Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 21

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 21
Köflótt herðasjal Þetta sjal er fyrst heklað í einföklu munstri, síðan er drcgið í garn langsum. Notið frekar þykkt garn; þrjú bil í munstri og þrjár umferðir eiga að mælast 2,5 sm. á hvora hlið, en stærð sjalsins verður þá 75 sm. á breidd, 175 sm. á lengd, án kögurs. Heklunál nr 2i/2, garn: litur A — 225 gr. (9 únsur), B — 255 gr. (9 únsur), C — 56 gr. (2 únsur). Það mætti t. d. hafa dökkgrænt, brons og svart garn, en litirnir verða auðvitað að samsvara litum kjólsins, sem á að nota sjalið við. Byrjið á því að hekla 166 keðjulykkjur (KL). 1. umf.: 1 hálfstuðull í 6. KL frá nálinni (hálfstuðull (hst): bregðið garninu urn nálina, stingið nálinni í gegnum KL, bregðið um nálina og dragið garnið í gegnum allar þrjár lykkjur í senn), *1 KL, hlaupið yfir 1 lykkju, 1 hst i næstu KL*, endurtakið frá * til *, 4 KL, snúið við (81 bil). 2. umf.: hlaupið yfir 1 lykkju, * 1 hst í næstu hst, 1 KL *, endurtakið og endið á 1 hst í aðra KL, 4 KL, snúið við. Haldið áfrarn að hekla 2. umferð. Röðun litanna: 4 umferðir með lit A, 1 með B, 4 með A, 4 með B, 1 með C, 4 með B. Heklið þessar 18 um- ferðir alls 11 sinnum, þvf næst 4 A, 1 B, 4 A. Slítið bandið. Pressið sjalið vel og leggið það flatt á borð. Tak- ið 4,5 metra langan spotta, hafið hann tvöfaldan og dragið hann i sjalið næst jaðrinum með því að stoppa upp og niður í bilin; hafið jafnlanga spotta afgangs í hvorn enda. Litirnir eins og áður. Búið til kögur með því að hnýta spoltana, 10 við jaðrana, annars 8. Jafnið endana. MELKORKA 85

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.