Valsblaðið - 01.05.2005, Side 47

Valsblaðið - 01.05.2005, Side 47
Ferðasaga Foreldrar og þjálfarar í sólskinsskapi nýttu tímann til sól- baða íbongóblíðu á Pœjumótinu á Siglufirði. úrslitum og'loks tryggði 4. flokkur A sér sæti í undanúrslitum. Fimmta flokki B gekk mun betur í sólinni en daginn áður og tryggði sér leiki um 5.-8. sæti. Öðrum Valsliðum gekk ekki alveg eins vel en allir skemmtu sér konunglega, bæði leik- menn, þjálfarar, fararstjórar og fjölmarg- ir stuðningsmenn úr hópi foreldra sem hvöttu stelpurnar til dáða. Eftir verkefni dagsins á fótboltavellinum var haldið á skemmtilega tónleika á torginu þar sem mikið var dansað og gaman var að sjá glaða iðkendur, þjálfara og foreldra skemmta sér konunglega saman. Það voru þreyttar stúlkur sem sofnuðu fljótt að loknum tónleikunum, staðráðnar í því að gefa allt í úrslitaleikna. Á sunnudegin- um var leikið til úrslita og spilað um sæti. Veðrið var þokkalegt. Mikil spenna lá í lofti meðal allra á Siglufirði enda keppi- kefli allra liða að ná sem bestum árangri innan vallar þótt fjölmargt annað skipti máli í ferðum sem þessum eins og góður félagsskapur og leikgleði. Sjötti flokkur A byrjaði á leik við sterkt lið Fylkis og komst fljótlega yfír 1-0, en skömmu fyrir hálfleik jöfnuðu Fylkisstúlkur. f seinni hálfleik sóttu Valsarar ákaft án þess að takast að skora en á lokamínútunni kom- ust Fylkisstelpur yfir 2-1 eftir homspymu og þar við sat. Leikurinn var ákaflega vel leikinn og sýnir hversu öflugt upp- byggingarstarf er í kvennaknattspyrnu hér á landi. Silfur var því staðreynd hjá okkar stelpum og mega þær vel við una en um 20 lið kepptu í 6. flokki. Síðar um sumarið urðu Valsstúlkurnar í 6. flokki íslandsmeistarar og vom vel að þeim titli komnar. í fimmta flokki A léku Valsstelpumar við Þrótt Reykjavík og lentu 2-0 undir í fyrri hálfleik. Þær komu vel einbeittar til leiks í síðari hálfleik og náðu með harð- fylgi að jafna leikinn 2-2 og þar við sat. Þá var uppkast sem lenti okkar megin og fögnuðu stelpumar og stuðningsmenn ákaf- lega. Það sama gerð- ist í úrslitaleiknum á móti Breiðablik, eftir jafnan baráttuleik sem endaði með marka- lausu jafntefli var uppkast sem Blikar unnu og okkar stúlk- ur sátu eftir með sárt ennið, en mega þó vel við una að ná silf- ursæti en 24 lið léku í 5. flokki. Þess má geta að Blikar urðu síðar um sumarið fslandsmeistarar í 5. flokki eftir harða baráttu við Skagastúlkur. B lið Vals vann síðan örugglega báða sína leiki og endaði í 5. sæti sem telst gott eftir erfiða byrjun á mótinu. C liðið endaði í 10. sæti eftir tvo góða sigra á sunnudeginum og sótti það lið mjög í sig veðrið eftir því sem leið á mótið. í 4. flokki töpuðu Valsstúlkurnar í und- anúrslitum fyrir Þrótti frá Neskaupstað í miklum baráttuleik 1-0. Síðan tap- aðist leikurinn um bronsverðlaun á móti Breiðablik 1-0 og vom þetta fyrstu tap- leikir A liðsins í 4. flokki um sumarið. Stelpurnar mega þó vel við una en um 25 lið kepptu í 4. flokki á mótinu. Síðar um sumarið tryggðu Valsstúlkumar sé sæti í Ariðli Í4. flokki. Að loknum öllum þessum úrslitaleikj- um var grillveisla fyrir alla keppendur og verðlaunaafhending. Það voru lúnar stúlkur sem stigu í rútuna eða fóru með foreldrum sínum heim á leið eftir vel heppnað Pæjumót. Rútuferðin gekk vel þar sem áð var í Staðarskála í hamborgaraveislu og að Hlíðarenda kom hópurinn um kl. 11 um kvöldið. Pæjumótinu var þar með formlega lokið og sumar stelpumar voru strax farnar að tala um að fara til Siglufjarðar á næsta Pæjumót að ári. Myndir og úrslit og ýmislegt fleira um Pæjumótið má sjá á slóðinni: www.simnet.is/ks/paejumot Ný Valslög í þessari ferð var mikið sungið af gömlum og nýjum Valslögum og stelp- urnar sömdu nýja söngtexta sem sumir hittu vel í mark og hér verður birt sýn- ishom af sköpun stelpnanna sem mest fór fram í rútunni á leið til Siglufjarðar. Við erum öll Valsarar já Valsarar, já Valsarar. Þið eruð öll Valsarar, já Valsarar, já Valsarar. Það eru allir Valsarar, inni í sér, já Valsarar. Samið við Ramsteinlag Aumingja ég UBS, ég skaut óvart útaf. Aumingja ég. Það er innkast. Ó, Valur, Valur Flottar Valsstelpur Við erum flottar Valsstelpur, við vinnum allar telpur í KR, við erum að fara á Pæjumót á Siglufirði. Við ætlum að vinna alla leikina fyrir Val. Fótbolti í fótbolta er gaman þar spila liðin saman, við mölum alltaf alla því við emm Valsarar. Við skorum fullt af mörkum og vinnum leikina. Við fáum alla titlana á Pæjumótinu. Samantekt: Guðni Olgeirsson fararstjóri. Mikil spenna á hliðarlínunni. Foreldrar, þjálfarar og iðk- endur fylgjast spennt með gangi mála. Valsblaðið 2005 47

x

Valsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.