Valsblaðið - 01.05.2005, Page 78

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 78
Framtíðarfólk Hjaltl Friðrihsson leihmaður í 11. fl., drengja-, unglinga- og meistarallokki í körfubolta Fæðingardagur og ár: 26. feb. 1989. Nám: Er í Versló. Kærasta: Nei. Einhver í sigtinu: Já, eins og er. Hvað ætlar þú að verða? Vonandi atvinnumaður í körfu, annars viðskipta- fræðingur. Frægur Valsari í fjölskyldunni: Þeir eru ekkert mjög margir. Hver er besti íþróttamaðurinn í fjöl- skyldunni? Klárlega ég. Hvað gætir þú aldrei hugsað þér að verða? Svín. Af hverju körfubolti? Því mig langaði að sjá Harlem globetrotters og maður fékk afslátt á þá ef maður æfði körfu og þá varð maður háður eftir fyrstu æfingu. Af hverju Valur? Leikfimikennarinn minn var að reyna að fá mig og félaga mína til að byrja að æfa með KR en við enduðum hjá Val því þar voru flestir úr skólanum okkar. Eftirminnilegast úr boltanum: Þegar við unnum bikarinn í 10. flokki árið 2004. Besti stuðningsmað- urinn: Pabbi minn. Koma titlar í hús í vetur? Það eru þrír titlar á leiðinni. Skemmtilegustu mistök: Það er því miður sjálf- skarfan sem ég skoraði. Fyndnastaatvik: Þegar Kjartan missti buxurnar niður urn sig fyrir framan húsvörð- inn í Kennó. Hvað hlægir þig í sturtu? Það er margt fyndið sem gerist inni í sturt- unni en það fer ekki út úr henni. Hvað lýsir þínum húmor best? Aulabrandarar að hætti Gústa þjálfara. Mottó: Lífið er ostur. Fyrirmynd í boltanum: Michael Jordan. Leyndasti draumur: Að komast í NBA. Við hvaða aðstæður líður þér best? Þegar leikur er að byrja. Hvaða setningu notarðu oftast? Bless- uð blíðan ekki satt. Hvað er það fallegasta sem hefur verið sagt við þig? Þú ert indæll strákur Hjalti minn. Fullkomið laugardagskvöld: Gleðskap- ur með vinum langt fram á nótt. Hvaða flík þykir þér vænst um? Morg- unsloppinn. Besti körfuboltamaður sögunnar á Islandi: Gústi Jens. Besti körfuboltamaður heims: Michael Jordan. Fyrirmynd þín í körfubolta: Michael Jordan og Gústi Jens. Besta bíómynd: Lord of the Rings. Besta bók: Emil í Kattholti. Þjálfarinn benti mér á hana. Besta lag: Dear Mama eftir Tupac. • Uppáhaldsvefsíðan: Valur.is. Uppáhaldsfélag í enska boltanum: Chelsea. Uppáhaldsfélag í NBA: Detroit. Eftir hverju sérðu mest? Að hafa ekki byrjað fyrr að æfa. Ef þú yrðir að vera einhver annar: Bróðir minn. Núverandi þjálfarar: Þeir eru tveir og heita Gústi og Eggert. Báðir eru þeir fyndn- ir, agaðir og hjálpsamir. Ef þú værir alvaldur í Val hvað myndir þú gera? Ég myndi láta meiri kraft í sturtumar. 78 Valsblaðið 2005

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.