Valsblaðið - 01.05.2005, Page 10

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 10
til iðkunar knattspyrnu, handknattleiks og körfuknattleiks með því besta sem gerist á Islandi í þessum efnum. Sigurður Lárus Hólm situr ásamt Guðmundi Þorbjömssyni í bygging- arnefnd Vals og Reykjavíkurborgar, sem hefur umsjón og eftirlit með þessum framkvæmdum öllum. Þar vinna þeir frá- bært starf fyrir Knattspymufélagið Val. Aðalstjóm hefur ásamt ráðgjöfum sínum og forystumönnum Valsmanna hf. fylgst grannt með hinni miklu umræðu sem verið hefur að undanfömu um upp- byggingu og þróun Vatnsmýrarinnar. Valur og Valsmenn hf. hafa verið kall- aðir til samráðs við Reykjavíkurborg sem hagsmunaaðilar á svæðinu. Við höfum tekið hugmyndum borgarinnar vel um nýja sýn í Vatnsmýri, sem gæti þýtt að skipulag Hlíðarendareits utan íþróttasvæðis Vals yrði tekið til end- urskoðunar með þeim hætti að horfa til Hlíðarendareits sem upphafs uppbygg- ingar í Vatnsmýri frekar en loka upp- byggingar Hlíðahverfis. Þetta gæti haft ýmis sóknarfæri í för með sér fyrir alla aðila en það er mikið hagsmunamál Vals að stuðla að sem allra mestri og bestri íbúðabyggð með iðandi mannlífi í Vatnsmýri. Þá hafa fulltrúar Vals átt viðræður við forráðamenn Háskólans í Reykjavík um samstarf en eins og kunnugt er mun skól- inn flytja starfsemi sína í Vatnsmýrina árið 2008. 10 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.