Valsblaðið - 01.05.2005, Page 86

Valsblaðið - 01.05.2005, Page 86
Sumarbúðir í Borg hafa skipað sér fastan sess í starfi Knattspyrnufélags- ins Vals og gengu þær mjög vel þetta sumarið líkt og hin fyrri. Skólastjóri Sumarbúðanna var Soffía Ámundadóttir og hafði hún umsjón með allri skipulagn- ingu námskeiðanna. Þeirri vinnu hefur Soffía skilað vel af sér og þökkum við henni sérstaklega fyrir vel unnin störf. Um 300 böm sóttu námskeiðin sem voru fjögur talsins. Sumarbúðir í borg hafa verið annálaðar fyrir fjölbreytta og skemmtilega dagskrá og meðal þess sem boðið var upp á í ár var ferð í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn, hjóla- og sundferð, heimsóknir á lögreglustöðina og í Hall- grímskirkju, keila, bíósýning og sum- argrín svo fátt eitt sé upp talið. Einnig komu í heimsókn gamalkunnir Valsarar, t.d. Olafur Stefánsson og Dagur Sigurðs- son börnunum til mikillar gleði. Ljóst er að krakkamir skemmtu sér konunglega og var gleðin ríkjandi að Hlíðarenda á meðan sumarbúðunum stóð. Sumarbúð- ir í Borg, lengi lifi. Á valur.is er fjöldi mynda úr starfinu frá því í sumar. Pétur Veigar Pétursson, íþróttafulltrúi.

x

Valsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Valsblaðið
https://timarit.is/publication/399

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.