Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 18

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 18
i „Þrátt fyrir sjúkdóma og erfiðleika finn ég alltaf nærveru Guðs“ Viðtal við Lilju S. Kristjánsdóttur Á fallegum vormorgni heimsótti ég Lilju Sólveigu Kristjánsdóttur á heimili hennar á Sóleyjargöt- unni. Þaö haföi rignt um morg- uninn og nýútsprunginn gróöur- inn skartaði sínu fegursta. Var þaö vel við hæfi því Lilja ann náttúrunni og elskar aö vera í garðinum sínum. Daginn áöur haföi hún gróðursett kálplönt- urnar. Þaö var ekki aö sjá að þessi áttræöa kona hefði legiö, meira og minna, rúmföst í allan vetur þar sem hún stóö, glöö og brosandi, á tröppunum og tók á móti mér. Erindi mitt var aö spjalla við hana um líf hennar og skáldskap í tilefni áttræðisafmælis hennar fyrr í mánuðinum. Afmælishátíö var haldin henni til heiöurs í Hall- grímskirkju þar sem Schola Cantorum, undir stjórn HarðarÁs- kelssonar, söng sálma og sálma- þýöingar eftir Lilju og Ijóöabókin Liljuljóð kom út. Þar er að finna Ijóð, sálma og þýðingar eftir hana. Ég byrjaöi á aö spyrja Lilju um upp- vöxt hennar og trúarlega mótun. Ég var uppalin á Brautarhóli í Svarfaöardal, á trúuöu heimili. Að vísu var ekki mikið lesiö í Biblí- unni, en húslestrarbækur voru lesnar. Aftur á móti lásum viö börnin í okkar eigin Nýja testa- menti. Ég fékk þaö í jólagjöf þegar ég var 7 ára og Biblíu í afmælis- gjöf, er ég varö 10 ára. Mikið var sungið af sálmum og ættjarðar- Ijóöum á heimilinu. Enginn veit hvernig ég læröi aö lesa en ég var allæs fimm ára. Ég held því fram að ég hafi lært þaö þegar ég sat á hnjám pabba míns, er hann las húslestrana. Ég horföi á bókina og eiginlega er þetta eina skýringin á lestrarkunnáttu minni. Ég veit að ég átti stafrófskver þeg- ar ég var tveggja ára og ég hef ef- laust lært aö þekkja stafina þar. Þegar ég var í Menntaskólanum á Akureyri uppgötvaði ég að ég gat lesiö gotneskt letur í námsbók, sem þar var notuö, en fáir í bekkn- um voru læsir á hana. Sumar hús- lestrabækurnar hans pabba voru meö þessu letri og þá sá ég aö ég hlyti að hafa lært aö lesa af þeim bókum. Ég fór ekki í skóla fyrr en tíu ( ára gömul. Ég læröi heima eins og þá tíökaöist og tók próf átta ára gömul og aftur níu ára. Þaö voru eldri systkini mín sem kenndu mér. Þau voru öll góðir náms- menn. Á þessum árum sáu heimil- in um kennsluna fyrstu árin. Hvaö hafði mest áhrifá trú þina á þessum árum? Húslestrar og sálmasöngurinn höföu mikið aö segja. Um leið og ég læröi að tala læröi ég aö biöja. Þegar ég var fermd áttum viö aö kunna sálma, presturinn lagði mikið upp úr því aö viö lærðum þá. Ég var alveg i vandræðum því ég kunni svo marga eöa um níutíu talsins. Ég hálfskammaöist mín fyrir þetta og fór í felur meö kunnáttu mína. Ég fór í Menntaskólann á Ak- ureyri þegar ég var fimmtán ára. > Mér var komiö fyrir hjá frænku minni, Jóhönnu Þór, sem var for- maður Kristniboðsfélags kvennna á Akureyri, sannkristin kona. Dvöl mín hjá henni haföi afskaplega mikiö aö segja fyrir mig. Ég varö snemma virk í kristilega starfinu, var m.a. beðin aö velja sálma sem 18

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.