Valsblaðið - 01.05.2005, Page 8

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 8
9 mUiftmJi fornieim Knatispyniuféhigsins Vals fagna /n ícii) liaiétekid fyrstu skófiustunguna aó i niannvirkjuiii ad Hlídaieiuht á luílidársanikoinu 15. jiiní 2005. Frá vinstri: Grímur Sœmurídsen f frá 2002. Peitir Sveinhjarnarson I9SI-I0S7, Þórdur Þorkelsson 1970-1974. Ægir Ferdinaiufísoi og 1975-1976. Siguróur Ólafsson 1946. Jóliann Eyjólfsson 1950-1951 og 1966. Jón Giinnar Zoe Reynir Vignir 1994-2002 og Bergur Gnóiuison 1977-1980. * Finiitir K knattspyrnukonur Vals að þreyja þorrann á næstu leiktíð, eins og vikið var að í síð- ustu ársskýrslu. A afmælisdegi Vals þann 11. maí sl. var skrifað undir samning Vals og Valsmanna hf. um kaup íþróttafélagsins á 20% hlut í hlutafélaginu. Þessi kaup styrkja enn frekar gott og náið samstarf þessara aðila, en Valsmenn hf. hafa verið sterkur bakhjarl fyrir Val á undanförnum árum og eiga eftir að verða ómetanleg- ur stuðningsaðili við allt starf Vals að Hlíðarenda í framtíðinni. Glæsileg hátíðardagskrá var skipulögð að Hlíðarenda hinn 15. júní sl. Þetta var stór dagur í sögu Vals en þá tóku 9 núlif- andi formenn félagsins saman skóflu- stungu að nýjum íþróttamannvirkjum að Hlíðarenda. Áður höfðu afreksmenn Vals í handknattleik kvatt íþróttahús- ið með leik eldri og yngri leikmanna og teknar voru fjalir úr gólfi hússins til varðveislu. Veðurguðirnir skörtuðu sínu fegursta og um kvöldið fór fram leikur í Landsbankadeild karla milli toppliða deildarinnar Vals og FH. Á fjórða þús- und manns heimsótti Hlíðarenda þennan eftirminnilega dag. Undirbúningur framkvæmda við nýjan upplýstan gervigrasvöll við hlið aðal- keppnisvallarins hefur tekið þá ánægju- legu stefnu, að nú er verið að ganga frá samningum við Reykjavíkurborg og Valsmenn hf. um að í stað gervigrasvall- arins rísi knatthús, en þegar liggur fyrir samþykkt deiliskipulag um slíka bygg- ingu á þessum reit. Þetta eru frábær- ar fréttir. Samningsdrög sem nú eru til lokafrágangs gera ráð fyrir að fram- kvæmdir við knatthúsið hefjist síðsumars 2006 og knatthúsið verði tekið í notkun haustið 2007. Þegar þessum framkvæmdum verður öllum lokið verður aðstaða að Hlíðarenda Baldur Ingimar Aðalsteinsson fagnar inarki sínu með stuðningsmönnum Vals t úrslita- leik VISA bikarkeppninnar á móti Fram. 8 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.