Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 22

Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 22
þeirra skínandi hvítar í eldsbjarmanum og þeir réðust á hann. Hann fann að einn þeirra beit hann í fótinn, og annar í höndina og hinn þriðji beit hann á bark- ann. En skoltur og tennur hundanna hlýddu þeim ekki, og þeir gerðu manninum ekki hið minnsta mein. Nú ætlaði maðurinn að halda lengra áfram, til þess að ná því, sem hann var að leita að, en kindurnar lágu svo fast hver við aðra með bökin saman, að hann komst ekki áfram. Þá sté maðurinn á bök kindanna og gekk á þeim að eldinum. En ekki ein einasta þeirra vaknaði eða hreyfði sig.“ Öllu þcssu hafði amma fcngið að segja frá óhindrað, en nú gat ég ekki á mér setið að grfpa fram í fyrir henni: „Hvers vegna gerðu þær það ekki, amrna." spurði ('-g- „Það færðu að vita bráðum," svaraði amma og hélt áfram með söguna. „Þegar maðurinn var rétt kominn að eldinum leit liirðirinn upp. Þetta var gamall maður, harðlyndur og óvingjarnlegur og vondur við alla menn. Og þegar hann sá ókunnugan mann nálgast, greip hann langan, hvass- an broddstaf, sem hann var vanur að styðja sig við þegar hann rak féð á beit, og henti honum í hann. Og broddstafurinn þeytlist hvfnandi beint á móti mann- iunum; cn áður en hann sncrti hann, fór hann til hlið- ar og þaut framhjá honum langt út á akur." Þegar amma var komin hingað tók ég á ný fram f fyrir licnni: „Amina! Hvers vegna gat stafurinn ekki hæft hann?" Og cnnþá svaraði amma ckki spurningu minni, en hélt áfram sögu sinni. „Nú kom maðurinn til hirðisins og sagði við hann: „Æ! hjálpaðu mér og lofaðu mér að fá hjá þér dálft- inn eld! Konan mín ól nýlega barn, og ég verð að fá eld til þess að ylja hcnni og barninu." Hirðirinn hafði helzt löngun til að segja nei, en er hann minntist þess, að hundarnir höfðu ekki getað gcrt manninum mein, kindurnar höfðu ekki hlaupið undan honum og að broddstafurinn hans hafði ekki liitt hann, þá varð hann undarlega hræddur og þorði ekki að neita honum um það, sem hann óskaði eftir. „Taktu eins mikið og þú þarfnast," sagði hann við manninn. En eldurinn var næstum útbrunninn. Það var ekki einn einasti kvistur cftir, aðeins stór haugur af glóð, og ókunni maðurinn hafði hvorki skúffu eða skóflu, sem hann gæti borið f glóandi kolin. Þegar hirðirinn tók eftir þvf sagði hann. „Taktu eins mikið og þú þarfnast!" og hló í hjarta sínu yfir því, að maðurinn gæti þrátt fyrir það engan eld feng- ið. En maðurinn beygði sig niður, safnaði kolaglóðinni upp úr öskunni með berum höndum og lagði f höfuð- fat sinn. Og glóðin brenndi ekki hendur hans, er hann snerti hana, né sveið höfuðfat hans, en maðurinn bar liana burtu, eins og það hefðu verið epli eða hnetur." En nú var sögukonan trufluð í þriðja sinn. „Amma! Hvers vegna brenndi glóðin ekki manninn?" „Þegar nú hirðirinn, sem bæði var geðillur og vond- ur madur, sá allt þctta, spurði hann sjálfan sig undr- andi: „Hvers konar nótt er þetta eiginlega, fyrst hund- arnir bíla ekki, spjótið drepur ekki og eldurinn brennir ekki?" Hann kallaði aftur á ókunnuga manninn og sagði við hann: „Hvers konar nótt er þetta? Og hvers vegna sýna allir hlutir þér miskunnsemi?" Þá svaraði maðurinn honum: „Ég get ekki sagt þér það, ef þú getur ekki séð það sjálfur." Og hann reyndi að flýta sér burt, cins fljótt og hann gat, til þess að veita konu sinni og barni hlýju. En hirðirinn sagði við sjálfan sig, að hann vildi ekki ínissa sjónir af þessum manni fyrr en hann fengi vitn- eskjti um, hvað allt þetta ælti að þýða. Hann stóð upp og fylgdi manninum eftir, unz hann var kominn þang- að, sem hann álli heima. Þá sá hirðirinn að maðurinn átti ekki einu sinni hreysi yfir höfuð sér, en varð að lála konu sína og barn liggja í fjárbyrgi, þar scm ekkert var inni annað cn berir grjótveggir. Og hirðirinn hugsaði með sér, að þetta vcslings sak- lausa barn myndi máski deyja af kulda þarna ( hell- inum, og þrátt fyrir ]>að, að hann var grimmur mað- ui, varð hann hrærður og datt í hug að lijálpa barn- inu. Og hann tók malpoka af herðum scr og úr honum dró haun hvítt og mjúkt gæruskinn, rétti ókunnuga manninum og sagði, að hann skyldi láta barnið sofa á því. En á sama augnabliki og hann komst að raun um, að hann gæti sýnt meðaumkun, opnuðust augu hans og hann sá það, sem hann aldrei áður hafði getað séð, og liann lieyrði |)að, sem hann aldrei áður liafði getað heyrt. , Hann sá, að umhverfis hann stóð þéttur hópur af litlum englum nicð silfurhvíta vængi, og sérhver þeirra hélt á hörpu í hendi sér, og allir sungu þeir hárri röddu, að í nótt væri frclsarinn fæddur, hann, sem myndi frelsa heiminn frá öllum syndum. Þá skildi hann, hvers vegna allir voru svo ánægðir í nótt, að þeir vildu ekki gera neitt illt. Og það var ekki einungis umhverfis hirðinn sem cnglarnir voru; alls staðar, hvert sem hann leit, sá hann þá. Þeir sátu inni í byrginu, og þeir sátu fyrir utan á fjallinu og þeir flugu í loftinu. Þeir komu gang- andi í stórum hópum eftir veginum og þegar þeir komu að byrginu, stönzuðu þeir til að lfta á barnið. Það var svo óendanleg dýrð og gleði og söngur og dans, og allt þetta sá hann um koldimma nótt, þar sem hann áður hafði ekki getað aðgreint neitt. 94 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.