Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 48
Valur VISA bikarmeistarar í km
Bjarni Olafar Eiríksson hefur betur í
skallaeinvígi við Framara.
Valur varð í sumar bikarmeistari í meistaraflokki karla eftir
æsispennandi leik gegn Fram á Laugardalsvelli. Gríðarleg stemn-
ing var í stúkunni og fjölmenntu stuðningsmenn Vals og Fram á
leikinn í fallegu síðsumarsveðri. Baldur Ingimar Aðalsteinsson
skoraði eina mark leiksins með glæsilegu skoti af löngu færi og
kampakátir Valsmenn fögnuðu sigri eftir dramatískan úrslitaleik.
Valur lenti í öðru sæti í Landsbankadeildinni í sumar og stuðningsmenn liðsins eru
vitaskuld í skýjunum með árangurinn í sumar en liðið sýndi oft á tíðum frábæran leik
og var eina liðið sem hélt í við íslandsmeistara FH fram eftir sumri og endaði í 2. sæti
í deildinni. Bikarmeistaratitilinn toppaði árangur sumarsins og er fyrsti stóri titill Vals í
karlaknattspyrnu frá bikarmeistaratitlinum 1992. Tími til kominn myndu sumir segja.
Hér má sjá ýmsar myndir frá bikarúrslitaleiknum sem Finnur Kári Guðnason tók
sem sýna vel stemninguna og baráttuna á vellinum og sigurgleði leikmanna.
Stefán Hilmarsson söng stuðnings-
menn í stuð fyrir bikarúrslitaleikinn.
Edvardsson formaður knd. með son sinn Edvard Edvardsson, Guðjón Ólafur Jónsson umsjónarmaður leikskrár, Garðar Gunnlaugsson.
Birkir Már Sœvarsson, Grétar Sigfinnur Sigurðsson, Hálfdán Gíslason, Bjarni Ólafur Eiríksson, Matthías Guðmundsson, Steinþór- Gíslason,
Baldur Pprólfsson, Agúst Bjarni Garðarsson, Sigurður Sœberg Þorsteinsson, Þórður Steinar Hreiðarsson. Kristinn Ingi Lárusson og Willum
Þór Þorsson þjáljari. Neðri röðf.v.: Kristinn Geir G.uðmundsson. Kjartan Sturluson, Stefán Helgi Jónsson, Baldur Ingimar Aðalsteinsson,
Sigui bjöi n Ói n Hreiðarsson fyrirliði, Guðntundur Benediktsson, Sigþór Jiíhusson og Björgvin Björgvinsson dxggur stuðningsmaður.