Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 9

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 9
mjúku þokuhafi. Þessi gullni risafjallgarð- ur er eins og landamæri annars heims. Hér er mikið af Tíbet- og Nepalfólki í þjóðbúningum sínum og ber margt undar- legt fyrir augu, maður sér menn berfætta en með þykkan trefil bundinn fyrir munninn og lambhúshettu á höfði. Hér er allt borið í böggum á baki en burðarólin liggur um ennið svo allur þunginn kernur á höfuð og háls. Ég hef mætt aragrúa af fólki. Ég Iief séð mikil auðæfi og himinhrópandi fátækt. Ég hef séð hin tröllauknu musteri Indlands — ógnþrungin trú allsráðandi hjá fjöldanum enn í dag — á meðan slík trú hefur tök á fólkinu verður framfarabrautin erfið í Ind- landi. Því fólkið sjálft óskar jafnvel ekki bættra lífskjara. Ég hef séð þorp hinna ó- snertanlegu og þúsundir heimilislausra sof- andi á götum stórborganna og alla þá sem gera ekkert bara sitja og liggja í brennandi sólinni og láta lífið líða hjá í algjörðu alls- leysi. Slíkt er þraut á að líta hvað þá að lifa það. Ég hef heyrt framandi tóna frá marg- víslegunr hljóðfærum og langdregna söngva sem stundum hljóma eins og andvörp og stunur hvíldarlausra sálna frá öðrum heimi. Ég Iief séð margbrotna musterisdansa og lit- ríka þjóðdansa, liallir og musteri, högg- myndir og málverk, það sem er og það sem var. En hvað kemur? Hvað? Ég kom til Ceylon hinnar grænu para- dísar þar sem móðir náttúra gefur af slíkri ofurgnægð að allt virðist næstum lostafullt af grósku. Fornminjar eru þar miklar, sem íbúarnir eru mjög stoltir af. Ég kunni ekki við mig á Ceylon, ég hef hvergi hitt fólk sem er eins gráðugt í peninga ferðalangsins. í Bangkok sá ég skrautlegustuog litskrúð- ugustu musteri sem ég hef séð. En minnis- stæðast er mér fljótið, sem er lífæð borgar- innar en út frá því ganga ótal vatnavegir. Bangkok hefur verið kölluð Feneyjar Aust- urlanda. Ég var stödd einn morgun á fljót- inu við sólarupprás og sá þegar það er að vakna. Hús eru byggð á stólpum meðfram GuÖamyndirnar miklu í Ankor Tom. fljótinu og ótal hliðarskurðum. Fólkið þvær sér, burstar tennurnar, hellir skólpi og skarni, allt í sama kolbrúna fljótinu. Bátar stórir og smáir hlaðnir vörum á leið á rnark- að, flest eintrjáningar róið með einni ár. Gulklæddir munkar í smákænum renna upp að þrepum húsanna og rétta fram betli- skálar sínar og allir fá þeir mat og meira að segja standa konurnar tilbúnar á pöllunum er þær sjá þá koma. Þetta mikla fljót hefur sitt ei£>ið sérstaka líf. O Ég fór til Cambodia og sá mustera-borg- irnar miklu í Angkor, þar sem liðin menn- ing talar til okkar yfir tímanna haf á því máli sem allar þjóðir allra tíma geta skilið — máli listarinnar. Brot mikillar sögu sem frumskógarnir huldu um margar aldir for- vitnum augum. í Cambodia skeði sitt af lrverju heldur um of taugaæsandi. Þar varð ég fórnarlamb í landamæradeilu; að standa ein á landa- mærabrú, vera komin út úr öðru landinu en fá ekki inngöngu í hitt, af því þeir hafa lokað landamærunum, var satt að segja mið- ur skemmtilegt, en að lokum fékk ég að fara aftur til baka inn í Cambodia og varð að bíða þar í viku áður en ég komst aftur Framh. á 94. bls. MELKORKA 73

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.