Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 40
Merk tímamót í sögu
Knattspvrnufélagsins lfals
Stórhátíð að Hlíðarenda 15. júní 2005
Finnur K.
Dagur Sigurðsson og Sverrir Traustason umsjónarmaður mannvirkja.
spreytti sig gegn gömlum kemp-
um félagsins. Leikmenn á borð
við Geir Sveinsson, Valdimar
Grímsson, Júlíus Jónasson og
Guðmund Hrafnkelsson tóku
fram gömlu Valsskóna en þeir
Þorbjörn Jensson og Jóhann
Birgisson stýrðu liðinu. Gömlu
kempurnar sýndu að þeir hafa
engu gleymt en það fór þó að
lokum að núverandi meistara-
flokkur fór með sigur af hólmi.
Ræðumenn ávörpuðu hátíð-
argesti. Myndbrotum úr kapp-
leikjum Vals var varpað á risa-
tjald. í lok hátíðardagskrár tóku
allir núlifandi formenn félagsins
var ákaflega spennandi, en FH-
ingar stóðu uppi sem sigurveg-
arar í lok leiks 1 -0 eftir baráttu-
leik.
Ljóst er að 15. júní 2005 er
einn stærsti dagur í sögu félags-
ins. Veðrið lék við hátíðargesti
og mikið fjölmenni tók þátt í
hátíðardagskránni, fjölskylduhá-
tíðinni og sáu toppslaginn um
kvöldið. Annars staðar eru
birt brot úr ávörpum Gríms
Sæmundsen formanns Vals,
Harðar Gunnarssonar varafor-
manns og séra Vigfúsar Arna-
sonar á þessari stórhátíð. Vals-
menn munu lengi minnast þessa
stóra dags í sögu félagsins.
Einbeittir að finna fjölina. Dagur Sigurðsson, Sverrir
Traustason, Geir Sveinsson og Svanur Gestsson.
Hinn 15. júní var mikið um að vera að
Hlíðarenda. Knattspyrnufélagið Valur
fagnaði því að framkvæmdir hófust við
ný íþróttamannvirki með allsherjar fjöl-
skylduhátíð.
Sérstök hátíðardagskrá fór einnig fram,
þar sem tekin var fyrsta skóflustungan
að nýjum íþróttamannvirkjum og fjöl
úr gólfi íþróttahúss Vals var fjarlægð og
færð til varðveislu.
I iþróttahúsi Vals var haldinn kveðju-
leikur þar sem meistaraflokk-
ur Vals í handknattleik karla
fyrstu skóflustunguna í sameiningu með
sérhannaðri Vals-reku. Framkvæmdir við
íþróttasvæði Vals hófust svo formlega
eftir blessun Séra Vigfúsar Arnasonar.
Dagurinn endaði á toppslag Vals og FH
í Landsbankadeildinni Landsbankadeild
karla í knattspymu. Öll umgjörð leiks-
ins var hin glæsilegasta og voru áhorf-
endur rúmlega 3000 og var stemningin á
áhorfendapöllunum mögnuð, bæði meðal
stuðningsmanna FH og Vals. Leikurinn
Jón Kristjánsson, Ólafur Sigurðsson,
Dagur Sigurðsson og Geir Sveinsson
afhenda fjölina góðu til varðveislu.
40
Valsblaðíð 2005