Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 15
Viktoria Halldórsdóttir frá Stokkseyri átti sjötugs afmæli 8. ágúst síðastliðinn og hélt Kvenfé- lag Stokkseyrar henni veglegt samsæti í tilefni afmælis- ins. Viktoría hefur verið formaður félagsins um langt skeið og beitt sér fyrir ýmsum framfaramálum staðar- ins. Hún er ein af stofnendum Menningar- og friðar- samtaka kvenna og var hún fyrsti formaður þeirra. Viktoría er heitur hernámsandstæðingur og hefur skrif- að ótal blaðagreinar um þau mál. heyrandi, þá brá mér all ónotalega. Mér datt í hug, að það hlyti að hafa farizt ríflegur hluti af fiskiflotanum eða farþegaskipunum, eða hrapað flugvél, nema allt þetta væri. Þegar ég kom nær og sá að ekki var annað stórkostlegra um að vera en það, að teknir höfðu verið af lífi tveir stjórnmálamenn í útlandinu létti mér tals- vert, og má hver lá mér það sem vill. Enginn má |>ó taka orð mín svo, að ég sé að mæla dauðarefsingu bót, þvert á móti, ég tel það einn svart- asta blettinn á menningu 20. aldarinnar að þjóðfélögin skuli refsa rnönnum með því að svipta þá lífinu. En ég vil láta meta líf hvers einstaklings jafn hátt hvort sem hann er austan eða vestan hins svo nefnda járntjalds. Það hefur ætíð verið aðalsmerki okkar íslendinga að hafa hvorki her né dauðarefsingu. Það mætti þv( ætla að við bærum meiri virðingu fyrir mannslífinu en aðrar þjóðir, enda mun J>að vera svo, að t. d. morð eru miklu fátíðari hér en með öðrum Jrjóðum. í 19 ár höfum við búið við erlenda hersetu í landi okkar. Þjóðin liefur þolað það með Liltölulegu jafnaðar- geði að herliðið hreiðraði hér um sig og seildist til æ fleiri staða og gerði þá að víghreiðri. Þcgar valdhaf- at nir voru að fá fólkið til að fallast á að lrafa hér her á friðartímum sögðu þeir að Rússar væru gráir fyrir járnum og ætluðu að leggja undir sig hciminn. Því væri bráð nauðsyn að fá hingað nokkra Ameríkana til að vernda okkur fyrir þeirri skelfingu. Og sjá, J>essu var trúað. Það var nú í þá daga, nú hcld ég ekki að neinum detti í hug að bera þetta á borð lengur, hvað þá að nokkur fyrirfinnist sem í alvöru trúi því. En hvað um Jrað, tilganginum er náð. í dag stöndum við andspænis þeirri staðreynd, að hafa alið upp heila kynslóð af ungu fólki, sem ekki hefur kynnzt landi sínu öðruvísi en hersetnu. Sú kyn- slóð liefur eðlilega annað sjónarmið á ýmsum málum, setn liersetuna varða en við. Henni hættir til að líta meira á þann stundargróða, sem henni finnst vera af veru setuliðsins hér, en J>á tortýmingarhættu sem það bakar okkur. Æskunni hættir jafnvel til að finnast það hálfgerð sérvizka úr okkur að vilja losna við herinn. Þessi hugsunarháttur er ákaflega skaðlegur. Við, sem gerum okkur ljósa þá hættu senr af hersetunni stafar, verðum að vekja þá þjóðerniskennd og manndáð í brjósti ungu kynslóðarinnar, að hún vilji búa einbýli í landi sínu og hyggist ekki að byggja afkomu sína á fjármagni, sem erlent herlið færir inn í landið. Jafnvel J>ó að við séum svo bjartsýn að við trúum því að frið- aröflum heimsins takist að koma í veg fyrir styrjöld. Það er heilög skylda okkar að gæða æsku þá er við tek- ur af okkur, þeim siðferðisstyrk að hún sé þess megn- ug að mæta atburðum líðandi stundar hverju sinni með opnum augum og meta hverja staðreynd eins og hún er í raun og veru, en láti ekki blindast af þvf blekkingarmoldviðri, sem þyrlað er upp, til þess að við sjáum hlutina í annarlegu ljósi. Það er heilög skylda okkar friðsömu, vopnlausu, íslenzku þjóðar, að taka höndum saman við þau öfl f heiminum, sem vilja vinna að varðveizlu friðarins. Hvar sem rödd íslands hljómar á alþjóðaþingum, skul- um við krefjast þess, og fylgja þeirri kröfu eftir með öllum þeim áróðri sem við höfum yfir að ráða, að hún hljómi ætfð í baráttu lífsins gegn dauðanum. MELKORKA 79

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.