Melkorka - 01.11.1958, Blaðsíða 16
Nokkrir julltrúar jrá j)inginu. Yzt
til hœgri er Carmen Zonti, fram-
kvamdarstjári alþjóðasambandsins
hefur árangur ekki náðst, en við munum aldrei linna
liaráttunni fyrr en lausn er fengin.
Eins og nafn félagsins, M.F.Í.K., bendir til, hefur það
einnig á stefnuskrá sinni menningar- og friðarmál al-
mennt og hefur eftir mætti beitt sér fyrir þeim málum.
Það hefur stutt konur í ýmsum baráttu- og réttinda-
inálum þeirra. I>að knúði fram á Alþingi 1955 ásamt
Ma:ðrafélaginu, Kvenfélagi Sósíalista, Kvenréttindafélagi
Islands og varkamannasamtökunum, að almannatrygg-
ingarnar héldu áfram að greiða föðurmeðlög með ó-
skilgetnum börnum og börnum fráskilinna hjóna.
Mæðrafélagið og Kvenfélag Sósfalista hafa að ýmsu leyti
sömu mál á stefnuskrá sinni og við, nema hvað Kven-
félag Sósfalista cr pólitfskt félag. Baði þessi félög eiga
fulltrúa á þessu þingi.
Meðal annarra mála, sem M.F.Í.K. hefur einkum
látið til sfn taka, má nefna ítrekaðar áskoranir til Al-
þingis um sömu laun fyrir sömu vinnu og um sérskött-
un hjóna. Launajafnrétti er að vísu lögfest, en er ekki
ennþá komið til framkvæmda.
Frá því að M.F.Í.K. var stofnað hefur það á ári
hverju haldið borgarafundi, þar sem fluttir hafa verið
fyrirlestrar um ýmis menningarmál, uppeldismál, frið-
armál, kjarnorku o. fl. Ennfremur hefur félagið ásamt
Mæðrafélaginu beitt sér fyrir undirbúningi að stofn-
un tómstundaheimilis fyrir unglinga. Á alþjóða vett-
vangi hefur M.F.Í.K. jafnan mótmælt vopnaburði, vetn-
issprengjuframleiðslu og pólitískum ofsóknum gegn ein-
staklingum. Má í því sambandi nefna mótmæli gegn
vopnaðri fhlutun Sovétríkjanna í Ungverjalandi og inn-
rás Breta og Frakka f Egyptaland, og inótmæli gegn
aftöku Alsírstúlkunnar Djamlla Bouhired.
Flvar á jörðu, sem við búum, og hvar í flokki, scnt
við stöndum, hlýtur baráttau fyrir friði að vcra okkar
samciginlega áhugamál. OU gæfa mannkynsins, bor-
inna og óborinna kynslóða, byggist á friði á jörðu. Við
viljum ekki stríð, við viljum ckki að mesta vísindaaf-
rek mannanna, beizlun kjarnorkunnar, sé notað til tor-
tímingar mannkyninu sjálfu. Við íslendingar höfum
ætfð verið friðar- og frelsisunnandi þjóð. En nú hefur
landið okkar dregizt inn í hernaðarbandalag stórþjóða.
Erlendur her er staðsettur í þéttbýlasta hluta landsins,
50 km. frá höfuðborginni. Samkvæmt rannsóknum mun
ísland vera annað eða þriðja í röð þeirra landa, þar
sem mest hefur fallið af geislavirku ryki. Margt bend-
ir til þcss, þótt ekki séu beinar sannanir fyrir hendi, að
það sé þegar farið að hafa sfn áhrif.
Við setningu þessa þings minntumst við annars há-
tíðadags, hins alþjóðlega hainadags. Það fer vel á því.
Það eru einkum börnin okkar, sem við höfuin í huga.
þegar við berjumst fyrir friðarmálum. ísland hefur átt
sinn ciginn barnadag í áratugi, sumardaginn fyrsta. Það
er löggiltur helgidagur, og þá er safnað fé til styrktar
velferðarmálum barna. ,
Góðir áheyrendur, ég veit, að ekki þarf að eggja ykk-
ur. En við skulum aldrei linna baráttunni fyrir friðn-
um, fyrr en sigur er unninn. Þvf að hvers virði eru öll
gæði jarðarinnar, ef ekki fæst friður til að njóta þeirra?
88
MELKORKA