Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 26

Melkorka - 01.12.1959, Blaðsíða 26
Leikur hugsaði sig um og mælti síðan til að reyna að hugga móður sína. „Ami, þú ert snillingur að vefa og mynztrin í myndvefn- um þínum eru eins og lifandi. Hvers vegna vefurðu ekki eftir þessari mynd. Ef þú hef- ur liana stöðugt fyrir augum þér er næstum því eins og þú eigir lieima á svona stað. Tanpa hugsaði sig um andartak, beit á vörina. „Þú hefur rétt. að mæla,“ sagði hún. „Það er engin önnur leið, ég verð að vefa svona mynd eða ég spring af harmi.“ Hún fór og keypti silki í öllum regnbog- ans litum, setti vefstólinn upp og tók að vefa myndina. Hún óf stöðugt dag eftir dag og mánuð eftir mánuð. Limi og Litningur voru mjög gramir við móður sína og ef satt skal segja gekk það svo langt að þeir stjökuðu liöndum hennar frá vefstólnum og tautuðu. „Þú vefur alla daga en selur aldrei neitt. Lifir áhyggjulaus á Jreim hrísgrjónum sem við kaupum fyrir það sem við innvinnum okkur í skógar- höggi. En við erum orðnir langþreyttir á því að höggva skóg.“ En Leikur andmælti þeim. „Látum Amí vefa fallega sveitasetrið sitt, ella brestur hjarta hennar af harmi. Finnist ykkur skóg- arhöggið of þreytandi skal ég taka að mér að höggva það sem dugar til að framfleyta heimilinu." Og upp frá þessu lifði öll fjölskyldan á viðarhöggi hans. En hann varð að þræla nótt og dag. Tanpa hélt áfram að vefa alla daga og allar nætur. Á næturnar brenndi hún furu- greinum til að geta séð til, en reykjarsvælan var svo mikil af þeim að augu hennar urðu þrútin og blóðhlaupin. En samt kom henni ekki til hugar að liætta. Það leið eitt ár og tár hennar tóku að hrynja á vefinn. Úr Jieim óf hún silfurtæra á og litla kringlótta fiskitjörn. Tveim árum síðar féllu blóð- dropar úr augum hennar niður á vefinn, en úr þeim óf hún skínandi rauða sól og litrík blóm. Tanpa óf og óf. Að þremur árum liðnum hafði hún lokið verkinu. Ó hversu fagur var þessi dúkur í chuang- myndvefnaði! Þarna var allt saman: Reisulegar bygg- ingar með blá-tigluðum þökum, grænum veggjum, rauðum súlum og gulum inn- gangsdyrum. Fyrir framan liúsið var undur- fagur blómagarður þar sem fegurstu blóm breiddu út krónur sínar og gullfiskar fóru sporðköstum í einni tjörn. Til vinstri var aldingarður, þar sátu ólíkustu fuglar í trján- um og greinarnar svignuðu undir rauðum og gulum aldinum. En hægramegin var matjurtagarður og stóðu þar grænar og gul- ar nytjajurtir í mikilli gnægð. Bak við hús- in var víðáttumikið afgirt graslendi, þar sást kvikfénaður og nautpeningur á beit og liænsni og endur vöppuðu um og tíndu orma. Á enginu sáust fjárkvíar, fjós fyrir nautgripi og kofar fyrir hænsni og endur. Neðan við hæð skammt frá heimahúsunum teygðu sig breiðir og gullnir maís- og hrís- grjónaakrar. Og fyrir framan íbúðarhúsin streymdi tær á og rauð sól skein í heiði. „Ó, hvað Jretta er fallegt!“ hrópuðu allir bræðurnir. Tanpa teygði úr sér og strauk yfir rauðþrútin augun. Það lék bros um varir hennar sem varð að fagnandi hlátri. En allt í einu skall á snörp vestan vind- kviða. í einu vetfangi fauk myndvefurinn út um dyrnar og upp í loftið beint til aust- 90 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.