Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 8
'rithöfundur. Gösta Berlings saga var svo
töfrandi, litrík og ljómandi, persónulýsing-
arnar í lienni svo sérkennilegar og heil-
steyptar að þeim var ekki hægt að gleyma.
En það var ekki vonum fyrr, sem bækur
hennar voru þýddar á íslenzku. Man ég ó-
ljóst eftir að Mýrarkotsstelpan kom neðan-
máls í ísafold í þýðingu Björns Jónssonar
ritstjóra. Jerúsalem kom svo ekki fyrr en
1915—1916 út í þýðingu Bjargar Þ. Blöndal
í tveimur bindum, sitt bindið hvort árið.
En löngu áður, eða um aldamótin, þýddi
hún Inngánginn að Gösta Berlings sögu og
kom hann út í Eimreiðinni. Svo var það
ekki fyrr en 1940 að Gösta Berlings saga
kom öll út í íslenzkri þýðingu Haralds Sig-
urðssonar, bókavarðar.
Nokkrar fleiri af bókum Selmu Lagerlöf
liafa verið gefnar út í íslenzkri þýðingu og
m. a. Föðurást í þýðingu Björns Bjarnason-
ar frá Viðfirði.
En helgisögurnar Irennar, ævintýrin og
smásögurnar mæta okkulr næstum [þVí á
hverjum jólum í blöðum og tímaritum okk-
ar. Þessar sögur og ævintýri eru jafn hug-
ljúf börnum sem fullorðnum. Yfir þeim
hvílir svo undursamleg ró og mildi, samt
er alltaf eitthvað að gerast, eitthvað stórt og
oft hrikalegt, óvanalegt og ævintýralegt sem
vekur eftirvæntingu, þar sem höfundurinn
lciðir mann inn í völundarhús mannlegra
örlaga. En alla linúta og flækjur leysir þessi
mikla skáldkona af þolinmæði og varfærni
með mjúkum höndum konunnar og hóg-
værð hjartans.
Þegar maður horfir yfir blikandi vötnin
í Svíþjóð á sólbjörtum sumardegi hvarflar
manni í hug glampandi ljóminn, sem end-
urspeglar fegurðina í skáldskap Selmu
Lagerlöf. En spegilslétt vötn geta líka átt
úfnar öldur og jafnvel í hinu bjartasta sól-
skini varpa þéttir runnar skuggum yfir sól-
glit tærra vatna, er spegla björt ský og bláan
himin í djúpi sínu. Með slíku svipmóti hafa
mér fundizt verk hennar vera.
Skáldkonan, sem fékk bókmenntaverð-
F.iiin af fremstu listamönnum þjóÖ-
arinnar, Sigurjón Ólafsson mynd-
högguari, varÖ nýlega fimmtugur.
Hér birtist eitt af verkum hans:
MaÖur og kona.
laun Nóbels árið 1909 fæddist fyrir 100 ár-
um. Og í meira en hálfa öld liafa bækur
hennar verið lesnar af öldnum sem ungum
um allan hinn menntaða heim og þýddar á
fjölmörg tungumál. Hér á íslandi held ég
að bækur hennar hafi verið meira lesnar á
fyrri tugum aldarinnar en nú. Má vera að
það sé vegna þess að tiltölulega fleiri liafi
þá lesið Norðurlandamálin en nú, þar sem
unga fólkið hefur lagt meiri áherzlu á
enskunámið í seinni tíð. Samt trúi ég því
varla að til sé nokkurt barn hér á landi, sem
annars hefur lært að lesa, að það hafi ekki
lesið eftir hana eitthvert ævintýri eða helgi-
sögu.
Og nú um þessar mundir er Þórunn Elfa
Magnúsdóttir, rithöfundur, að lesa Föður-
ást Selmu Lagerlöf í Ríkisútvarpið og geta
þeir nú hlustað, sem áhuga hafa að kynn-
ast stærstu og mikilvirkustu skáldkonu
Norðurlanda.
80
MELKORKA