Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 22
Haraldur Jóhannsson, læknir og sérfræðingur í taugalækningum
Hvað er þá maðurinn?
Um kristinn mannskilning
„Spurning spurninganna fyrir
mannkynið - þaö sem býr að
baki öllu öðru og skiptir meira
máli en nokkuð annað - er að
finna stað mannsins í náttúrunni
og tengsl hans við alla hluti í
heiminum."
Eitthvaö á þessa leið fórust
Thomas Henry Huxley orð en hann
var þekktur líffræðingur á nítj-
ándu öld og talsmaður þróunar-
kenningarinnar. Hvað sem mönn-
um kann að þykja um skoðanir
hans að öðru leyti þá verður ekki
betur séð en hér hafi hann hitt
naglann á höfuðið. Það hlýtur að
skipta höfuðmáli fyrir manninn að
vita hver hann er og hvernig hann
getur umgengist það sem er í
kringum hann. Þess vegna kemst
enginn hjá því að gera sér ein-
hverjar hugmyndir um sjálfan sig
og umhverfi sitt. Mannskilningur
er í raun þaö sem við trúum um
sjálf okkur og birtist í því hvernig
við hegöum okkur.
Hann skilgreinir manninn í Ijósi Guðs,
gildi mannsins felst í því að vera
skapaður í Guðs mynd, til samfélags
við hann.
Mismunandi mannskilningur
Mannskilningur getur verið harla
mismunandi og fer það eftir þvi
hvaöa forsendur menn gefa sér.
Sumir aöhyllast náttúruhyggju
(natúralisma) og líta fýrst og
fremst á manninn sem náttúrufyr-
irbæri. Hann er talinn háþróaö dýr
sem lætur stjórnast af hvötum
sínum. Gengið er út frá því að öll
fyrirbæri í veröldinni verði útskýrð
á forsendum vísindanna og atferli
mannsins sé í raun ekkert annað
en röö orsaka og afleiöinga. Þessi
hugsunarháttur er býsna ráðandi í
vísindaheiminum og litar margar
kennslubækur. Von mannkyns er
byggð á þróun og framförum.
Maðurinn reynir að skilgreina
sjálfan sig með því að leita niður
fyrir sig og hann lætur smáatriðin
svara stóru spurningunum.
Aðrir aðhyllast hinn félagslega
mannskilning. Hann legguráher-
slu á að það sé umhverfið sem
móti manninn, samfélagið sem
hann lifir í. Maöurinn sé félags-
vera og hugsun hans og hegðun
verði að skilja af því hvaða hópi
hann tilheyri. Hið illa sé til komið
vegna ósanngirni í samskiptum
þjóðfélagshópa. Lausnin fyrir
mannkynið sé því réttlát þjóðfé-
lagsskipan. Maðurinn skilgreinir
sig sem hluta af stærri heild en
gildi einstaklingsins er í uppnámi.
Enn aörir leggja áherslu á gildi
einstaklingsins, frelsi og ábyrgö
og aðhyllast manngildisstefnu.
Hér er maðurinn settur í öndvegi.
Hann er geröur að mælikvarða og
dómara í eigin málum. Vitneskju
um rétt og rangt leitar hann í eig-
in brjósti og hann telur sig ekki
þarfnast utanaðkomandi upplýs-
inga eða leiðsagnar. Gæfunnar
leitar maðurinn í því að vera sjálf-
um sér trúr.
Þó að þessar stefnur séu ólíkar
um margt og mannskilningurinn
sem af þeim leiðir sömuleiðis,
eiga þær það þó sameiginlegt að
hafa manninn sem þungamiöju.
Hvort sem þaö er maðurinn sem
náttúrufyrirbæri, maöurinn sem
félagsvera eöa maðurinn sem ein-
staklingur, þá er þaö ævinlega
maðurinn sem er lagður til grund-
vallar. Kristindómurinn nálgast
þetta með öörum hætti. Hann
skilgreinir manninn í Ijósi Guðs,
gildi mannsins felst í því aö vera
skapaður í Guðs mynd, til samfé-
lags við hann. Kristinn mannskiln-
ingur reiknar með Guði og gerir
ráð fyrir að maðurinn geti vitað
ýmislegt um Guð. Guð verður ekki
rannsakaður með vísindalegum
aðferðum mannsins og tilvist
hans veröur hvorki sönnuð né af-
sönnuð á þann hátt. Eina leiöin til
að maðurinn geti vitað eitthvað
um Guð er að Guð birtist mannin-
um, opinberi sig honum. Kristin
trú gengur út frá því að Guð hafi
opinberað sig manninum á ýmsan
hátt, meðal annars í Biblíunni.
Kristinn maður trúir því að Biblían
opinberi hver Guö er og hver
maöurinn er. Hún setur manninn í
samhengi, ef svo má segja, bæði
sögulegt samhengi og skilgreinir
„tengsl hans við alla hluti í heim-
inum" - raunar einnig tengsl hans
við skapara heimsins.
Maðurinn í Ijósi hjálpræðis-
sögunnar
Biblían segir okkur sögu heimsins
frá sjónarhóli Guðs. Hún segir
okkur að Guð skapaöi heiminn og
sköpun hans var harla góð. Guð
skapaði ekki neitt illt og hann
einn er skapari. Það er engin bar-
átta milli góða guösins og vonda
guðsins eða innri spenna milli
dökkra og Ijósra hliða hjá Guði.
Nei, þaö sem Guð skapaði var
gott. Hins vegar skapaði hann
enga strengjabrúðu þegar hann
skapaði manninn. Hann var ekki
á höttunum eftir gæludýri eða
auðsveipum þræl. Hann skapaði
manninn til samfélags viö sig,
hann elskaði manninn og þráði
að sú ást yrði endurgoldin. Eng-
inn verður neyddur til að elska.
Þess vegna fékk maðurinn frjáls-
an vilja. Hann gat ráðið hvort
hann vildi hlýðnast Guði eða
22