Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 20

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 20
GRETHE BENEDIKTSSON: ^reufugar jólagjaf ir Prjónað herSasjal 300 gr. ullargarn, prjónar nr. 10 (8 lykkjur og 12 umferðir mælist 10 sinnum 10 sm.). Munstur (lykkjufjöldi deilanlegur mcð 2, allar um- ferðir eru eins): * bregðið um prjóninn, bregðið 2 lykkjum saman*, endurtakið frá * til *. Fitjið upp 50 lykkjur, prjónið 1,30 metra í munstri, fellið af (lykkjurnar eru prjónaðar sléttar). Hafið kögr- ið dálítið ólitlegt, notið 38—40 srn. þræði og linýtið fjóra og fjóra þræði saman. Lítil nátttreyja Efni 175 gr. Bambi garn, prjónar nr. 2/2 og 5. Munstur (lykkjufjöldi deilanlegur með 8): 1. umf.: 8 sl., 8 br. 2. — 8. umf.: brugðið yfir brugðið, slétt yfir slétt. — 9. umf.: * setjið 4 lykkjur á hjólparprjón, hafið hann framan við prjónið, 4 sl., prjónið lykkjurnar 4 á hjálparprjóninum sl., 8 br. * — 10. umf.: sl. yfir br., br. yfir sl. — 11.—18. umf.: sl. yfir sl., br. yfir br. — 19. umf.: * 8 br., 4 lykkjur á hjálparprjón, 4 sl., lykkj- urnar á bjálparprjóninum prjónaðar sl. * — 20. umf.: br. yfir sl., sl. yfir br. Fitjið upp 82 lykkjur á prjónum nr. 2i/2 og prjónið 8 sm. stuðlaprjón (1 sl., 1 br.). Skiptið um prjóna og aukið í í hverri lykkju (164 lykkjur). Prjónið munstrið, nema byrjið og endið allar umferðir á 6 sléttum lvkkj- um (garðaprjón). Fellið af 78 lykkjur eftir alls 30 sm. prjón (í hálsmál) og prjónið áfram um 15 sm. á lykkj- unum sem eftir eru (80 lykkjur); nú er aftur fitjað upp, sömu mcgin og fellt var af, 78 lykkjur, og prjónað eins langt og á sama hátt og áður. Eftir 8 sm. stuðla- prjón er fellt af. Brydding í hálsmálið: fitjið upp 15 lykkjur á prjón- um nr. 5, prjónið garðaprjón um 40 sm., fellið af. I’essi ræma er brotin langsum og saumuð við bálsmál- ið, silkiborði dreginn í gegn. Loksins eru „ermarnar" saumaðar saman, ]>að er að segja stuðlaprjónið hvoru megin. 84 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.