Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 9

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 9
Margrét Jóhannesdóttir, hjúkrunarfræðingnr Fjölskyldusvipur Sem móöir heyri ég oft aö börnin mín líkist mér eöa fööur sínum. Sjálf hef ég gaman af aö horfa á börn og sjá hvernig þau bera svip foreldra sinna. Framkoman og út- litið birtir hverjum þau tilheyra, hverra manna þau eru. Guö á líka börn. Hann ættleiðir börn. Nýja testamentiö talar um að Jesús er Sonur Guös og aö þeir sem trúa á hann eru ættleidd börn Guös. „En öllum þeim, sem tóku viö honum, gaf hann rétt til að veröa Guös börn, þeim er trúa á nafn hans. Þeir eru ekki af blóði bornir, ekki af holds vild né manns vilja, heldur af Guði fæddir.” Jóh.1:12-13. Aö vísu er Guð faöir allra manna í þeim skilningi aö öll erum viö sköpun Guðs og hann elskar alla og gætir allra. En Bibli- an segir aö Guö hafi ákveðið að gefa þeim barnarétt sem trúa á Jesú. Þetta er mesta undur kristn- innarog hin mesta blessun sem mannsbarn getur hlotiö, að fá aö vera dóttir eða sonur Guðs. „Sjáið hvílikan kærleika faðirinn hefur auðsýnt oss, aö vér skulum kallast Guös börn. Og þaö erum vér." 1. Jóh.3:1. Það var Jesús sem opnaði okkur leið til hins heilaga Guös. Við fáum að vera í návist Guös, ekki bara sem sýknaðir einstaklingar frammi fyrir heilögum dómara, heldur sem börn sem fá aö kalla Guö pabba, fööur. í Gamla testamentinu birtist hann fyrst og fremst í heilagleika sínum og þaö var ótti og fjarlægð sem einkenndi sambandiö. Nafn Guðs i Nýja testamentinu er Faöir. Sem ættleidd börn veröum viö hluti af fjölskyldu Guðs. Þessi sam- skipti byggja á nánd, ást og örlæti. Þaö er vilji hans og þrá aö við nálgumst hann og elskum hann sem kærleiksríkan föðurokkar. Margir þekkja ekki af eigin raun hvernig þaö er aö koma og dvelja hjá kærleiksríkum fööur, i algjöru öryggi, trausti og gleöi. Það er barninu eðlislægt aö treysta en fjandsamlegt umhverfi getur rænt barnið þessu trausti. Þaö gerir þeim erfiöara að treysta og trúa á kærleika Guös. Aðrir hafa reynslu af elskulegum föður sem er dýrmæt endurspeglun af kærleika Guös og það getur auð- veldaö þeim aö geta treyst Guöi sem góöum föö- ur. Reynslu heimur okkar hef- ur vissu- lega áhrif á þaö hvernig viö nálgumst Al- mættið, en Guö hefur sjálfur gefið okkur fyrirmynd um kærleiksrík tengsl og þaö eru tengslin á milli Guðs Fööur og Guös Sonar. Sem börn Guös erum viö kölluð til þess aö endurspegla þetta samband. Eftir upprisuna kallar Jesús lærisveinana bræöur sína og segir: „Ég stíg upp til fööur míns og fööur yðar, til Guös mins og Guðs yöar." Jóh. 20:17. Og siðan gaf hann lærisveinum sínum Anda Guös sem er pantur þess aö viö tilheyrum fjölskyldu Guös. Viö höfum fengið hlutdeild í lífi Krists sem gerir okkur aö dætrum og sonum Guös. Andi Jesú Krists býr í sérhverj- um fjölskyldumeðlimi Guðs. Tak- markið er að hugarfar Krists móti persónuleika og líferni allra í fjöl- skyldunni. Það er Jesús sem gefur fjölskyldunni svip. En Kristur er svo mikill að það er engin hætta á því að fjölskylda hans veröi eins- leitur hópur. Allt mannkyniö nægir ekki til þess aö tjá hann til fulls. Þó aö sjálfseðli sérhvers kristins manns verði að víkja fyrir per- sónuleika Krists þá hverfa ekki einstaklingarnir, því aö þaö er Kristur sem er höfundur allra per- sónugeröa og þaö er eingöngu í honum sem viö finnum sjálf okkur. Allt á tilveru sína í honum og það sem ekki er af Guöi komið hefur ekki lífsmöguleika. Það sem er af sjálfum okkur mun visna og deyja en persónuleikinn sem hann gefur mun lifa aö eilífu. Að vera dóttir Guös Fööur og systir Jesú Krists er blessun og ríkdómur ofar öllum mannlegum skilningi. En þetta er staðreynd sem byggir á því að Jesús gaf líf sitt og sérhver sem vill þiggja lifiö fær aö lifa því sem barn elskandi fööur. Bæn min er sú aö ég geti þóknast föður minum á hverjum degi og að lif mitt endurspegli hverjum ég tilheyri þannig að fólk sjái fjölskyldusvipinn. ■

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.