Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 54

Valsblaðið - 01.05.2005, Qupperneq 54
Elísabet Gunnarsdóttir hvetur stelpur í 5.flokki til dáða í hálfleik. áhrif á félaga sína og sýnt prúðmennsku gagnvart samherjum sínum og þjálfara, innan vallar og utan. Landsbanki íslands kostaði allar hefð- bundnar viðurkenningar yngri flokkanna þetta árið. Var Þórey Arnadóttir fulltrúi bankans sérstakur gestur uppskeruhátíð- arinnar að þessu sinnu. Var þátttaka bankans á grundvelli sérstaks samstarfs- samnings félagsins og bankans. Var inntak samningsins lauslega kynnt á hátíðinni og þótti vel til takast. Að mati unglingaráðs er reynslan af samstarfi við Landsbankann verðmæt fyrir unglinga- starf á vegum félagsins. „Friðriksbikarinn“ A uppskeruhátíð yngri flokkanna 2005 var Friðriksbikarinn veittur í annað sinn. Um er að ræða viðurkenningu fyrir iðk- endur í 3. fl. karla og kvenna. Gefandi Friðriksbikarsins er KB banki við Hlemm og er bikarinn að sjálfsögðu kenndur við Sr. Friðrik Friðriksson. Þorsteinn Olafs útibússtjóri KB Banka veitti viðurkenninguna, sem er veglegur farandbikar og annar til eignar og veitt er árlega til iðkenda í 3. fl. karla og kv. sem þykja skara framúr í félagsþroska innan vallar sem utan. I ár hlutu viðurkenn- inguna þau Ingibjörg Magnúsdóttir og Ellert Finnbogi Eiríksson. Unglingaráð færir KB banka sérstakar þakkir við aðkomuna að þessum verðlaunum sem eru félaginu til sóma. Lollabikarinn Lollabikarinn var að venju veittur á uppskeruhátíðinni. Að þessu sinni fékk Ingólfur Sigurðsson leikmaður með 5. flokki drengja bikarinn. Lollabikarinn er gefinn af Ellert Sölvasyni „Lolla í Val“ og skal veittur þeim leikmanni yngri flokka Vals sem þykir hafa skarað fram úr í knattleikni og tækni. Dómari ársins Svanur Gestsson var valinn dómari árs- ins á uppskeruhátíð knattspyrnudeildar. Svanur er vel að þeirri viðurkenningu kominn, hann hefur dæmt ótal leiki í yngri flokkunum á undanförnum árum og hægt hefur verið að kalla hann út til dómaraverkefna nánast hvenær sem er. Þátttaka yngri flokka í mótum Valur tók þátt í öllum hefðbundnum mótum á vegum KSÍ og KRR auk ann- arra móta sem haldin voru af félögum vítt og breytt um landið. Arangur í flest- um flokkum var góður og oft'mjög góður miðað við fjölda iðkenda. 3. fl. ka. Spilaði til undanúrslita á Islandsmótsinu eftir að hafa unnið sig upp úr B-deild árið áður. Flokkurinn varð einnig Reykjavíkurmeistari og stóð sig vel í bikarkeppninni. 4. fl. ka. Lék í B- deild íslandsmótsins og endaði þar í þriðja sæti og hársbreidd frá sæti í A- deild. Flokkurinn stóð sig ágætlega í Reykjavíkur- og haustmótum. 5. og 6. fl. ka. Tóku þátt í ýmsum mótum og var almenn ánægja með ferð- irnar til Vestmannaeyja í 6. flokki og til Akureyrar í 5. flokki og var mikil stemn- ing bæði innan og utan vallar og árangur var með ágætum. Ekki gekk eins vel á íslandsmóti í 5. fl. en flokkurinn féll úr B í C deild í sumar. B lið 6. flokks komst í úrslitakeppni íslandsmótsins og náði þar frábærum árangri. Þá var mikil framför hjá iðkendum í 7. fl. ka. undir stjórn Benedikts Bóasar Hinrikssonar og þeirra þriggja þjálfara sem tóku við af honum. Flokknum gekk t.d. frábærlega á Skagamótinu. Því miður var árangur 3. fl. kv. undir væntingum þetta árið ef horft er til íslandsmótsins en flokkurinn stóð sig frábærlega í ýmsum öðrum mótum árs- ins, varð t.d. Reykjavíkurmeistari og haustmeistari og vann til bronsverðlauna á Símamótinu. Hinn stórefnilegi 7.flokkur kvenna með liluta af verðlaunum sumarsins. Efri röð frá vinstri: ÞórhHdur Helga Eyþórsdóttir, Mekkín Guðmundsdóttir, Snœdís Logadóttir, Aróra Líf Kerúlfsdóttir, Anna Snjólaug Valgeirsdóttir. Neðri röð frá vinstri: Nína Gylfadóttir, Málfríður Anna Eiríksdóttir, Andrea Eir Guðmundsdóttir, Harpa Karen Antonsdóttir, Sigrún Sigurðardóttir, Kristín Ýr Jónsdóttir. 54 Valsblaðið 2005
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Valsblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.