Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 46

Valsblaðið - 01.05.2005, Blaðsíða 46
Það er alltaf Við tökum nil Við tökum gullíð Texti eftir Hörpu Brynjarsd. í ó.flokki við lagið „ We Will Rock You“ með Queen. Hjá Valsstelpum er gaman, gaman, spilum nú saman, köllum á boltann, við verjum mörk og við skorum mörk og við leggjum af stað með bikarinn heim. Við tökum gullið, gullið. Við tökum gullið, gullið. Þetta lag sló svo sannarlega í gegn á Siglufirði í sumar og á örugglega oft eftir að hljóma meðal Valsstúlkna. Yngri flokkar kvenna hjá Val tóku í sumar í þriðja sinn þátt í Pæjumótinu á Siglufírði sem haldið var í byrjun ágúst. Valur sendi til leiks tvö lið í 4. flokki kvenna, þrjú lið í 5. flokki og tvö lið í 6. flokki. Um 1400 stúlkur í um 160 liðum tóku þátt í Pæjumótinu að þessu sinni í 4.-7. flokki. Valsstúlkurnar stóðu sig frábærlega í ferðinni, bæði innan vallar sem utan. Bestum árangri náði 5. flokk- ur A sem tapaði í úrslitaleiknum fyrir Breiðabliki á hlutkesti eftir 0-0 jafntefli. Sjötti flokkur A endaði í 2. sæti og var hársbreidd frá gullinu, eftir 2-1 tap fyrir Fylki í dramatískum úrslitaleik. í þessari grein verður einkum reynt að fanga stemninguna sem myndaðist í hópi Valsstúlkna, þjálfara þeirra og allra stuðningsmanna úr hópi foreldra. Ferð á fótboltamót eins og þetta er nefnilega eitt samfellt ævintýri þar sem bæði iðk- endur, þjálfarar og foreldrar skemmta sér saman. Fullyrða má að gott starf af þessu tagi hjá íþróttafélagi er ein albesta for- vörn sem hægt er að hugsa sér. Það voru syngjandi kátar Valsstúlkur sem lögðu af stað frá Valsheimilinu fimmtudaginn 4. ágúst 2005 ásamt nokkr- um fararstjórum og var gríðarleg stemn- ing í rútunni, mikið sungið og ýmsir brandarar fengu að flakka. Stelpumar fylgdust með hluta af undanúrslitaleik Vals og Fylkis í rútunni og var mikið fagnað þegar Garðar Gunnlaugsson skor- aði strax í uppafi leiksins. Stelpumar gistu ásamt þjálfurum og fararstjórum í ágætri aðstöðu rétt við keppnisvellina á Siglufirði en fyrsta kvöldið var mikil spenna í loftinu fyrir mótið og misjafn- lega gekk að sofna. Fjölmargir foreldrar voru þegar komnir á svæðið og tjöld- uðu nálægt vellinum og strax myndaðist góð stemning í tjaldbúðunum þar sem Valsfáninn blakti við hún. A föstudaginn rigndi talsvert á Siglufirði og vellirnir urðu sumir fljótt erfiðir fyrir knattspyrnuiðkun, en stelp- urnar létu það ekkert á sig fá og sögðu að það væri alltaf sól á Siglufirði, hvemig sem annars viðraði í raun. Strax fyrsta daginn kom í ljós að Valsstúlkur ætluðu sér stóra hluti á mótinu, en 4. flokkur A, fimmti flokk- ur A og 6. flokkur A byrjuðu afar vel og unnu alla sína leiki örugglega fyrsta daginn. Hins vegar gekk ekki vel í rigning- unni hjá hinu sigursæla liði í 5. flokki B, sem nánast hefur verið ósigrandi undanfarin tvö ár frá því að liðið vann gullverðlaun á Pæjumótinu á Siglufirði 2003. Liðið tapaði Nokkkrar stelpur í S.flokki í banastuði. Katrín Gylfadóttir, Gerður Guðnadóttir, Svana Hermannsdóttir og Sœunn Sif Heiðarsdóttir skemmtu sér vel á Pœjumótinu. tveimur leikjum fyrsta daginn, 2-1 fyrir Fjölni og 1-0 fyrir Stjörnunni, eftir að hafa verið betra liðið í báðum leikjunum. Öðrum liðum gekk flestum ágætlega fyrsta daginn. Það voru þreyttar og lúnar stelpur sem skriðu snemma í svefnpok- ana þennan blauta dag, eftir sundferð og fiskibollur, ákveðnar að gera enn betur á laugardeginum. Um kvöldið fjölgaði einnig foreldrum á svæðinu og sumir hverjir áttu erfitt með að finna tjald- stæði, allir grænir blettir á Siglufirði voru þaktir tjaldvögnum og fellihýsum. Ein Valsfjölskyldan tjaldaði á golfvellinum, á flöt við eina holuna við litlar vinsældir golfáhugamanna á staðnum. A laugardeginum var sannkölluð bongóblíða, heiður himinn og sólskin allan daginn og ákjósanlegar aðstæður til að leika knattspyrnu, nema á blautustu völlunum sem urðu að svaði daginn áður. Valsstúlkur mættu einbeittar í leikina, studdar áfram af fjölmörgum stuðnings- mönnum úr hópi foreldra og iðkenda í öðrum flokkum. Margir spennandi leikir fóru fram þennan dag í öllum flokkum og gekk flestum Valsliðunum ágætlega. Sjötti flokkur A tryggði sér öruggt sæti í úrslitum um 1.-3. sæti og vann flesta leiki með yfirburðum, en liðið skoraði 39 mörk í riðlakeppninni, flest allra liða á mótinu og fékk á sig tvö mörk. Fimmti flokkur A tryggði sér einnig sæti í undan- Það var banastuð á kvöldvökunni á Pœjumótinu og Valsstúlkunar skenuntu sér konunglega með þjálf- urum sínum ogforeldrum. 46 Valsblaðið 2005
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Valsblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.