Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 20
Eg vil sja aukna aherslu
á almennings íþPÓttÍP hjá Val
Viðtal við Pétur Ifeigar Pétursson nýjan íþréttafulltrúa Vals
Pétur Veigar Pétursson íþróttakenn-
ari var ráðinn nýr íþróttafulltrúi Vats
síðsumars og kann ákaflega vel við sig
að Hlíðarenda og finnst mikill heiður
vera fólginn í að fá að starfa hjá eins
stóru og rótgrónu félagi og Val. Hann
vonast til þess ásamt öllu því góða
fólki sem starfar innan félagsins að
byggja enn frekar ofan
á traustan grunn og nýta
þau tækifæri sem gefast
til að efla starfsemina
enn frekar.
Starf íþróttafulltrúa
er ákaflega fjölbreytt.
íþróttafulltrúi starfar á
faglegum grunni og hefur
umsjón með að skipu-
leggja íþróttalega þætti í
starfi yngri iðkenda hjá
íþróttafélaginu. Helstu
verkefni felast í samskipt-
um við sérsamböndin, að
hafa umsjón með íþrótta-
skólum Vals, að hafa
umsjón með úthlutuðum
æfingatímum félagsins,
innheimta æfingagjöld,
stuðla að samskiptum félagsins við skóla
og félagsmiðstöðvar, annast útgáfu kynn-
ingarefnis, að halda utan um iðkendatal
og ýmis verkefni í samstarfi við fram-
kvæmdastjóra og aðalstjórn félagsins.
Pétur telur að verkefnin séu næg og allt-
af sé meira en nóg að gera í stóru íþrótta-
félagi.
Fagupflrænn Völsungup
Pétur kveðst fæddur og uppalinn
Húsvíkingur og hann byrjaði snemma
í íþróttum og æfði og spilaði með fag-
urgrænum Völsungum upp alla yngri
flokkana og hefur víða komið við á
mörgum stöðum í íþróttum. „Ég hef
æft og keppt í knattspymu, handknatt-
leik, á skíðum, í badminton og sundi.
Knattspyman hefur alltaf verið í upp-
áhaldi og er sú íþrótt sem ég hef lengst
lagt stund á. Draumurinn er auðvitað að
fá að spila með Valsliðinu í knattspymu
og er ég handviss um að Willum mun
taka mig beint inn í hópinn ef hann sæi
til mín í fimmtudagsboltanum sem við
félagamir spilum í Risanum á fimmtu-
dögum,“ segir Pétur glaðlega.
Silfup á opna Húsavíkupmótinu í
Boccia
„Ég held alltaf mikið upp á bik-
arinn sem ég fékk á Tommamótinu í
Vestmannaeyjum árið 1990 fyrir sigur í
„skalla á milli“ keppninni þar sem mót-
skallari minn var enginn annar en Baldur
Aðalsteinsson bekkjarbróðir minn
og vinur, sá sem færði Val VISA bik-
armeistaratitilinn í haust með glæsilegu
marki. Mitt helsta afrek á sviði íþrótta
verður þó að teljast silfurverðlaun á
opna Húsavíkurmótinu í Boccia sem
Kiwanisklúbburinn Skjálfandi stóð fyrir
árið 2000. Á því móti höfðum við með-
spilari minn spilað rnjög agað og passíft
boccia en töpuðum í hörkuspennandi
úrslitaleik gegn liði Rækjuvinnslunnar.
Það má með sanni segja að þama hafi
hápunkti íþróttaferilsins verið náð og
hefur leiðin legið niður á við síðan og
skal engan undra því áfallið var gríð-
arlegt," segir Pétur í gam-
ansömum tón.
Stæpstu sigpap og töp
„Minn stærsti sigur á
íþróttavellinum er líklega
17-0 sigur okkar Völsunga
á liði Bjarma í Héraðsmóti
S-Þingeyinga í kringum
1990. Eftirminnilegasta
atvikið er einnig úr þessu
móti en þá rak dómarinn
einn samherja minn. útaf
í tvær mínútur. Sú refs-
ing hafði þá að mínu viti
aldrei verið notuð í knatt-
spymuleik áður. Þó svo að
sigurinn á framangreindu
Héraðsmóti hafi verið stór
þá kemur á móti að ég spilaði með liði
Súlunnar frá Stöðvarfirði á Sumarleikum
ÚÍA á Egilsstöðum árið 1989. Ég náði
mér ekki á strik á þessu móti frekar en
aðrir Súlumenn og töpuðum við öllum
leikjum mótsins með 10-20 mörkum."
Skiptinemi í Bandapíkjunum og
bensíntittup
„Að framhaldsskóla loknum fór ég á
Laugarvatn þar sem ég lauk BS-prófi
í íþróttafræðum. Starfsferillinn er ekki
langur þar sem ég hef alla mína tíð verið
í skóla. Ég hef þó starfað við ýmislegt
samhliða skóla og á sumrin, t.d. mikið
við þjálfun, sem starfsmaður félagsmið-
stöðvar, starfsmaður í Landsbankanum,
Stuð hjá strákunum í 5.flokki á Esso mótinu á Akureyri.
20
Valsblaðið 2005