Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 43

Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 43
Hátíðardagskrá Sigurður Olafsson heiðursfélagi og jyrr- verandi formaður Vals. Ágætu Valsmenn. Ég nefndi aðdrag- anda fyrr í ræðu minni. En hver er hinn raunverulegi aðdragandi þess að við stöndum hér í dag? Það er framsýni og frumkvæði forystumanna Vals á 4. ára- tug síðustu aldar, sem tóku ákvörðun um að kaupa Hlíðarenda, en gengið var frá þeim kaupum þann 10. maí 1939. Hvati að þessum kaupum voru hrakningar félagsins um að fá sæmandi aðstöðu til íþróttaiðkunar fyrir félagsmenn sína. í þriðja tölublaði Vals, sem kom út á 30 ára afmæli félagsins árið 1941, skrifaði Olafur Sigurðsson, þáverandi formaður Vals grein undir fyrirsögn- inni Framtíðarheimkynni Vals. Þar lýsi hann framtíðarsýn Vals með kaupum á Hlíðarenda með þessum hætti: „Þó kaup- in hafi verið gerð, er takmarkinu ekki náð. Þau eru aðeins upphafið. Upphaf þess starfs, sem á að tryggja félaginu fagran og fullkominn samastað, þar sem unnt verði að einbeita allri orku félags- ins að hinum eiginlegu verkefnum þess, íþróttaiðkunum, sakir fullkominna ytri skilyrða og efnalegs sjálfstæðis...“ Síðar í greininni segir Olafur: „Hugsjónir okkar um fullkomnun staðarins í fram- tíðinni verða að vera háleitar og miklar. Við verðum að gera til hans meiri kröfur en nokkurn tíma hafa verið gerðar hér á Iandi í þessum efnum, svo miklar að þær standist kröfur tímans um næstu 100 ár a.m.k. Með það fyrir augum verður hvert handtak að vinnast og hver hugsun að miðast." Þarna talar sannur frumkvöðull. Það er gæfa okkar Valsmanna að hafa átt þessa framsýnu forystumenn, sem eftir kaupin á Hlíðarenda réðust ótrauðir í það risavaxna verkefni að skapa reykvískri íþróttaæsku aðstöðu til æfinga og keppni að Hlíðarenda á næstu áratugum eftir kaupin. Við Valsmenn erum svo gæfu- samir að njóta enn samvista við einn af þessum stórkostlegu brautryðjendum, sem lögðu hinn raunverulega grunn þess að við stöndum hér í dag. Sá er enginn annar en Sigurður Ólafsson, heiðurs- félagi Vals, sem heiðrar okkur með nær- veru sinni hér í dag 89 ára gamall. Við skulum öll rísa úr sætum og hylla Sigurð með lófataki um leið og við þökkum honum og samherjum hans ómetanlegt starf fyrir Val. Ágætu Valsmenn. í dag er gleðidag- ur að Hlíðarenda. Það er uppgangur og kraftur í öllu starfi félagsins. Það hefur sannast enn og aftur að hinar sterku rætur sem séra Friðrik Friðriksson og Valsungarnir hans sköpuðu á öndverðri síðustu öld hafa ætíð dugað til að blása eldmóði í forystumenn Vals, sérstaklega í mótbyr. Þetta gerðist í aðdraganda kaupa á Hlíðarenda á sínum tíma og þetta hefur gerst í aðdraganda þeirrar uppbyggingar sem nú er að hefjast. Knattspyrnufélagið Valur stendur nú á þröskuldi nýrrar og bjartrar framtíðar. Eg óska okkur Valsmönnum og öllum Reykvíkingum til hamingju með daginn. Takk fyrir. AEGA' Finntir A Hart barist í heimaleik við FH að kvöldi hátíðardagsins lS.júní 2005fyrir framan á fjórða þúsund áhorfendur. Valsblaðið 2005 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.