Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 41

Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 41
Hátíðardagskrá Her ríki friður, kærleikur, samheldni, fegura Og orka Brot úr ávarpi Harðar Gunnarssonar varaformanns Vals á hátíðarsamkomu að Hlíðarenda í tilefni af skóflustungu að nýjum íþróttamannvirkjum 15. júní 2005 íþróttahúsið sem við erum nú saman- komin í var tekið í notkun árið 1987. í ávarpi til félagsmanna í desember 1986 segir þáverandi formaður Vals, Pétur Sveinbjarnarson m.a.: „Samþykkt hefur verið að reisa á sama tíma ásamt íþrótta- húsi tveggja hæða tengibyggingu milli íþróttahúsanna og verður hluti neðri hæðar tekin í notkun á sama tíma og nýtt íþróttahús. Þessi atburður mun marka tímamót. Valur verður fyrst íslenskra íþróttafélaga til þess að „flytja heim“ á sitt félagssvæði alla heimaleiki í þremur vinsælustu íþróttagreinum landsins. “ Gólffjöl til varðveislu I þessu húsi hefur margur góður sigur unnist og m.a. hefur meistaraflokk- ur karla í handknattleik unnið 8 af 20 íslandsmeistaratitlum félagsins á meðan hússins hefur notið við. Það er því við hæfí að hluti þeirra handknattleikskappa sem ekki hvað síst gerðu sögu þessa húss merkilega, leikmenn eins og Geir Sveinsson, Dagur Sigurðsson, Ólafur Stefánsson og Jón Kristjánsson loki þessu húsi á táknrænan hátt með því að taka fjöl úr gólfi hússins með aðstoð Sverris Traustasonar umsjónarmanns mannvirkja frá vígslu hússins og færi hana formanni félagsins til varðveislu. Þessi fjöl tengist mjög sögu hússins og handknattleiks að Hlíðarenda en hún er sú hin sama og Dagur Sigurðsson steig á þegar hann skoraði jöfnunarmark Vals gegn KA í sögufrægum úrslitaleik (árið 1995), en Valur tryggði sér síðan sigur í framlengingu þess Ieiks eins og frægt var. Jafnframt er gaman að geta þess að Jón Kristjánsson sem gekk til liðs við Val 1989 vann hér 7 íslandsmeistaratitla sem leikmaður og síðan leikmaður og þjálfari á þessu gullaldarskeiði. Auk þess var Jón einnig Islandsmeistari í knatt- spymu á þessu tímabili og því áttfald- ur íslandsmeistari í flokkaíþrótt sem er einsdæmi, a.m.k. í sögu Vals. Skóflustunya Nú er komið að hápunkti þessar hátíð- ardagskrár. Níu núlifandi formenn knatt- spyrnufélagsins Vals þeir Sigurður Ólafs- son formaður 1946, Jóhann Eyjólfsson 1950-1951, 1966, Ægir Ferdinandsson 1967-1969 / 1975-1976, Þórður Þorkels- son 1970-1974, Bergur Guðnason 1977- 1980, Pétur Sveinbjarnarson 1981-1987, Jón Zoéga 1988-1993, Reynir Vignir 1994-2002 og Grímur Sæmundsen frá 2002 taka nú fyrstu skóflustunguna að glæsilegum mannvirkjum sem munu rísa hér að Hlíðarenda á næstu misserum. Við vígslu fyrsta vallar Vals 6. ágúst 1911 sagði síra Friðrik m.a. „Kærið ykkur ekki um að vinna með röngu eða ódrengilegu bragði. Þeir sterkari boli aldrei hinum yngri og lin- ari frá réttum leik. Segið ávallt satt og venjið yður á að segja til ef ykkur verður á, og játa það. Hælist aldrei yfir þeim sem tapa, og gleðj- ist líka með vel leiknu sparki mótherjanna. Verið fljótir að hlýða þeim er leik stjóma, einnig þó að þeir séu yngri“. Og að lokum sagði síra Friðrik „Hér ríki friður, kær- leikur, samheldni, fegurð og orka. Hér þrífist aldrei neitt ósæmilegt og ljótt. Guð blessi svæði vort, leik vom og líf. Og svo allir til starfa! Allir á sinn stað!“ Erfiðir mánuðir framundan hjá iðk- endum Næstu mánuðir verða félaginu erf- iðir m.t.t. aðstöðu fyrir iðkendur. Þetta er ekki í fyrsta sinn í sögunni sem svo málin axlast þannig. Árið 1925 fór Valur á „flakk" er svo má að orði komast en þá hafði félagið þrisvar sinnum þurft að færa sig um set á Melununt eftir að hafa búið sér til knattspyrnuvelli með eigin höndum. Þá eins og nú reynir á sam- stöðu, tillitssemi og þrek félagsmanna þangað til flutt verður í glæsilegustu íþróttaaðstöðu sem íslenskt félag hefur upp á að bjóða. Valsblaðið 2005 41
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.