Valsblaðið - 01.05.2005, Side 22

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 22
Ungir Valsarar storliði i framtiðmm Ingólfur Slgurðsson leikur knattspyrnu mei 4. flokkl og fékk Lollabikarinn 2005 Ingólfur er tólf ára og hefur æft með Val síðan hann var um sjö ára gamall. Það kom ekkert annað til greina en að byrja að æfa með Val þar sem stóri bróðir hans (Atli Sigurðsson í 2. flokki) var í Val auk nokkurra góðra vina hans. „Ég hef fengið góða hvatningu hjá for- eldrum mínum, pabbi hefur keyrt okkur bræðuma á nánast hverju einustu æfingu og síðan má ekki gleyma mömmu sem eldar ótrúlega góðan mat ofan í okkur bræðurna. Stuðningur foreldra er mik- ilvægur ef maður ætlar að ná langt, hvort sem það er í námi eða íþróttum.“ - Hvernig gekk ykkur í sumar? „Okkur í A-liðinu í 5. flokki gekk ágætlega seinasta sumar, en við vorum satt best að segja ekkert voðalega meira heldur en miðlungslið. Við getum þó spilað frábæran fótbolta sem gaman er að horfa á. Við fórum á Essómótið og lent- um í gífurlega erfiðum riðli. Við vorum óheppnir í mörgum leikjum og var sér- lega svekkjandi að þurfa að sætta sig við að lenda í 17. sæti. Hópurinn núna í 4. flokki er ágætur, við erum með góðan þjálfara sem er gríðarlega metnaðarfullur og hef ég fulla trú á að við getunr náð árangri næsta sumar, ef við leggjum hart að okkur.“ „Ég get talið upp endalausa leik- menn sem ég fylgist mikið með eins og Ronaldinho, Gerrard og það er einnig gaman að sjá Messi spila, sem er ungur leikmaður sem er að mála hjá Barcelona. Sá leikmaður mun láta verulega til sín taka á næst- unni og ef hann heldur áfram á þeirri braut sem hann er á gæti Ronaldinho þurft að sætta sig að verma varamannabekk- inn oftar en ekki! Síðan les ég mikið um gamlar stjömur, eins og t.d. Diego Maradona, Pele og Michael Jordan. Ég hef einnig séð nrörg myndbönd af þeim og er ótrúlegt að horfa á þau.“ - Hvað þarf til að ná langt í fótbolta eða íþróttum almennt? „Maður þarf að hafa mikinn sjálfsaga til að ná langt í íþróttum. Ég tel að það sé líka mjög mikilvægt að allt sé í lagi í öllu hjá manni, eins og t.d. að vera ekki með fólki sem hefur vond áhrif á mann eða eitthvað slíkt, þetta er allt ein stór keðja og ef einn hlekkur af keðjunni slitnar er keðjan ónýt. En það er samt alltaf hægt að laga keðjuna aftur." - Hvers vegna fótbolti? „Eftir að ég byrjaði að spila fótbolta þegar ég var nýbyrjaður í skóla varð ekki aftur snúið. Ég byrjaði lélegur en æfði mig mikið, því ég vildi auðvitað vera bestur. Mig minnir að fljótt eftir að ég byrjaði að hafa áhuga á fótbolta, byrj- aði ég að vinna ýmsa fótboltaleiki og man ég að ég var alltaf í stígvélum, en flestir bekkjarbræður mínir í nýjustu og fínustu fótboltaskónum. Ég hef æft lítið fleiri íþróttir en fótbolta, en hef þó prófað nokkrar íþróttir eins og frjálsar og handbolta. Ég fór aðallega Stoltir feðgar Ingólfnr Sigurðsson ásamt föður sínum, Sigurði Konráðssyni fyrir utan Valsheimilið með Lollabikarinn eftir uppskeruhátíðina. snerpuna og sprengikraftinn. Fótbolti er stór hluti af lífi mínu, mér líður t.d. allt- af illa þegar ég er að gera eitthvað annað í frítíma mínunt en að spila fótbolta. Ég segi þó ekki að fótbolti sé lífið, en það er allavega stór hluti af því!“ - Hverjir eru þínir framtíðar- draumar í fótbolta og lífinu almennt? „Flest allir sem æfa fótbolta vilja vera meðal þeirra bestu í Evrópu og jafnvel í heiminum. Ég get alveg viðurkennt það að ég er engin undantekning í þeim hópi. Ég vil ná árangri og þó maður sé frá íslandi er alveg hægt að ná langt. Eins og til dæmis Eiður Smári Guðjohnsen, hann spilar með einu af bestu félagslið- um í heimi og finnst mér liðið spila mun betur og skemmtilegri fótbolta þegar Eiður Smári er inni á vellinum. Ég vil spila fyrir stórlið í framtíðinni og ég læt það hafa engin áhrif á mig þótt einhverjir segi við mig að ég geti það aldrei. Ég hef nokkrum sinnum lent í því og ég ætla að gera mitt besta til að reyna að láta þá éta upp orð sín.“ Þekktur Valsari í fjölskyldunni „Ég held að Dóra Stefánsdóttir sé stærsti Valsarinn í fjölskyldunni. Hún er frábær og ég ber mikla virðingu fyrir henni. - Hvaða þýðingu hefur það fyrir þig að hafa fengið Lollabikarinn? „Það er vissulega góð viðurkenn- ing að fá Lollabikarinn. Ég hélt að hann væri bara veittur fyrir 4., 3. og 2. flokk, þannig að þetta kom mér mikið á óvart. Ég er mjög metn- aðarfullur og læt ekki hafa nein áhrif á mig þótt ég hafi unnið til þessara verðlauna. Ég er alltaf stoltur þegar ég kem auga á bikarinn heima, en ég tek þessu einungis sem hvatningu.“ - Hver stofnaði Val og hvenær? „Það var að sjálfsögðu sr. Friðrik Friðriksson sem stofnaði Val, þann 11. maí 1911.“ Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.