Bjarmi - 01.06.2003, Blaðsíða 5
ar og sóttust ekki eftir samvinnu
viö aðrar kirkjudeildir. Þeim var
líka mjög umhugað um eigið ör-
yggi og þær settust því að í litlum
fjallaþorpum úr alfaraleið til þess
að vekja ekki athygli á sér. Þó að
þessar kirkjudeildir hafi síðan
komið niður af fjallinu, ef svo
mætti að orði komast, og átt
meira samneyti við aðra kirkju-
leiðtoga, má segja að þetta tor-
tryggna viöhorf gagnvart yfirvaldi
og fólki utan safnaöarins sé enn
við lýði. Enn þann dag i dag halda
kristnir írakar hópinn og það er til
dæmis frekar óalgengt að þeir
kvænist eða giftist út fyrir eigin
söfnuð.
Stærstu kirkjudeildirnar í írak
eru Jakóbitar, Assýríumenn, og
Kaldea-kaþólikkar. Þá eru aðrar
minni kirkjudeildir svo sem með-
limir armensku kirkjunnar, grísku
rétttrúnaðarkirkjunnar og einnig
nokkrar mótmælendakirkjur. Þessir
söfnuðir hafa þó verið mjög fá-
mennir.
I dag sem fyrr er kristna Iraka
aðallega að finna í norðurvestur
hluta landsins, sérstaklega í bæn-
um Mosul og i umhverfi hans. Þá
hefur Bagdad einnig verið heimili
fyrir marga kristnar fjölskyldur. í
suðurhluta landsins voru kristnar
fjölskyldur einkar áberandi í Basra
framan af öldinni. Voru margar
þeirra mótmælendatrúar en eru
nú næstum allar brottfluttar.
Þaö hefur aldrei veriö áreiðan-
legt manntal í írak en það er talið
að áriö 1921, áriö sem irak var
stofnaö, hafi kristnir menn veriö
um 4-5% af íbúum Irak. I dag er
þaö ekki vitað meö vissu og sumir
segja að þeir séu allt að 3% en
mér finnst frekar líklegt að þeir
séu á bilinu 1-2% af íbúafjölda
írak, sennilega um 300.000
manns.
Stærstu og áhrifamestu hópar
kristinna manna í irak eru Jakó-
bítar annars vegar og Assýríu-
menn hins vegar. Trúarhreyfing
Jakóbíta (sem kallaðir eru suryani
á arabísku og tyrknesku og stund-
um skilgreindir sem sýrlenskir
rétttrúnaðarmenn), var stofnuð af
Jakob Baradeus, (á arabísku
Ya'qub Barda'i) á 6.öld og tilheyr-
ir eineöliskirkjunni. Jakobítar nota
til dæmis einungis einn fingur
Ljósmyndari: Þorkell Þorkelsson. Birt með góðfúslegu leyfi Rauöa krossins.
þegar þeir signa sig til marks um
hiö eina eðli Krists. Jakóbítar voru
álitnir villutrúarmenn af róm-
versk-kaþólsku kirkjunni og rétt-
trúnaðarkirkjunni og voru því oft
ofsóttir. En síðan á 17. öld hafa
nokkrir hópar Jakóbíta verið í
sambandi við Páfagarð og mynda
nú orðið sýrlensk-kaþólsku kirkj-
una. Þó það sé breytilegt eftir
svæðum, töluöu Jakóbítar lengi
vel arameísku en tala nú oftast
arabísku. Sumir söfnuðir nota enn
arameísku í helgihaldinu.
Assýriumenn (kildani eða nast-
uri á arabísku) er nestórísk kirkja
stundum kölluð aust-sýrlenska
kirkjan, persneska eöa, eins og ar-
abiska nafnið gefur til kynna, sú
kaldverska. Þessi kirkjudeild fylgdi
guðfræðingnum Nestoríusi að
máli sem lagði áherslu á hiö
mannlega eðli Krists. A sautjándu
öld átti sér staö klofningur innan
þessa safnaðar. Hluti safnaðarins
viðurkenndi Páfagarö og kölluöu
sig kaldverska kaþólikka. Hinn
hópurinn hélt áfram að kalla sig
nasturi en á nítjándu öld fór þessi
armur í síauknum mæli að kenna
sig við gamla heimsveldi Assýríu
(„Assýríumenn"), sem hann notar
enn þann daginn I dag.
Saga liðinnar aldar
Framan af, sérstaklega þegar
þessar kirkjudeildir tilheyrðu
Tyrkjaveldi, áttu þær ekki mikil
samskipi við umheiminn. Þetta
breyttist þó á nítjandu öld þegar
vestrænir aðilar, sérstaklega
Frakkar og Bretar, fóru að gera
meira vart við sig í norðurhluta
Irak. Þetta voru oftast nær
diplómatar, trúboðar, fornleifa-
fræðingar, eða menn í viðskipta-
erindum. Þegar þessir aðilar sótt-
ust eftir að koma á sambandi við
innfædda leituðu þeir oftast uppi
leiðtoga kristinna manna eða
Gyðinga. Það voru því Gyðingar
eða kristnir menn sem nutu góðs
af auknum samskiptum við Vest-
urlönd sem þó gerði þá tortryggi-
lega í augum annarra íbúa þessa
svæðis.
Þegar írak var stofnað áriö
1921, urðu það aöallega Arabar
sem voru súnní-múslimar sem
urðu pólítískir leiðtogar landsins.
Bretar voru þó mjög áhrifamiklir á
5