Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 81

Valsblaðið - 01.05.2005, Síða 81
Ettir Guðmund Guðjónsson miðað við þann stutta tíma sem við erum búnir að vera saman,“ segir Eggert. „Annar jákvæður hlutur hjá Val er sá að þar á bæ er farið að hlúa að ungiviðinu og það skilar sér alltaf á endanum ef maður vonast til þess að ná árangri í þessu sporti. í dag er fullt af ungum og spræk- um strákum í Val sem geta átt sér bjarta framtíð í boltanum ef þeir eru tilbúnir að leggja þá vinnu á sig sem þarf til að koma sér á toppinn.“ íslenskir leikmenn í stöðugri fram- för Eggerti finnst íslenskir leikmenn vera í stöðugri framför, enda eru menn nú famir að æfa töluvert mikið eða fimm til sex sinnum í viku auk eins eða tveggja leikja í viku. „Við eigum líka stráka sem eru komnir í atvinnumennsku sem ætti að vera góð fyrirmynd fyrir unga og efnilega leikmenn og sýnir að draum- urinn um atvinnumennsku er til staðar ef menn eru duglegir við að æfa, setja sér markmið og hugsa hátt,“ bætir hann við. „Varðandi erlenda leikmenn á Islandi er það alltaf álitamál og sitt sýnist hverjum í þeim efnum. Eg er reyndar á því að ef maður vill ná árangri í efstu deild þá væri betra að geta farið í gegnum 1. deildina Kanalausa, þannig að íslensku leikmenn- imir gætu náð sér í meiri reynslu sem leiðtogar liðsins og bera meiri ábyrgð á gengi þess í 1. deildinni. Valsmenn brugðu á það ráð í haust að fá erlendan leikmann til að hjálpa reynslulitlu liði að ná sér í meiri reynslu og til að hjálpa í baráttunni við að komast upp. Svo er það einnig að sum lið utan af landi verða hreinlega að hafa erlendan leikmann út af skorti á mannskap.“ Eggert segir að seint verði bannað að leyfa erlenda leik- menn í 1. deild en sú umræða hefur oft skotið upp kollinum. „Það eru svo mis- munandi ástæður fyrir því að lið fá sér erlenda leikmenn. Svo má líka segja að þeir koma með nýjar víddir inn í þetta hjá okkur og sýna íslensku strákunum hvem- ig hægt er að bæta sig og lyfta þannig íslenskum leik á hærra plan. Okkar bestu og efnilegustu strákar í dag njóta þess að hafa spilað með og á móti góðum amer- ískum leikmönnum sem hafa bætt alhliða leikinn hér á landi ásamt íslenskum og evrópskum leikmönnum," bætir hann við. Bestu menn landsins „Að mínu mati eru Jón Arnór Stefánsson, Jakob Sigurðsson, Logi Gunnarsson, Hlynur Bæringsson, Sigurður Þorvalds- son og Pavel Ermolinski bestu leikmenn íslands í dag og vona ég að ég sé ekki að gleyma neinum. Þetta eru leikmenn sem spila í atvinnumennsku en einnig eru margir góðir leikmenn að gera góða hluti í háskólum í Bandaríkjunum. Hér heima eru svo margir strákar sem eru að gera góða hluti en flest lið eiga orðið þrjá til fimm efnilega leikmenn sem lofa góðu.“ Sameining íþróttaliða Spurningin um sameiningar iþróttaliða hefur oft skotið upp kollinum og sérstak- lega hér á Reykjavíkursvæðinu þar sem erfitt hefur reynst að reka öll þau fjöl- mörgu lið sem á svæðinu eru. Það er ekki hægt að sleppa Eggerti nema spyrja hann um sína skoðun á sameiningum íþrótta- liða. „Eg held að það sé engin spurning að lið á Reykjavíkursvæðinu ættu að sameinast í stað þess að vera að bítast um þessar fáu krónur. Vandamálið er að það eru allir svo fastir í sínum liðum að menn sjá ekki hagkvæmnina sem gæti falist í sameiningu liða. Mín skoðun er sú að þegar lið ætla að sameinast þá eiga þau að hafa aðskilda yngri flokka þar sem menn geta áfram verið harðir stuðnings- menn sinna liða, en meistaraflokkamir sem sameinuðu þessi félög ættu að heita öðru nafni sem allir gætu fylkt sér bakv- ið. Ég hef aldrei verið hlynntur því að félög heiti nöfnum beggja lið, það skap- ar bara pirring og vandræði. Þetta mættu nánast öll lið á Stór-Reykjavíkursvæðinu gera og þá væri kannski hægt að setja meiri peninga í færri en stærri og sterkari einingar,“ segir hann. Ragnar Níels Steinsson í skotstöðu. Fín staða í körfunni hjá Val Þegar Eggert er spurður að því hvernig honum finnst staðið að körfuboltanum í Val hugsar hann sig aðeins um. „Það' er erfitt að dæma hvernig hlutimir vom áður en ég kom en það er ljóst að stað- an er fín í dag. Stjómin er virk og vill gera vel og það er nokkuð stór hópur af jákvæðum Valsmönnum sem em tilbúnir að leggja á sig óeigingjarna vinnu til að láta hlutina ganga upp. Það er kannski okkar helsti ókostur í ár að við emm ekki á neinum heimavelli sem slítur svolítið í sundur starfið hjá okkur. En á móti er líka að koma stórt og gott íþróttamann- virki sem verður skemmtilegt að spila í á næstu leiktíð og þá vonandi í efstu deild,“ segir Eggert Maríuson þjálfari meistaraflokks að lokum. Eggert Maríusson þjálfari meist- araflokks karla í körfuknattleik. www.valur.is Valsblaðið 2005 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Valsblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.