Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 8

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 8
Myndir frá Barnabas Fund í Englandi. Birtar meö góðfúslegu leyfi samtakanna. Frá guösþjónustu í arbragðakennslu í skólum landsins kirkju í Bagdad og það eru dæmi þess að kristnir einstaklingar væru neyddir til að taka trú islam og giftast múslim- um. Rétt eins og með aöra þjóöfé- lagshópa sóttist Hussein eftir því að veikja samfélag kristinna án þess þó að eyðileggja það alveg. Það samræmdist pólítískum mark- miöum Hussein að enginn einn hópur í írak yrði næganlega sterk- ur til ógna stöðu hans. Myndir frá Barnabas Fund í Englandi. Birtar meö góöfúslegu leyfi samtakanna. Hvað tekur við? En hvaö tekur nú við í irak? Kristnir írakar eru eins og aðrir irakar miklir þjóðernisinnar. Þeir kristnu írakar sem hafa flúið land vilja margir hverjir snúa aftur, telji þeir að aöstæöur leyfi slíkt. Og enn sem komiö er, eru aðstæður ekki fyrir hendi. Það er enn ringul- reið og öryggisleysi í irak og í slíku ástandi er ekki vænlegt fyrir marga aö snúa aftur. Almennt séð hafa kristnir írakar lagt áherslu á aö þaö séu ekki trúarbrögö sem sameinar iraka heldur sameiginleg menningar- og stjórnmálasaga. í öllum umræðunum um framtíöar- skipan landsins hafa kristnir stjórnmálamenn ekki verið mjög áberandi og verða sennilega ekki mjög miölægir I hinu nýja Irak. Það sem kristnir írakar hafa miklar áhyggjur af er þetta, að nú er ein- mitt verið að ræða í síauknum mæli að skipta landinu upp í sam- bandsríki þar sem trúarbrögð gætu farið að gegna mikilvægari hlut- verki heldur en áður. Það yrði kristnum írökum ekki í hag. Nú hefur borið á því að róttækar pólítískar hreyfingar sjííta músli- ma, sem setja trúarbrögð á odd- inn, hafi fengið umtalsverðan framgang sérstaklega í suðurhluta landsins. Sumar þeirra virðast ætla sér að koma á einhvers konar klerkaveldi í írak rétt eins og er við lýði í nágrannaríkinu Iran. Ef slíkir hópar kæmust að, sérstak- lega ef þeir innleiða sharia-lög islam sem grundvöll samfélagsins, gæti það haft verulegar neikvæöar afleiðingar fyrir kristna iraka. Kristnir írakar hafa því verulega áhyggjur af framtíð landsins. Yfir- leitt þegar samfélög ganga í gegn- um stríð og hörmungar verða minnihlutahópar oft fyrir erfiðleik- um og kerfisbundnum ofsóknum. Atburöir siðustu mánuða og ára gefa ekki tilefni til bjartsýni um að kristnidómurinn í allri sinni litríku flóru nái að blómstra í írak um ókomin ár. | Magnús Þorkell Bernharðsson er sér- fræðingur í málefnum Mið-Austur- landa og islam. Hann lauk doktorsprófi I sagnfræði frá Yale University 1999. Undanfarin ár hefur hann kennt nú- tímasögu islam og Mið-Austurlanda við Hofstra University i New York. i haust mun hann hefja störf viö Willi- ams College í Massachussetts fylki. Netfang: Maggikeli@yahoo.com 8

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.