Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 92

Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 92
Fallinn er frá góður drengur og félagi í Val, Sævar Tryggvason málarameist- ari, langt um aldur fram. Sævar kom til starfa sem þjálfari yngri flokka Vals í knattspyrnu árið 1978 og var hann alla tíð síðan virkur félagi í Val við þjálfun, sjálfboðaliðastarf eða við æfingar og keppni með eldri leikmönnum félags- ins. Sævar var þjálfari þriðja flokks Vals í knattspymu, sem fór í frækna keppnis- ferð til Brasilíu árið 1984 og þótti mikið ævintýri. Síöustu ár tók Sævar virkan þátt í starfi Valskórsins og hafði af því mikla ánægju. Sævar var Eyjamaður að uppruna. Hann var knattspyrnumaður í fremstu röð á sínum tíma í Eyjum og var meðal leikmanna í fyrsta unglinga- landsliði íslands í knattspymu. Hann varð einnig fyrstur Vestmannaeyinga til að leika með íslenska landsliðinu í knatt- spyrnu. Við Valsmenn kveðjum þennan prúða félaga okkar um leið og við send- Þegar ég minnist Guðrúnar Þorsteinsdóttur birtist mér fyrir hug- skotssjónum hugrökk og hláturmild kona, hjálpsöm líka og ósérhlífin. Við Guðrún vomm vinir og vinátta okkar var óvenjuleg. Fyrir tuttugu ámm, rúmum, hófst hún. Sameiginlegur kunningi benti á mig þegar hana vantaði endurskoðanda og frá fyrstu stundu var líkt og við hefð- um alltaf þekkst. Vestast í vesturbæ Reykjavíkur em bæimir Blómsturvellir og Brekkuholt og þar var Brautarholt og fleiri bæir. Guðrún fæddist á Blómsturvöllum og átti þar heima þegar hún dó. Norðan við bæinn er Brekk’holt, en sunnan við var Brautarholt og þar eru líka verkamannabústaðimir. I Brekk’holti bjó fyrir löngu móðurfólk mitt, afi og amma, langafi og langamma. í Brautarholti bjó mitt föðurfólk, afi og t Sævap Tryggvason íæddun 1. jiíní 1947 - dáinn 26. ágúst 2005 um fjölskyldu hans okkar innilegustu samúðarkveðjur. Grímur Sœmundsen, formaður Knattspyrnufélagsins Vals. Kveðja trá Valskórnum Okkur langar með fáum orðum að kveðja góðan vin, SævarTryggvason. Sævar var félagi í Valskórnum nánast frá stofnun hans og lét sig helst ekki vanta á æfingu. I kaffthléum var mikið spjallað og það fór ekki framhjá okkur að hann var mikil náttúmunnandi og dvaldist löngum í Skorradal þar sem hann átti sumarbústað. Eitt af áhugamálum hans var fuglaskoð- un og var gaman að heyra hann tala um fuglana. í lok hverrar æfingu var Sævar kominn með töskuna á öxlina á leið í boltann, en hann var mikill íþróttamaður. A laugardagskvöldi í nóvember síðast- liðnum áttum við frábært skemmtikvöld saman og Sævar lék á als oddi. Samveru- stundirnar urðu ekki fleiri, því skömmu síðar greindist hann með illvígan sjúk- dóm sem hann barðist við af einstöku æðmleysi uns yfir lauk hinn 26. ágúst. Enginn þarf að óttast síður en Guðs bama skarinn fríður, fugl í laufi innsta eigi, ekki stjarna á himinvegi. Svo er endar ógn og stríðin, upp mun renna sigurtíðin, oss þá kallar heim til hallar himna Guð er lúður gjallar. Séra Friðrik Friðriksson. Valskórinn þakkar Sœvari samfylgd- ina. Minning um góðan vin lifir. F.h. Valskórsins Þórarinn G. Valgeirsson. Guðrún Þopsteinsdóttip fædd 26. oktáber 1945 - dáin 1. apríl 2005 amma, langafi og langamma. í Reykjavík nútímans er of langt milli þessara bæja til að fólkið þekkist. í Borgarfirði væm þeir allir í sama bæjartúninu; því stutt er á milli Grandavegar þar sem Brautarholt var og Bræðraborgarstígs þar sem enn má finna Blómsturvelli og Brekk’holt. Astæða þess að ég þekkti strax Guðrúnu, þegar ég þekkti hana ekki, var þessi: Við emm sama fólkið þó óskyld séum; sprott- in úr sömu moldinni og vígjumst vísast til hennar aftur. Guðrún tengdi mig við fólkið mitt í Vesturbænum sem flest var dáið þegar ég kynntist henni. Það var verkamenn og sjómenn með stolt og skoðanir. Fólk af kynslóð okkar Guðrúnar er hins vegar fæst erfiðisvinnufólk og enn færri sjó- menn. Fólk af okkar kynslóð varast líka skoðanir sínar. Guðrún, sem var fjór- um árum eldri en ég, var hvort tveggja; sjómaður og erfiðisvinnukona. Lífshlaup hennar var óvenjulegt og minnti um margt á það sem einu sinni var fremur en það sem venjulegt er. Á farskipum var Guðrún ýmist mat- sveinn eða þerna. í landi rak hún hótel í Stykkishólmi og Homafirði. Hún seldi hjúkrunarvörur í Remedíu og hún vakn- aði fyrir allar aldir á morgnana til þess að færa bfistjórum og verkamönnum hress- ingu í fyrirtæki sínu, Kaffi Skeifunni við Ægisgarð. Hún ók þó ekki á gróðavegi. Flestir íslendingar eru duglegt fólk sem safnar fjármunum frameftir aldri til að eyða í ellinni. Guðrún gerði það ekki. Hún græddi ekki peninga í Kaffi Skeifunni þó aldrei brygðist að hún mætti snemma dags til að gefa kaffið. Hún safnaði ekki í hlöður né kynntist ell- 92 Valsblaðið 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.