Bjarmi

Árgangur

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 21

Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 21
Þá höfðu kristilegu mótin mik- ið að segja. Þau voru mér mjög dýrmæt, eins heimili Jóhönnu, frænku minnar, á Akureyri. Það var ómetanlegt að fá að búa hjá henni. Ég flutti til Reykjavíkur vegna þess að ég fékk hina svokölluðu Akureyrarveiki. Það var mænu- sjúkdómur og fólk lamaðist. Ég missti alveg mátt í hægri hand- leggnum og aö hluta þeim vinstri, gat aðeins lyft bolla og glasi með honum. Þá lamaðist hægri fótur upp aö ökkla og tærnar á vinstri fætinum. Ég er alltaf bólgin aftan á herðum síðan. Það var ekki hægt að fá sjúkraþjálfun á Akur- eyri í þá daga og því fór ég til Reykjavíkur til að fá hana. Ég held að þaö hafi verið handleiðsla líka. Ég ætlaði að lesa læknisfræði en varð að hætta við það vegna veikindanna. Jens Jóhannessyni, lækni, þótti óráðlegt aö ég legði stund á svo erfitt nám. Hann sagði aö ég myndi alla ævi finna fyrir afleiðingum veikindanna. Ég tel líka að þaö hafi verið handleiðsla þegar ég fór á biblíu- skóla í Noregi. Systir mín hafði verið á Biblíuskóla Heimatrúboðsins og ég man aö þegar hún kom heim sagði hún viö mig: Lilja, þegar þú verður stór þá átt þú að fara i þennan skóla líka. Ég mundi þessa setningu hennar en fór ekki fyrr Á tímamótum Er lít ég raunsæ yfir æviveginn, þá er mér bæði Ijúft og skylt að þakka, því ég hef lifaö sífellt sólarmegin, þótt sólin stundum hyrfi í skýjabakka. Um vöxt og þroska væri ekki að tala, ef væta úr dimmu skýi aldrei félli, það gildir jafnt um engjablóm á bala og bóndans nytjajurt á töðuvelli. Guð vildi líka, að lilja fengi að spretta og lét því stundum regn af himni falla. Af bljúgu hjarta vil ég þakka þetta, já, þakka náö og trúfesti hans alla. en í desember áriö 1951. Þá um haustiö kom sr. Christer Hallesby og kona hans Olga í heimsókn til Kristilegs stúdentafélags. Á móti i Vindáshlíð nefndu þau við mig, að ég ætti að koma í skólann, en sr. Christer var kennari þar. Til hvatn- ingar sendu þau mér síðan um- sóknareyðublað. Ég var að kenna en fékk mig lausa og hélt til Osló- ar. Ég ætlaði að vera þar í þrjá mánuöi en dvölin í Noregi varð lengri. Ég var í skólanum allan næsta vetur og bauðst síðan starf i Noregi hjá Heimatrúboðinu. Ég tók þátt í ferðastarfinu og fór á milli staða og hélt fundi. Ég lít á Noregsdvölina sem mikla blessun og handleiðslu Guös. Siðan eignaðist ég ákaflega góðan eiginmann. Við vorum mjög samhent í lífi og starfi, en svo dó hann skyndilega, langt fyrir aldur fram. Það má segja að allt lif mitt hafi einkennst af blessun og handleiðslu Guðs. Og þrátt fyrir sjúkdóma og erfiðleika sem hafa mætt mér finn ég alltaf nærveru hans. Lilja fór með Ijóðið Á tímamót- um í afmælisfagn- aðinum í Hall- gríms- kirkju en það orti hún í til- efni fimm- tíu ára af- mælis síns og finnst það ennþá eiga jafnvel við. Lilja fer með Ijóðið fyrir mig og segir að það sama gildi um okkur mennina og náttúr- una. Gróðurinn þarf sól og vatn og því eru regnskúrir nauð- synlegar til að plönt- urnar vaxi. Við vöx- um viö erfiöleikana sem viö mætum. En látum orð Lilju í sálminum reka enda- hnútinn á þetta spjall okkar. Ég þakka Fréttir Biblían og aðrar trúarlegar bækur seljast grimmt Yfirvofandi stríðsátök juku sölu Biblíunnar og annarra trúarlegra bóka í Bandaríkjunum á fyrstu mánuðum ársins, segir Financial Times. Bókaútgefendur þar seldu Bibliur fyrir næstum 15 milljónir dollara í janúar síðast- liðnum. Er þetta vegna stríðsins? Ótti við hið ókunna? „Þaö gæti verið," sagði Mark Rice tals- maður Zondervan sem er leiðandi í biblíuútgáfu. Heildarsala þeirra var 10°/o hærri í janúar 2003 en á sama tíma 2002. Publishers Weekly's Religion Bookline sagði aö trúarlegum titlum hefði áfram vegnaö vel áriö 2002 þótt þeir væru ekki efstir á vinsældalistum timarita eins og árið 2001. The Remnant, sem er 10. bókin í Left behind bókaröð- inni náði þriöja sæti á skáldsagnalistanum og seldist í rúmlega 1,8 milljón eintaka. Á listanum yfir fimmtán söluhæstu frásagnarbækurnar voru 5 bækur frá kristilegum útgefendum sem hver og ein seldist í meira en 600 þúsund eintökum. (RSN) Brennuvargar ráðast á mótmælendur í Mexíkó íhaldssinnar í Chiapas í Mexikó hafa æst til óeiröa gegn tzotzil-mælandi mótmælendakristn- um. í mars stóðu þeir fyrir því að æstur múgur brenndi kapellu Wings of the Eagle safnaðarins í Los Pozos sem er 25 mílur austan viö San Cri- stobal de las casas. Þeir handtóku lika 8 safnað- armeðlimi, þar með taldar konur. Árásina rétt- lættu þeir sem hefndaraögerð gegn mótmæl- endasöfnuðinum þar sem hann haföi óvirt bann viö opinberum guðsþjónustum. í Mitzitón, sem er í nágrenninu, brenndu óþekktir árásarmenn hús sem tilheyrði Pedro Gomez Lopez, öldungi í kirkj- unni. Fjölskyldan slapp ómeidd en missti búiö og uppskeruna. Daginn áður skutu vopnaðir menn á pallbíl sem annar kristinn maöur i Mitzitón átti. Forstöðumaðurinn og mannréttindalögfræðingur- inn Esdras Alonzo Gonzalez kallaöi eftir aðstoð yfirvalda, að þau kæmu lögum yfir þá sem væru ábyrgir fyrir þessum glæpum. Þau yröu að skerast í leikinn áður en eitthvað enn alvarlegra geröist. (Compass) fyrir mig og held út í sumarið en fyrst viröi ég fyrir mér útskurðinn á útidyrahuröinni hennar, þann hinn sama og prýðir kápu bókar- innar Liljuljóö. | 21

x

Bjarmi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bjarmi
https://timarit.is/publication/379

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.