Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 20

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 20
Eg vil sja aukna aherslu á almennings íþPÓttÍP hjá Val Viðtal við Pétur Ifeigar Pétursson nýjan íþréttafulltrúa Vals Pétur Veigar Pétursson íþróttakenn- ari var ráðinn nýr íþróttafulltrúi Vats síðsumars og kann ákaflega vel við sig að Hlíðarenda og finnst mikill heiður vera fólginn í að fá að starfa hjá eins stóru og rótgrónu félagi og Val. Hann vonast til þess ásamt öllu því góða fólki sem starfar innan félagsins að byggja enn frekar ofan á traustan grunn og nýta þau tækifæri sem gefast til að efla starfsemina enn frekar. Starf íþróttafulltrúa er ákaflega fjölbreytt. íþróttafulltrúi starfar á faglegum grunni og hefur umsjón með að skipu- leggja íþróttalega þætti í starfi yngri iðkenda hjá íþróttafélaginu. Helstu verkefni felast í samskipt- um við sérsamböndin, að hafa umsjón með íþrótta- skólum Vals, að hafa umsjón með úthlutuðum æfingatímum félagsins, innheimta æfingagjöld, stuðla að samskiptum félagsins við skóla og félagsmiðstöðvar, annast útgáfu kynn- ingarefnis, að halda utan um iðkendatal og ýmis verkefni í samstarfi við fram- kvæmdastjóra og aðalstjórn félagsins. Pétur telur að verkefnin séu næg og allt- af sé meira en nóg að gera í stóru íþrótta- félagi. Fagupflrænn Völsungup Pétur kveðst fæddur og uppalinn Húsvíkingur og hann byrjaði snemma í íþróttum og æfði og spilaði með fag- urgrænum Völsungum upp alla yngri flokkana og hefur víða komið við á mörgum stöðum í íþróttum. „Ég hef æft og keppt í knattspymu, handknatt- leik, á skíðum, í badminton og sundi. Knattspyman hefur alltaf verið í upp- áhaldi og er sú íþrótt sem ég hef lengst lagt stund á. Draumurinn er auðvitað að fá að spila með Valsliðinu í knattspymu og er ég handviss um að Willum mun taka mig beint inn í hópinn ef hann sæi til mín í fimmtudagsboltanum sem við félagamir spilum í Risanum á fimmtu- dögum,“ segir Pétur glaðlega. Silfup á opna Húsavíkupmótinu í Boccia „Ég held alltaf mikið upp á bik- arinn sem ég fékk á Tommamótinu í Vestmannaeyjum árið 1990 fyrir sigur í „skalla á milli“ keppninni þar sem mót- skallari minn var enginn annar en Baldur Aðalsteinsson bekkjarbróðir minn og vinur, sá sem færði Val VISA bik- armeistaratitilinn í haust með glæsilegu marki. Mitt helsta afrek á sviði íþrótta verður þó að teljast silfurverðlaun á opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem Kiwanisklúbburinn Skjálfandi stóð fyrir árið 2000. Á því móti höfðum við með- spilari minn spilað rnjög agað og passíft boccia en töpuðum í hörkuspennandi úrslitaleik gegn liði Rækjuvinnslunnar. Það má með sanni segja að þama hafi hápunkti íþróttaferilsins verið náð og hefur leiðin legið niður á við síðan og skal engan undra því áfallið var gríð- arlegt," segir Pétur í gam- ansömum tón. Stæpstu sigpap og töp „Minn stærsti sigur á íþróttavellinum er líklega 17-0 sigur okkar Völsunga á liði Bjarma í Héraðsmóti S-Þingeyinga í kringum 1990. Eftirminnilegasta atvikið er einnig úr þessu móti en þá rak dómarinn einn samherja minn. útaf í tvær mínútur. Sú refs- ing hafði þá að mínu viti aldrei verið notuð í knatt- spymuleik áður. Þó svo að sigurinn á framangreindu Héraðsmóti hafi verið stór þá kemur á móti að ég spilaði með liði Súlunnar frá Stöðvarfirði á Sumarleikum ÚÍA á Egilsstöðum árið 1989. Ég náði mér ekki á strik á þessu móti frekar en aðrir Súlumenn og töpuðum við öllum leikjum mótsins með 10-20 mörkum." Skiptinemi í Bandapíkjunum og bensíntittup „Að framhaldsskóla loknum fór ég á Laugarvatn þar sem ég lauk BS-prófi í íþróttafræðum. Starfsferillinn er ekki langur þar sem ég hef alla mína tíð verið í skóla. Ég hef þó starfað við ýmislegt samhliða skóla og á sumrin, t.d. mikið við þjálfun, sem starfsmaður félagsmið- stöðvar, starfsmaður í Landsbankanum, Stuð hjá strákunum í 5.flokki á Esso mótinu á Akureyri. 20 Valsblaðið 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.