Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 18
ekki um, að þið getið flestar dæmt um það af eigin raun hversu fjölskyldustörf hús- móðurinnnar kalla mjög á krafta hennar ó- skipta og hversu óhægt henni má vera að sinna listrænum hugðarefnum, eða vera þátttakandi í sviptingum þjóðfélagsmála og vandamálum umheimsins. Starf lmsfreyju, móður og eiginkonu verður alltaf að miklu leyti fórn, sem að vísu er oftast færð af ljúfu geði. En því verður ekki neitað, að sú kona, sem verður að láta sín listrænu hugðarefni mæta afgangi vegna bindandi skyldustarfa, færir í rauninni stærri fórn en nokkur önn- ur. Sú kona, sem í eðli sínu er skáld og list- unnandi, lifir að sjálfsögðu marga unaðs- stund með sjálfri sér, umfram það sent öðr- um veitist. En það eru einnig mikil líkindi til þess, að mörg sú reynsla, sem venjulegu hvers- dagsfólki verður léttbær og það tekur sem sjálfsagðán hlut, verði, eða geti orðið þung og langvinn raun þeim, sem gæddur er næmleikakennd skáldsins og listamannsins. Það er nú einu sinni svo, að skáld eru ekki í einu og öllu sem annað fólk, og ríki þeirra er ekki að öllu leyti af þessum heirni, ef svo mætti segja. Þessvegna hefur Laxness lagt skáldinu Ólafi Kárasyni þessi orð í munn í bókinni um Ljósvíkinginn: ,,Að vera skáld, það er eins og að vera gestur á fjarlægri strönd, þangað til maður deyr.“ . . . Frásögn ungrar móður um barnsmeðlög og fleira Hjá mér situr ung móðir, hún er ógift með tveggja ára telpu á framfæri; af skilj- anlegum ástæðum vill hún ekki láta nafn síns getið, en segir að vandamál hennar sé vandamál svo margra annarra stúlkna jafn- framt, svo það sé eflaust rétt að reyna að ræða það meira en gert hefur verið hingað til opinberlega, ef vera mætti að það gæti leitt til nokkurra úrbóta. Hún segir: Barn einstæðrar móður hefur nokkra sérstöðu uppeldislega séð borið saman við hjóna- bandsbörn. Flestir hugsa víst lítið um lífs- kjör sílks barns, finnst það vera eingöngu á ábyrgð móður, þetta kemur glöggt fram í viðhorfi þjóðfélagsins til svokallaðra lausa- leiksbarna. Barnið er auðvitað afkvæmi sinnar móður og föður, en jafnframt barn fjölskyldu sinnar og þjóðfélags, því auðvit- að byggir einstaklingur upp þjóðfélagið. Þessi börn fara oftast á mis við föðurum- hyggju og meira að segja þann sjálfsagða hlut að þekkja föður sinn. Margir feður sýna tilfinningum barnsins síns ekki þá virðingu að leyfa því að þekkja sig, og van- rækja þau á alla vegu, borga aðeins meðlag- ið vegna milligöngu Trygginganna. Og það má segja að föðurmeðlagið sé lágmarksmeð- lag, sennilega miðað við það, að bæjar- eða sveitarfélagið geti borgað kostnaðinn, svík- ist faðirinn undan skyldunni. Móðirin á ein að annast barnið og með sínu mánaðar- kaupi, sem oftast mun vera um 3000 krónur eða 3200 kr., að skapa því heimili, afla því sómasamlegs viðurværis, tryggja ör- yggi barnsins meðan hún sjálf er að vinna, og ef hún er ekki í þeirri aðstöðu hjá fjöl- skyldu sinni, að henni sé hjálpað verður hún að taka leiguíbúð, sem vandkvæði er á að fá og kostar mikinn pening. Og hafi hún ekki þær peningalegu aðstæður í upphafi, 82 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.