Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 10
JÚLÍANA sjötug Júlíana Sveinsdóttir, listmálari, er Vest- mannaeyingur, fæddist þar 31. júlí árið 1889, og varð því sjötug á síðastliðnu sumri. Foreldrar hennar voru Sveinn Jónsson, tré- smíðameistari í Eyjum og Guðrún Runólfs- dóttir, eiginkona hans. Júlíana nam málaralist við listaháskól- ann í Kaupmannahöfn á árunum 1912— 1917, og tíu árum síðar var hún við nám á freskóskóla sömu stofnunar. Að því loknu fór hún námsferðir til Þýzkalands, Ítalíu og Frakklands. Júlíana nýtur mikils álits sem listamaður á Norðurlöndum, ekki hvað sízt í Dan- mörku, þar sem henni hafa hlotnazt helztu verðlaun og virðingarmerki, er myndlistar- mönnum eru veitt þar í landi. Má þar til nefna Alfred Benzons verðlaunin, Tage Brandts ferðastyrk og Eckersberg medalí- una. Þá hefur hún og gegnt fjölda trúnað- arstarfa í Danmörku. Kann ég þar helzt til að nefna, að hún hefur setið árum saman í ráði listaháskólans, í stjórn Charlottenborg- arsýningarinnar og í stjórn Listakvennafé- lagsins. Auk þess hefur hún átt sæti í dóm- nefndum, bæði Charlottenborgarsýning- anna, Haustsýninga listamanna og ýmsra listiðnaðarsýninga. Mörg listasöfn eiga myndir eftir Júlíönu. Veit ég um myndir hennar í þessum söfn- um, t. d. Ríkislistasafninu danska í Kaup- mannahöfn, listasafninu í Álaborg, Vejle og Tönder, og að sjálfsögðu í Listasafni ríkis- ins í Reykjavík. Um það leyti sem Júlíana leggur inn á þá erfiðu braut að skapa listræn verk, má segja að myndlist hafi varla verið til á ís- landi. Hún er því í hópi helztu brautryðj- 74 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.