Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 35

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 35
Samtalsmeðferð er því einnig nauðsynleg. Stundum nægir hún eingöngu. Þvi miöur veita geö- læknar núorðið sjaldnast þá meö- ferð heldur eru viðtöl þeirra frekar til stuðnings og fræöslu. Því þarf fólk sjálft aö leita til sálfræðings eða sálgreinis. Þaö er óvitlaust aö fá lækninn til samráðs við valið. Læknar hafa ekki alltaf frumkvæöi að þvi að mæla með samtalsmeð- ferð. Því er mikilvægt aö hinn þunglyndi sé vakandi fyrir því að koma sér í hana. Margir setja kostnaðinn f/rir sig. En það má líka velta fyrir sér kostnaöinum viö að vera vart nema skugginn af sjálfum sér. Sá kostnaður kemur ekki bara illa við pyngjuna. Sálgæsla safnaðanna Sálgæsla innan safnaða geturver- ið ómetanlegur stuðningur ef báðir aðilar hafa eðli hennar hug- fast. Sálgæsla er ekki meðferð og fæstir sem veita sálgæslu hafa faglega, klíníska þjálfun til hennar. Þaö er því mikilvægt að sálgætir- inn þekki og virði takmörk sín. Sálgæsla er fyrst og fremst sam- fylgd til stuðnings en ekki við- gerðaverkstæði. Allir sem veita kirkjulega sálgæslu ættu að hvetja þunglynda sem til þeirra leita til að vera undir eftirliti læknis. Þunglyndir upplifa sig gjarnan sem máttlitil fórnarlömb sjúk- dómsins og þvi er afar mikilvægt að fræðast um hann. Þekking dregur úr óvissu, bendir á mögu- leika, eykur sjálfstraust og styrkir einstaklinginn til að axla ábyrgð á batavinnunni. Samskipti við aðra sem hafa fengið sjúkdóminn geta gert mikið gagn. Það væri óskandi aö fleiri sem fengið hafa sjúk- dóminn miðluðu öðrum af reynslu sinni og innsæi. Forsenda þess að svo megi verða er að þeir veröi ekki brennimerktir fyrir vikiö og úrskurðaöir vanhæfir verkamenn í víngarði Drottins. Hefðbundnar leiðir til iðkunar og uppbyggingar í trúnni gagnast þunglyndum oft takmarkað. Bæn, biblíulestur og bræðrasamfélag getur orðiö að þraut og pínu, ver- ið innantómt og tilgangslaust. Viö veröum að þora að brjóta upp mynstriö og nýta fleiri farvegi. Margir finna hvild og fróun í því að hlusta á tónlist í staö þess aö biðja sjálfir eða lesa. Það getur veitt sterka vitund um návist Guðs aö dvelja úti í náttúrunni og finna samsvörun í sálinni við tilbrigði hennar, hvort heldur er fuglasöng eöa veðurofsa. Þetta er hvorki síðra bænalíf né ómerkari helgi- dómur. Qpnað út á svalir Þaö er öllum hollt að einfalda líf sitt, ekki síst þeim þunglyndu. Það má líka einfalda kirkjusókn með þvi að sækja sunnudagaskóla barnanna í stað guðsþjónustu eða samkomu, sérstaklega ef fólki finnst það ganga of nærri sér, sem er ekki óalgengt á meðal þung- lyndra. Svo er ekkert að þvi að taka sér fri frá kirkjunni! Þar gætu hinir heilbrigöu gert ómetanlegt gagn meö þvi að leggja rækt við náunga sinn með heimsóknum og aðstoð við ýmis viðvik. Viö eigum ekki bara að sinna fólki innan veggja kirkjubyggingarinnar. Trúarlíf einskorðast ekki við trúarathafnir. Það er eðli lífs okk- ar, andardráttur okkar. Þunglyndi getur veriö ábending frá lífinu sjálfu um aö tímabært sé að hleypa ferskum vindum inn i sál- ina, opna út á svalir og mæta líf- inu án þess aö gluggarúðan verji okkur fyrir náttúruöflunum. Brautin til bata getur verið jafnófyrirsjáanleg og leit mín að inniskónum. Það er snúið aö koma auga á gagnsemi rykmopp- unnar við að draga úr fótkulda mínum. En moppan getur dregið inniskóna mína undan bókahill- unni sem þeir runnu undir þegar ég sparkaði þeim af mér til þess aö dansa berfætt við grípandi lag í útvarpinu.■ Ólöf I. Davíösdóttir er verslunarkona og nemi. Hún hefur víöa haldið fyrir- lestra um þunglyndi og kristna trú innan lands sem utan. Frekari fróöleik um trú og þunglyndi má finna á kristilegum vefsiðum um þunglyndi, t.d. www.christian-depres- sion.org/is Fréttir Markúsarguðspjall á SMS „Hressandi" er lýsingin sem ungt fólk og eldra velur hinni nýju SMS-útgáfu á Markúsarguð- spjallinu sem tveir Norðmenn hafa gert. Reyndar er það aðeins þriðjungur guðspjallsins sem búið er að setja á SMS og spjallkóða. Þeir Anders Bjornvand verkfræöingur og Jo- hannes Holmedal, grafískur hönnuður, þýddu guðspjalliö yfir á SMS. Þeir segja að löng hefð sé fyrir að þýða Biblíuna yfir á tungumál sem fólk skilur. SMS sé einmitt „tungumál" ungs fólks. Markúsarguðspjall hafi orðið fyrir valinu af þvi að það sé styst og þess vegna sé þýðingarvandinn minni. Þá sé textanum þjappað saman auk þess sem sleppt sé oröum sem þeir telja illskiljanleg utan hins kirkjulega samhengis. Þó segjast þeir félagar reyna aö vera eins trúir textanum og hægt sé. Ýmsum kunnuglegum orðum er þó breytt á þessum forsendum að þau séu að verða illskiljan- leg venjulegum Norðmanni. Þar má nefna að lærisveinar verða að lærlingum og farísear að guöfræöingum í hinu norska SMS-guðspjalli. (www.kirkjan.is) „I Can Qnly lmagine“ sterkur vitnisburður Kristilega hljóm- sveitin MercyMe í Bandaríkjunum hefur náö langt meö lag sitt „I Can Only Imagine," sem viöa hljómar nú i almennum út- varpsstöðuvum um landið þvert og endilangt. Textinn fjallar umn það hvernig það verði þegar við göngum viö hlið Jesú, umkringd dýrð hans. í söngnum er spurt: Mun ég dansa fyrir þig Jesús? Eða verða hljóður af undr- un? Mun ég standa í nærveru þinni eða falla á kné? Mun ég syngja Hallelúja, eöa verða orðlaus? Höfundur lags og texta, Bart Millart, segir að þegar faðir hans lést árið 1991 hefði hann skilið við hann i vissu þess að hann færi á betri stað. Þessi upphafssetning bjó með honum næstu árin þegar hann hugsaði um orð fööur síns. Dag einn áriö 1999 var hann kominn heim af tónleikum og var glaðvakandi klukkan tvö að nóttu. Þá rakst hann á þessi orö, „Ég get aðeins ímyndað mér," í bókinni sinni. Tiu mínútum síðar var söngurinn til. „Ég held aö hér fáum við aðeins að smakka dýrð himinsins, til dæmis þegar við lofum Guð. En ég velti því fyrir mér hvernig það verður þegar ég sé Jesú augliti til auglitis." (www.mercymeli- ve.com o.fl). 35

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.