi, og við komum hér saman til að skiptast á skoðunum, til að miðla hver annarri af reynslu okkar og til þess að öðlast nýjan kraft til frekari átaka, hver á sínu sviði, þegar heim er komið. Til þings erum við mættar sex fslenzkar konur, og vil ég fyrir okkar hönd þakka, að okkur gafst tækifæri U1 þess að sitja þetta þing. ísland er lítið land og þjóðin er fámenn, en hún á sér þúsund ára gamla sögu og mcnningu. Þessari mcnningu viljum við ekki glata. Það er þvf hryggðar- efni öllúm sönnum Islendingum, að f landi þeirra skuli dveljast erlendur her. Þeim er ljós sú menningar- GuÖrún Einarsdóttir. lega og efnahagslega hætta, scm lílilli þjóð eins og okk- ur hlýtur að stafa af setu erlends hers í landinu. Eink- um óttast þeir um vclferð æskunnar og ungu kynslóð- arinnar. Félag mitt, Menningar- og friðarsamtök fslenzkra kvenna, sem er deild úr Alþjóðasambandi lýðræðis- sinnaðra kvcnna, var stofnað 1951, sama árið og lier- itin kom til landsins. Frá upphafi hefur það verið liöf- uðmál á stefnuskrá félagsins að beita sér fyrir því, að hinn erlendi her hverfi brott úr landinu. Félagið hefur æ ofan í æ sent áskoranir til Alþingis þar að lútandi og stutt 1 hvfvetna hverskonar viðleitni f þá átt. Enn Melkorka 87

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.